Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 19.10.1929, Síða 7

Stúdentablaðið - 19.10.1929, Síða 7
1929 STÚDENTABLAÐ 61 Lárus Sigurbjörnsson: S T I G I N N Einn þáttur. LEIKENDUR: Piltur og stúlka. LEIKSVIÐ: Kvistherbergi. Súð vinstra megin og gluggi. Skrifborð við gluggann. Rúm við bakvegg, höfðalagið undir súðinni. Dyrnar við fótagafl rúmsins. Ofn i hinu horni herbergisins, og bókaskápur upp við hliðarvegg til hægri. Myndirnar á veggjunum eru flestar ódýrar, prentaðar litmyndir, í hornið á sumum mynda- römmunum er stungið litlum Ijósmyndum, fyr- ir ofan rúmið eru fáeinar andlitsmyndir festar á þilið með teiknibólum. Á veggfóðrinu sjást ferhyrndar skellur, þar sem myndir hafa hang- ið í tið fyrri leigjanda. Óreiða á öllum hlutum. Stóll á miðju gólfi, jakki og vesti hanga á stólbakinu, buxunum hefur verið fleygt á rúmið. Gluggatjaldið bœrist vegna þess að glugg- inn er opinn. Það er vetrarkveld og tunglskin úti. Sviðið er autt um hrið. AGNAR og FJÓLA koma inn. FJÓLA á undan. Hún snýr sjer við þegar er hún kem- ur inn úr dyrunum. Þau eru bœði lítið eitt móð eftir gönguna, eru bœði i yfirhöfnunum. Dragsúgur frá dyrunum sveigir gluggatjaldið út í gluggann. hafa yfir erindi eftir einn hinna fáu manna islenskra, sem ort gat með háði og húmor: Mjer hefir verið sagt i svip, að sig hún taki að ygla, og ætli sér að eignast skip, þó enginn kunni að sigla. Bjarni Guðmundsson. AGNAR (lokar dyrunum): Já, hjerna bý jeg nú. En þú verður að fyrirgefa, herbergið---- FJÓLA (svipast um): Herbergið? (Sjer að glugginn er opinn.) Glugginn er opinn. AGNAR: Já, nú skal jeg-------(œtlaraðganga að glugganum, en rekst á stólinn) — hana nú — — (ýtir stólnum frá) — maður er al- veg steinblindur í þessu myrkri. (Lokarglugg- anum.) Jeg ætla að kveikja. FJÓLA: Það er alveg nógu bjart. Tungskin- ið------ AGNAR (leitar á borðinu): Jeg finn ekki eld- spíturnar. Þær áttu þó að vera hjerna á borð- inu. FJÓLA: Nei, vertu ekki að hafa fyrir því, jeg stend ekkert við. AGNAR: Jú, jeg kveiki. Það verður betra. Við sjáum ekki einu sinni hvort framan i ann- að. En jeg skil ekki------(finnur eldspiturn- ar, tekur hjálminn og glasið af lampanum). Maður verður að kveikja. (Kveikir á eldspitu, en það sloknar á henni um leið og hann ber logann að kveiknum.) FJÓLA: Nei, þú getur þetta ekki. Láttu mig -----(gengur að borðinu). Fáðu mjer eld- spíturnar. AGNAR: Það er hægastur vandinn að kveikja. (Kveikir á annari eldspítu, en Fjóla tekur hana af honum og kveikir sjálf á lampanum.) FJÓLA: Glasið svo. (Tekur við glasinu, setur það á, snýr því nokkra hringi, svo það hltni jafnar.) AGNAR. (Þegar Ijósið breiðist út frá lampan- anum, hörfar hann eitt eða tvö skref aftur á bak. Hann heldur enn á glerhjálminum.) FJÓLA: Og komdu nú með kúppulinn. AGNAR: (gengur fljótt til hennar, um leið og hann rjettir): En hvað þjer ferst þetta mynd- arlega úr hendi. FJÓLA (svolitið hreykin): Finst þjer það? (Snýr sjer að honum.) Heima eru bara olíulampar.

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.