Spegillinn - 01.06.1968, Blaðsíða 14

Spegillinn - 01.06.1968, Blaðsíða 14
14 SPEGILLINN Við erum stjórnarsinnar hérna í Speglinum, slík vísa verður aldrei of oft kveðin, hver sem með völd- in fer í landinu. Þessi þáttur hérna á því vitaskuld að gegna sama hlutverki og kollega Velvakandi og hann Guðmundur D. Jónsson hjá útvarpsúrvalspóstvinsunar- hólfinu — eða heldur þeim hluta verkefnisins, sem þeir veigra sér við að gegna vegna meðfæddrar hlédrægni sinnar (og annarra). Við erum allir að lú og erja garð al- menningsálitsins. Nú er ég ekki að lauma því neitt inn hjá þér lesandi minn, að þeir séu slæmir stjórnar- sinnar. Allir stjórnarsinnar eru góðir stjórnarsinnar, ekki sízt nú á þessum síðustu og verstu tím- um, þegar krónurnar, sem þeir fá fyrir stjórnarsinnunina, minnka eft- ir því sem meiri þörf verður fyrir öfluga stjórnarsinna. Vitaskuld er það góðra gjalda vert, sem kollegar vorir hafa gert og halda vonandi áfram að gera, að lofa vinnukonum og húsmæðr- um, fjósakonum, prestum og kam- armokurum að hella úr skálum reiði sinnar yfir strákalýð og ó- þverra, sem tala Ijótt um Borgara- legt Velsæmi, Stjórnina og Sam- eiginlegar Hugmyndir Okkar. Slík- um óþverra á að drekkja í stanz- lausri óánægju og viðþolslausu nöldri almennings, umfram allt Al- mennings — Jóns og Gunnu utan- úr bæ og frá hinum dreifðu byggð- um landsins. Og ef þau ekki skrifa í raunogverunni þá verður að skrifa fyrir þau því fólk tekur ekki mark á öðru en sjálfu sér. Það er nú glassúrinn á þessu þjóðfélags- vínarbrauði, sem heitir lýðræði og frjáls skoðanamyndun. Semsagt, aðferðin er rétt svo langt sem hún nær. En við verðum líka að horfast í augu við takmark- anir hennar gleraugnalaust og kalt. Segjum nú, að það hafi tekizt að láta Almenning fordæma (einmitt þetta er rétta orðið: fordæma = dæma í svaðið) skuggalegan ná- unga svo rækilega að Almenning- ur tekur aldrei framar mark á því, sem hann segir eða skrifar. Það væru kostir aðferðarinnar — tak- markanirnar liggja aftur á móti í takmörkunum skúrkanna sjálfra. Því hvað með það, sem þeir láta ósagt? Þetta eru fordæmdir klám- hundar, guðlastarar, stjórnarand- stæðingar og lygarar. Allt sem þeir láta sér um munn fara er lygi — allt sem þeir ekki segja er rétt og gott. Væri nú ekki hugsanlegt að þessir ietingjar tækju upp á því að láta eitt og annað ósagt um háttstandandi Persónur og Vel- sæmishugmyndir Góðborgarans, Kenningu Kirkjunnar og Kynferð- islíf Heildsalanna, ýmsa hluti sem kannske blasa við grunsemdum Almennings og verða ekki lygi fyrr en óþverrarnir hafa borið sér grun- semdirnar í munn. Einmitt slík vinnubrögð gætu þróazt þar sem vel er staðið á verðinum, og í því liggur hættan. Okkur berast grun- samleg bréf með fyrirspurnum, sem benda alveg ótvírætt í þessa átt. Tveim þeirra ætlum við að svara í þessum þætti núna. Jón Handalausi, sérfræðingur Sjónvarpsins í fingramáli, skrifar: ,,Kæra Pósthólf! Getur þú sagt mér hvernig stendur á því að For- sætisráðherrann okkar er alltaf með hægri hendina uppí erminni?" Okkur er ánægja að svara þessu eftir að hafa ráðfært okkur við fróðan mann í þessum sökum: Þetta er einkenni á mikilmenn- um og hefur svo verið frá örófi alda, hástig fyrirbærisins getur að líta hjá Napoleon og Stalín, sem báðir höfðu þó af þessu komplexa og þóttust yfirleitt vera með hægri hendina í barminum eins og sjá má utaná koníaksflöskum frá Frakk- landi, item á Stalínstyttum, sem raunar fækkar nú óðum (Ingimar Erlendur mun eiga mynd af einni heima hjá sér). Vísindin í dag geta lítið sagt okkur nema þetta: svona eru mikil- menni vaxin. Um þetta hafa verið

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.