Spegillinn - 01.06.1968, Blaðsíða 24

Spegillinn - 01.06.1968, Blaðsíða 24
20 SPEGILLINN Þegar Óskar Wilde var uppá sitt bezta var hann talinn skemmtileg- asti maður sem þá var uppi, meira að segja er sagt að Mark Twain, sem þó var dágóður spaugari, hafi logað sem lítið kerti hjá stórri sól Óskars og hafi nappað frá honum ýmsum perlum. Hvað sem því lið- ur kemur þó flestum saman um að Óskar Wilde hafi verið einhver mesti viðræðusnillingur sem uppi hefur verið, og gamansemin var hans sterkasta hlið, ekki þessi dofna gamansemi sem reynir að pressa úr uppþornuðu heilabúi gamlan brandara til að vekja á sér athygli, heldur leiftrandi fyndni gáfumannsins, sem hefur yndi af því að koma öðrum í gott skap. Hann var svo skemmtilegur að al- gengt var að svarnir óvinir hans bráðnuðu á svipstundu og féllu í stafi af aðdáun. Þó örlög hans sjálfs yrðu dapurleg voru áhrif hans þau að heimurinn varð annar eftir hans dag, öðrum fremur kenndi hann mönnum að líta ekki of hátíðlega á sjálfa sig og opnaði leið að því spaugilega í fari okkar, svo enn í dag, tæpum sextíu árum eftir fráfall hans, má rekja flesta fyndni beint eða óbeint til snilli- gáfu Óskars Wilde. Spegillinn telur sér mikinn heið- ur að því að birta hér lítið sýnis- horn af spakmælum hans og hnyttiyrðum. ★ Óskar gerði sér jafnan leik að því að tala gálauslega um alvar- lega hluti, en af hátíðleika og al- vöru um smámuni: „Ekkert er eins vel látið og óhófið. Hafi ég mun- aðinn stendur mér á sama um nauðsynjarnar". „Ég var að lesa próförk af einu kvæða minna í all- an morgun og strikaði út eina kommu. Undir kvöld setti ég hana aftur". „Þegar ég fylli út manntals- skýrsluna skrifa ég: aldur: nítján ár, staða: snillingur, örkuml: gáf- ur.“ Hann leit þreytulega út og var spurður um orsökina: „Nei, ekki veikur, en útslitinn. Ég tíndi nefni- lega rós í skóginum í gær, en hún veiktist og ég varð að vaka yfir henni í alla nótt". „Ég er hrifinn af tónverkum Wagners. Hávaðinn er svo yfir- þyrmandi að hægt er að tala við- stöðulaust meðan þau eru leikin án þess því sé veitt athygli". „Tónlistarunnendur eru allra manna ósanngjarnastir. Þeir heimta að menn séu mállausir þegar menn vildu helzt vera heyrn- arlausir." Um frægan skopleikara: „Það er fallega gert af honum að segja eftir hverjum hann er að herma, það kemur í veg fyrir getgátur". „Rithöfundar valda mér aldrei vonbrigðum — aðeins verk þeirra. Að öðru leyti eru þeir skemmtileg- ustu menn". „Sú stjórn sem listamanninum hentar bezt er engin stjórn". „Fullkomnun mannsins felst ekki í því sem hann á, heldur því sem hann er.“ „Aðeins ein stétt hugsar meira um peninga en auðmennirnir, en það eru fátæklingarnir." „Menn eiga ekki að vera reiðu- búnir til að sýna að þeir geti lifað eins og illa aldar skepnur. Þeir eiga annaðhvort að stela eða segja sig til sveitar". „Framfarir heimsins stafa mest- an part af óhlýðni og uppreisnum". „Vinnan er bölvun ofdrykkju- mannsins". „Ég vel mér vini eftir góðu út- liti þeirra, kunningja vegna mann- kosta þeirra, en óvini vegna hæfi- leika þeirra. Menn vanda aldrei um of val óvina sinna". „Árangur misheppnaðra þjóðfé- lagsumbóta er aðdáunarverður". „Ég geri aldrei á morgun það sem ég get gert hinn daginn". „Aðeins með því að greiða ekki reikninga sína geta menn vænzt þess að lifa í minningu verzlunar- stéttarinnar". „Allar stéttir prédika dyggðir sem eru þeim ónauðsynlegar. Hin- ir ríku hampa mikilvægi sparsem- innar, hinir aðgerðarlausu verða mælskir þegar þeir tala um göfgi vinnunnar". „Ungir menn reyna að vera trú- ir konum sínum en geta það ekki, gamlir menn reyna að vera ótrúir en geta það ekki heldur". „Það er ekki ellin sem gamal- mennið grætur, heldur æskan". Um biblíuna: „Þegar mér verður hugsað um allar hörmungarnar sem hún hefur valdið, hrýs mér hugurvið að skrifa aðra eins bók“. „Menn eiga aldrei að taka af- stöðu. Að taka afstöðu er upphaf einlægni og alvara fylgir fast á eft- ir, og þá verða menn leiðinlegir". „Rökfestan er síðasta skjói hinna hugmyndasnauðu".

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.