Spegillinn - 01.06.1968, Blaðsíða 10

Spegillinn - 01.06.1968, Blaðsíða 10
10 SPEGILLINN FORSÍÐAN Aldrei þessu vant prýðir vor ágæti forsætisráðherra forsíðu blaðs- ins. (Að okkur skyldi hugkvæmast þetta, sýnir bezt þá gífurlegu hug- myndaauðgi, sem ríkir innan ramma Spegilsins). — Þarna stendur hann, þessi alúðlegi jólasveinn og réttir fram jólaglaðning sinn, þrátt fyrir allt það aðkast, sem hann hefur orðið fyrir. — Meðal annarra orða Hvað er ein gengisfelling á milli vina? TILKYNNING Kvenfélag Mjóstrætis hélt aðalfund sinn í síðustu viku. Fundarsókn var góð, enda mættu félagskonur allar sjö með tölu. Frú Geðprýður Guðmundsson lét af stjórn félagsins, en í hennar stað var kosin Spjóthildur Spyndils, en hún sigraði kosninguna með þrem atkvæð- um gegn einu. Þessi óvænti kosningasigur frú Spjóthildar mun stafa af því, að í félaginu eru tvær systur hennar og tengdamóðir. Þrjár félagskonur sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Margar merkilegar sam- þykktir voru gerðar á fundinum, m.a. eftirtaldar: Áskorun til ríkisstjórnarinnar þess efnis, að hún hlutist til um taf- arlausan brottrekstur rússneska hernámsliðsins frá Tékkóslóvakiu. Áskorun tii Alþingis þess efnis, að sjá til þess, að hver sá þing- maður, sem minntist á áfengan bjór, verði þegar í stað gerður brott- rækur ú/ þingsölunum, að ekki sé meira sagt. Að lokum samþykkti fundurinn, að láta þegar í stað hefja kirkju- byggingu Mjóstrætissafnaðar og ekki siðar en um næstu áramót. Um leiö og jólahátidin ge.igur i garö, viljum vér minna á nauðsyn helmilis tryggingar. Gleðileg jól, gæSurikt komandi ár! TRYGGINGAR HF PÖSTH ÚSSTRÆTI S SÍMI 17700 fíVAÐA ÓSfCÖP ER GVENDUR. ALLT / E/NU V/NSÆLL HOA KVENÞOÓÐ/NN/ ? ÞAÐ GERA NV3U FÖT/N HANS FRA ANDERSEN OG LAUTH

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.