Spegillinn - 01.06.1968, Blaðsíða 20

Spegillinn - 01.06.1968, Blaðsíða 20
 UMFEKDA RSPIL 6 Því miður verðurðu nú að fara yfir á hina a'krein- ina og aka til baka. Þakkaðu bara fyrir, að þú varst ekki kominn lengra. 7 Þú slappst við að lenda á reit no. 30 og þar með á hinni akreininni, en þú sleppur ekki endalaust. Farðu yfir á hina akreinina. 8 Þú ert þrælheppinn. Þú slappst við reit 30 og 32 og nú ferðu 8 reiti áfram. 9 Þú gleymdir að líta í Spegilinn. Þetta er vítavert athæfi. í refsingarskyni ferðu yfir á hina akrein- 1 I ma. 10 Þú ekur út af og gleymir að gefa stefnuljós. Færðu bílinn þinn yfir á reit no. 3. Akstrinum miðar vel áfram, og lánið leikur við þig í umferðinni. En þú virðist ekki vera eins heppinn í þessu bölvaða spili. Farðu þrettán reiti aftur á bak. 12 Þú ert í vandræðum með að finna bílastæði. Það er nóg pláss á byrjunarreitnum. Færðu bílinn þinn þangað. 13 Bremsurnar á bílnum þínum bila og þér tekst ekki að nema staðar. Færðu bifreiðina 7 reiti á- fram. I 4 Þú stanzar í sjoppunni á horninu til þess að kaupa Spegilinn. Þú mátt færa tíu reiti áfram og þú færð eitt aukakast. I 5 Þú lendir í árekstri við grjótflutningatrukk. En það er allt í lagi. Þú ert í rétti og mátt halda á- fram. Farðu 5 reiti áfram. 16 Biðskylda. Þu situr hjá eina umferð áður en þú ekur inn á byrjunarreitinn. Mundu að brosa í um- ferðinni. t dr N KE TL/R. ^5 rN 4j O-' * «0 V o LEIKllEOLUlt 1. Keppendur geta verið tveir eða fleiri. 2. Nota skal venjulegan spilatening. 3. Hver keppandi skal fá eina kasttilraun í senn, nema athugasemdir segi annað, eða upp á ten- ingnum komi talan 6, en þá má hann ætið kasta aftur. 4. Keppendur skulu ímynda sér, að þeir séu með bíla, en í þeirra stað má nota smápeninga, buxna- tölur, sveskjusteina og annað sem til fellur. 5. Lendi keppandi yfir á ytri akrein, skal hann aka í gagnstæða átt við þá akstursstefnu, sem gildir á innri akreininni, unz hann kemur á byrjunarreit- inn aftur, en þá skal hann halda leiknum áfram, þar til honum tekst að komast á endareitinn. ATHVGAS£M»IR Þú gleymdir svisslyklinum. Farðu aftur á byrjun- arreitinn. Þú ekur á strætisvagn. Þú verður að bakka til þess að athuga hvort einhver hafi meiðzt. Farðu sex reiti aftur á bak. Það væri synd að láta þig ekki verða fyrir ein- hverju óhappi, þegar þú lendir á þrettánda reitn- um. Farðu einn reit aftur á bak. Þú tekur of krappa beygju og bifreiðin veltur yf- ir á hina akreinina. Að sjálfsögðu þarftu nú að aka í hina áttina. Þú lendir í miðjum umferðarhnút og verður fyr- ir töfum. Þú missir úr tvö köst. JOLA-

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.