Stúdentablaðið - 19.10.1929, Qupperneq 3
2. árg.
Jteykjiivík 19. október
(i. blad
Umræðuefni 1930?
Stúdentamótsnefnd hefir fengið í hendur
greinir þær, sem hjer fara á eftir. Hefir hún
farið fram á, að þær kæmu fyrir augu ís-
lenskra stúdenta og birtast þær hjermeð:
Stúdentahreyfing Norðurlanda.
Þegar jeg las grein H. Stolpes1) í síðasta
blaði Minervu, varð jeg snortinn af angur-
blíðum tilfinningum. Jeg mintist hinnar ágætu
máltíðar, sem Minerva veitti ritstjórum stúd-
entablaðanna, og allra þeirra skemtana,
sem við nutum á stúdentamótinu í Stock-
hólmi, sameinaðir af heilagri liugsjón norrænu
hreyfíngarinnar. Við nutum ekki einir þess-
ara skemtana. Allir, sem á mótinu voru,
voru samliuga, og mótið sjálft var loforð um
samvinnu trygt við gleði og bikara.
Dásamleg hátíð! Oskift ánægja, jafnvel
ljómandi sönnun fyrir lífsgleði stúdenta!
Hrifning vor mun ekki hafa verið minni,
en þeirra stúdenta, sem eitt sinn gáfu loforð
og fyrirheit um sameining Norðurlanda. Sjald-
an mun gleði sameiningarinnar hafa verið
meiri, en þessa vordaga í Stockhólmi.
Síðar kom sú ergjandi hugsun ósjálfrátt
fram í liuga manns, hvar alvaran hefði nú
eiginlega verið, og svarið mun ekki auðfund-
ið. Til hvers höfðum við hitst og við hvaða
árangri bjuggumst við? Pölvi þeirrar um-
hugsunar dróst yfir andlit vor. Við höfðum
ekkert annað veganesti með oss heim, en
tninninguna um fjelagahátíðir og hátíðafjelaga.
Það ljet jeg mjer nægja. Við öðru hafði jeg
ekki búist og ekki krafist annars.
1) Greinin er um stúdentalif i Stockhólmi.
En hvað sögðu menn? Gamli „punch-skand-
inavisminn“ er undir lok liðinn. Lifi nútíma-
hreyfingin, sem byggist á raunhæfri starf-
semi og nákvæmri íhugun!“ Ekkert er mjer
meira á móti skapi, en þessi glamuryrði,
sem æska nútímans huggar sig og samtíðina
við. Við erum svo heilbrigð, gagnrínin og
föst við efnið! Ilverniglýsti þetta sjer á mót-
inu, sem þó hefði getað verið ágætasta tæki-
færi til að sanna andlegan þroska og sálar-
ástand mentaðrar æsku nútímans? Var hald-
in nokkur ræða þar, sem forn-skandinavism-
inn fjekk ekki hnútur, þessar ófrjóu hugmynd-
ir, sem voru orðin tóm, en nú áttu menn að
kynnast annari kynslóð, — magnaðri kynslóð.
Bárum við nokkuð frá borði annað en orð?
Jú, að vísu nutum við annars, sem var áður
óþekt.—Kvenna! Við hlutum kjass þeirra.
Það var hið nýja, sem fyrri kynslóðin, rom-
antisk og raunhyggin, hafði gleymt, en sem
við hinir heilbrigðu, gagnrínu og rökföstu
arftakar þeirra, höfðurn þó fundið.
Jeg trúi ekki á aðra norræna stúdenta-
lirevfingu en þá eina, sem á rót sína að rekja
til áhuga fyrir sameiginlegu námi. Ef við
höldum að hin raunverulega norræna sam-
vinna á sviði laga, visinda og annara menn-
ingarlinda, sé árangur at' hagkvæmum liug-
sjónum (í mótsetningu við draumsýnir forn-
skandinavismans), þá leiðum við í ljós skort
okkar á því, sem ætti að vera aðalsmerki
okkar: gagnrýni og heilbrigðum skilningi á
sögu og skapgerð þjóðanna. Norræna hreyf-
ing nútímans er árangurinn af þróun sam-
eiginlegra áhugamála, sem sagan hlaut að