Spegillinn - 01.06.1968, Blaðsíða 16

Spegillinn - 01.06.1968, Blaðsíða 16
16 SPEGILLINN TAKTEIMR Tékknesk smásaga: Fyrir skömmu voru þeir Ulbricht og Maó að talast við, og tal þeirra snerist auðvitað um vandamál landa þeirra, Ulbricht með sínar 17 miljónir Þjóðverja á bak við sig og Maó með sínar 800 miljónir Kín- verja. Kom þá að því að Ulbricht spurði: „Hvernig er það Maó minn, eru ekki einhverjir stjórnarandstæð- ingar við lýði hjá þér ennþá?'1 Þá svarar Maó: ,,0, eitthvað slangur". Ulbricht: .,Hvað gætirðu gizkað á, að þeir væru margir?" Maó: ,,Ætli það geti ekki verið svona 15—20 miljónir". Ulbrigcht: ,,Nú hva, ekki fleiri. Þetta er svona álíka og hjá mér". □ önnur ttékknesk smásaga: Það gerðist í Tatrafjöllum. Ung og glæsileg stúlka gekk um á fjallsbrún og trallaði og söng af ólgandi lífsgleði: 25 tralala, 25 tra- lala, 25 tralala, söng og söng. Þá kemur þar að einn af hernámslið- um Rússa, ungur föngulegur mað- ur og spyr: Hvað er það sem gleð- ur þig svo mjög, unga mær? Stúlkan: Ó, ef þú vissir hvað ég hef séð? Rússinn: Séð? Stúlkan: Dásamlegt, Dásamlegt. Rússinn: Nú, hvar? Stúlkan: Hérna, .. . af fjallsbrún- inni. Og hún benti Rússanum að koma með sér, og hann kom með henni því hann langaði svo sann- arlega að sjá dýrðina. En þegar komið var fram á brúnina, hrinti hún Rússanum fram af, sneri til baka og söng: 26 tralala, 26 tralala, 26 tralala . . .

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.