Spegillinn - 01.06.1968, Blaðsíða 29

Spegillinn - 01.06.1968, Blaðsíða 29
SPEGILLINN 25 Hvernig kvæntur karlinn lét kannski fæsta varðar; eitt er víst að Unnur hét einkadóttir Marðar. Upp að Velli alin var, af því herma sögur, sú var rauða Sighvatar sonardóttir fögur. Sighvatar hlaut sonur kær sæmd hjá mönnum öllum, Völlur þótti þrifabær þar á Rangárvöllum. Kvenna beztur kostur var kölluð þar um hauður sonardóttir Sighvatar sem var löngu dauður. Faðir hennar frægðir bar fram í háa elli; Marðardóttir mærin var; Mörður bjó á Velli. Völl á Rangárvöllum þar virðulegur byggði, öll hans mikla elli var einstakt fyrirbrigði. Söguþráðinn muni menn: Mörður hniginn elli lögvitur og auðsæll enn átti bú á Velli. Fróður hann og fésæll var fram að sjálfum dauða enda sonur Sighvatar, Sighvatar hins rauða. Hvorki sæmd né sínum auð seggurinn vildi týna, aldurhniginn engum bauð Unni dóttur sína. Mönnum virtist Mörður kall merkisbóndi góður, auðugur og afgamall, einnig lagafróður. Unnur fagran blóma bar borin Merði snjöllum syni rauða Sighvatar suðrá Rangárvöllum. Sat hún þar á sínum stað svona rétt af vana ógift þvi að ekki bað ennþá neinn um hana. Undrast myndi auðsæld þá ættfaðirinn dauði mætti uppá silfrið sjá Sighvatur hinn rauði. Mörg á Velli metorð bar Mörður varinn grandi, silfurhærður sinnti þar sínu lagastandi. Væna dóttur virðist þar vakta fram í elli Mörður sonur Sighvatar sem að býr á Velli. Ríkidæmi mektarmanns metur öldin snjalla, dáist og að dóttur hans, djásni Rangárvalla. Undrast gervöll þjóðin þar þessa miklu elli sonar rauða Sighvatar sem að býr á Velli. Blöskrar elli og auður mér, ofan hellist snærinn, sagna fellur hjólið hér. Hét að Velli bærinn. Steinsveinn.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.