Stúdentablaðið - 19.10.1929, Blaðsíða 6
60
STÚDENTABLAÐ
1929
Leikhús Islands.
Það er synd að segja., að mönnum hafi
orðið tíðrætt um hið væntanlega þjóðleikhús.
Það er afsakanlegt að vísu, en hvergi nærri
rjettlátt, síst nú, þegar heyrst hefir, að útboðs-
lýsingar veiði brátt sendar byggingameistur-
um, og verði þær samdar eftir þeirri teikn-
ingu, sem mönnum er kunn orðin, og samin
er af húsameistara ríkisins. Húsameistarinn
er að flestra dómi sá maður, sem síst mun
fallinn tii að framkvæma mikil verk í bygg-
ingalist, sökum alþektrar þröngsýni og klunna-
legs frágangs á þeim byggingum, sem hann
hefir sagt fyrir um. Teikningin af þjóðleik-
húsinu er lika í alla staði hin ljelegasta og
hættulegasta framtíð íslenskrar byggingalist-
ar, einkum þar sem látið var í veðri vaka
að hjer væri um að ræða brautryðjandi verk
í þjóðlegri byggingalist.
Það er grátlegt, að fremstu menn íslenskr-
ar menningar skyldu geta látið sjer detta í
hug að sitja þegjandi hjá og horfa á slíkt
skrípi af húsalagi, án þess að andmæla.
Miklu fremur virðist svo, sem sumir hverjir
hafi látið ginnast til að fara fögrum orðum
um teikninguna og slá hinn makalausa arkí-
tekt til riddara og verndara hinnar ungu
íslensku byggingalistar.
Það mun ekki ofmælt, að fáir menn munu
með minna afkasti hafa gert meiri axarsköft
en húsameistari ríkisins. Það væri að öðru
jöfnu ekki athugavert, ef teikning hans af
leikhúsi Islands væri boðleg þjóðinni og væn-
leg til að laða hugi manna að bygging og
rekstri ieikhúss rneðal vor. En þess er síst
vænlegt af hinum klunnalega kumbalda, sem
teikning húsameistarans sýnir. Eg hirði ekki
að dæma teikninguna til neinnar hlítar, því
að hún stendur jafnlangt að baki nútíma húsa-
list og íslenzku torfbæirnir Péturskirkjunni
í Róm. Hitt er og meiri þörf íliugunar og
alvarlegra, að svo virðist, sem brátt verði
gerð gangskör að því að byggja leikhúsið
eftir teikningunni á þeim stað, sem því var
löngu valinn þrátt fyrir ítrekuð mótmæli al-
mennings — á rimanum austan við Lands-
bókasafnið.
Landsbókasafnið er tiguleg bygging og
stendur að flestu framar þeirri húsalist, sem
tíðkast hjer. Að skella leikhúsinu við hliðina
á því — með því húsalagi, sem því hefir verið
ákveðið — væri meiri arkítektoniskur horror
en nokkurn tíma áður hefir þekst á Islandi,
og erum við þó ýmsu vanir, sem horft höf
um á skipulag Giímsstaðaholts, nýju bygg-
ingarnar við Austurvöll — að ógleymdum
öllum hinum snildarverkum húsameistara
ríkisins.
Um stað þann, sem húsinu hefir verið val-
inn, hefir verið ritað og rætt svo, að ekki
virðist þörf að minna hina ágætu menn, sem
stjórn leikhússjóðsins skipa, á að til eru aðr-
ir betri staðir og hentugri leikhúsi, auk þess
sem valið á þessum stað skarar fram úr,
hvað fyrirhyggjuskort og smekkleysi snertir,
Þegar rætt er um þjóðleikhús, verður auð-
vitað fyrir manni sú spurning, hverjir eigi
að taka að sér hinn listræna rekstur þess.
Eins og allir vita eru íslenskir leikendur ekki
til, að undanteknum tveim, sem lokið hafa
prófi í Danmörku. Það er því ærið glanna-
legt af þjóðinni að ætla sér þá dul, að hægt
sje að halda bjer uppi leikliúsi, án þess að
hafa aðra mentaða leikendur en eina tvo.
Eða er það ætlan þeirra, sem fyrir þessu
máli ráða, að bera hið sama ljettmeti á borð
fyrir gesti í Leikhúsi Islands og flutt hefir
verið hjer í Iðnó síðustu árin? Hvar eru leik-
endurnir, leiðbeinendurnir og hljóðfæraleik-
ararnir?
Það er hætt við, að þeim, sem fyrirtækinu
ráða, verði fátt um svör. Hjer er aðeins einn
maður, sem sýnt læfir að hann getur sagt
til um leik. Einn maður, sem kann að leika
á fiðlu og enginn, auk hins eina manns með
prófi, sem kann að leika.
Jeg get að lokum ekki stilt mig um, að