Spegillinn - 01.06.1968, Blaðsíða 38

Spegillinn - 01.06.1968, Blaðsíða 38
34 SPEGILLINN Ég hef sjálfur valið mér vagn í verzlun sem ég þekki, þessi hérna gerir sitt gagn þó glænýr sé hann ekki. VAGNASALAN SKÓLAVÖRÐUCTÍG 46 SÍMI 17175 Það var í einu af þessum fínu partíum. Talið hefur snúizt um dá- semdir konunnar og gáfumennirn- ir láta Ijós sitt skína. Alltaf finnst mér nú hárið vera ein helzta prýði konunnar, segir einn. Fallegt hár er að vísu prýði, en augun eru þó tvímælalaust það sem mestu veldur um hve hrífandi konan er, segir annar. I mínum augum eru það varirnar sem ráða úrslitum, segir sá þriðji. Ég mundi nú segja, og tala þá í hreinskilni, að það sé hinn hvelfdi barmur konunnar sem hefur mestá aðdráttaraflið, sagði sá fjórði. Þá stóð húsfreyjan á fætur og sagði: Ég vona að herrarnir afsaki þó ég hverfi á brott meðan ein- róma fundarsamþykkt verður gerð um það hvað karlmönnum finnst höfuðprýði hverrar konu. ATVINNA: (Nokkra misendismenn vantar í vinnu hið allra fyrsta). Viljum ráða vana innbrotsþjófá, ávísana- og víxlafalsarg, skatt- svikara og jafnvel brennuvargá. Heill skari kemur til greina. Starf þeirra sem öðlast um- ræddar stöður verður meðal ann- ars það, að leysa; fjármálaöng- þveiti þjóðarinnar. Meðmæli frá sakadómara eða viðurkenndu tugthúsi æskileg. Laun verða ákveðin af næsta kjaradómi. Fjárhagsráðuneytið. HUGMYND ergóð HUGMYND!

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.