Spegillinn - 01.12.1971, Side 3

Spegillinn - 01.12.1971, Side 3
LeiÓart Jœja, þá hefur Einar okkar Agústsson aldeilis verið athafnasamur. Afhent kommum öryggismál þjóðar- arinnar segir Moggi. Ekkert minna. Svona getur hún hefnt sín sekúndan mikla, er aðeins örsjaldan stígur niður í líf okkar jarðneskra manna, á þeim, sem ekki er hlutverki sínu vaxinn og kann ekki að nota hana. Þarna stóð Kína-Mangi sig vel eins og fyrri daginn. Svei mér þá ef við hérna á Speglinum förum ekki að gera Kína-Manga að okkar leiðarljósi. Svo heimtar Moggi auðvitað, að Einar segi af sér og skrifi undir lausnarbeiðni. Honum getur þá orðið álíka innanbrjósts og Spíonza var, þegar samkundustjórarnir fœrðu hon um bannfœringarskjalið árið 1656, en þá sagði hann: Menn neyða mig nú til þess, er ég lét undir höfuð leggj- ast til að vera ekki valdur að opinberu hneyksli“. Hvað haldiði að Óli Jó segði, ef Einar fœri að brydda á ein- hverju slíku. Þá héldi Oli, að Jón Skaftason hefði náð tökum á Einari, eða þá Björn ríki á Löngumýri. Skyldi Björn ríki hafa skrifað undir stjórnarsáttmálann ? Varla hefur Jón Skaftason skrifað undir hann, nema þá kannski með fyrirvara. Já Ijótt er ástandið í örygg- ismálunum. Hvað skyldi Bali segja við öllu þessu. Týndi ráðherrann Hannibal. Ætli hann hafi bara ekki eftir orð frœgs manns, sem sagði: ,,Það sem þú gjörir, það gjör þú skjótt“, og forði sér heim í Selárdal. Er það furða, þótt við hérna vesœlir Ugluspeglar séum hálfhvumsa yfir ástandinu. Enda varð okkur svo um, þegar skipti um samstarfsmenn okkar í Stjórnarráð- inu, að við erum varla orðnir rólfœrir ennþá. Það œtti þó að standa til bóta, þegar myrkrið fer að skýla okkur í ferðum okkar eftir línunni. Ekki norður, heldur að austan. SpegillinTi SAMVIZKA ÞJÓÐARINIMAR Spegillinn kemur út 10 sinnum á árinu 1971. Áskriftargjaldið, 420 krónur, greiðist í febrúar. I lausa- sölu kostar blaðið 60 krónur með söluskatti. RITSTJÓRi: Jón Hjartarson. Sími 20865 kl. 17-19, þriðjudaga og fimmtudaga. AÐALTEIKNARI: Ragnar Lár. Sími 83065. pósthólf 594, Filmusett og prentað í Lithoprenti. 5 Forstjóri öryggisþjónustunnar 7 Sorgaróður borgfirzka bruggarans 8 Strengbrúðuballettinn 10 Doktorsritgerðarafréttarinn 11 Dagur í lífi heiðursmanns 16 Leikfang mánaðarins 18 Allt fyrir neytendur 20 Um hunda 21 Sjónvarp Spegilsins 24 Dýrlegt upphaf íslenzkrar rafvæðingar 26 Úr gömlum Spegli 27 Óráð Antóníós — Úr skjalaskáp Kortérs læknis 28 Ljóð — Síðbúin handritarolla, Nýju flokkarnir 29 Skýrsla yfir konur sæddar 30 Yfirlýsingar

x

Spegillinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.