Stúdentablaðið - 19.10.1929, Qupperneq 17
1929
STÚDENTABLAÐ
71
hver stúdent hefði þetta hugfast myndi öðru-
vísi um að litast hjá þeim, en nú er.
Hið eina, sem gefur til kynna, að stúdent-
ar sjeu einn og sami flokkur, eru dansleikir
þeir, sem haldnir eru á ári hverju. Þangað
er fjölment og þar ríkir samúð og gleði,
en slíkt á sjer aðeins stað á þremur kveld-
um vetrar. Menn kunna nú að segja að á
stúdentafundunum hittumst við, en þar ríkir
ekki sá andi sem skyldi.*) Fyrst og fremst
liggur fjelag háskólastúdenta í dvala allan
veturinn, en rumskar vanalega einu sinni til
að kjósa stjórn, sem liefst svo ekkert að þar
til næsta stjórnarkosning fer fram, og í öðru
lagi gera menn vart annað á þessum fundi,
en að fjandskapast og liafa ill læti í frammi.
Einkanlega þótti á þessu bera síðastliðinn
vetur, Aldrei hefir verið jafn flanað að kosn-
ingum innan þess fjelags og þá, enda varð
árangurinn af því sá, að samþyktir fundar-
ins voru að vettugi virtar, og horfið frá
þeim góða og gamla sið að halda það „rússa-
gildiu, sem vanalega hefir haldið verið. Það
er höfuðsynd. Allsstaðar á Norðurlöndum er
það siður að halda slík gildi fyrir „rússanau,
láta þá móttaka akademiskan anda og blása
þeim stúdentagleði í brjóst. Þessi siður var
og upptekinn hjer og þótti góður, enda munu
margar skemtilegar endurminningar við hann
tengdar, en í fyrra er vikið út af þessu og
þar með brotin ein af þeim erfðavenjum,
sem við höfðum við tekið. Hvað verður gert
í ár'? Er það meiningin, að þessi ágæti siður
eigi að leggjast niður? Því liljótum við allir
að mótmæla. Ef þetta gildi verður ekki tek-
ið upp í sinni fornu mynd, verðum við að
hæfa það nútimanum og endurreisa það með
öðru sniði, enda er ekkert, sem mælir á móti
því. Til dæmis að taka gætum við haldið
dansleik í byrjun hvers skólaárs, til þess að
fagna þar „rússunum11 og heilsa kunningjun-
um, sem nýkomnir eru utan af landi. Það
myndi setja sinn svip á upphaf ársins og
*) Hjer er aðeins rœtt um stúdentalif innan Há-
skólans.
vega fyllilega upp á móti háskólasetningunni
með öllum hennar hátíðleik. Ennfremur
myndi það strax auka viðkynningu okkar
og væri því vel farið, því að stúdentar
þekkjast vissulega ekki of vel og rækja ekki
um of skyldur sínar hverjir við aðra.
K. G.
Upplýsingaskrifstofan
hefir nú verið flutt úr Háskólanum, þar
sem hún hefir haft bækistöð sína nú í sum-
ar, i Kirkjutorg 4. Þar fá stúdentar og fæði
selt og húsnæði til fundarhalda. Hefir þannig
verið bætt úr þeim húsnæðisvandræðum, sem
stúdentar hafa alment óttast. Skrifstofa Stúd-
Stúdentar!
Gætið skyldu yðar gagnvart
foreldrum yðar, styrktarmönnum
og yður sjálfum og kaupið yður
nemendatryggingu
í
Andvöku.