Stúdentablaðið - 19.10.1929, Síða 10
64
STÚDENTABLAÐ
1929
að því, hvort brotin væru nú rjett í buxunum
mínum. — En þú ferð að hlæja. — Þú varst
svo fín og svo — svo — ljett, já, ljett. Jeg
þorði varla að bjóða þjer upp. Jeg hjelt að þú
myndir svífa burt úr höndunum á mjer. Og
svo — þegar jeg var búinn að bjóða þjer upp
og við fórum að dansa, þá varstu eins og
hinar, og þó — þú dansaðir, þú hreifðir
þig, þú hafðir hendur og fætur — — — þú
sveifst ekki burt — —
FJÓLA (brosir).
AGNAR: Jeg vissi, að þú myndir fara að
hlæja.
FJÓLA: Jeg var ekki að hlæja að jijer. Jeg
var að hlæja að okkur báðum —
AGNAR: Þú segir þetta eitthvað svo undar-
lega. Það er stundum eins og maður hafi
heyrt eitthvað áður. (Snýr sjer að ofninum.)
En sjáum til — það er orðið funheitt i her-
berginu.
FJÓLA (eins og hún verði þá fyrst vör við
hitann): Já, það er orðið heitt!
AGNAR: Fáðu þjer nú sæti og svo skulum
við tala saman. (Sest á rúmið.)
FJÓLA (sest á stólinn).
Stutt þögn.
AGNAR: Það er lika satt. Jeg á hjerna sigar-
ettur. — Viltu reykja?
FJÓLA (þiggur sigarettu): Takk. (Hún reykir
þó ekki nema lítið af henni.)
AGNAR: Jeg veit, að það var djarft af mjer,
að biðja þig að koma með mjer hingað upp
á herbergið mitt. En jeg gat ekki talað við
þig á ballinu, svo jeg mátti til — og svo er
aldrei neinn friður, þó maður hittist á göt-
unni. Við höfum reyndar ekki þekst lengi,
bara í vetur, en hvernig sern það er, þá finst
mjer, að við höfum aldrei fengið að tala sam-
an — (hlœr) já, þú hefur nú samt svifið burt
úr höndunum á mjer.
FJÓLA: Nei, nú ertu að verða skáldlegur.
AGNAR: Nei, ekki vitund. Og í kveld, þegar
við komum út í myrkrið og kuldann, gat jeg
ekki farið einsamall heim — — hingað, inn
í þetta herhergi. Heim? (Brosir, segir síðan i
góðlátlegu skopi.) Líttu á, þarna yfir dyrunum:
»Drottinn blessi heimilið.« Það stendur þarna
— alveg eins og yfir dyrunum heima. — Jeg
hefi aldrei fengið sjálfan mig til þess að taka
skiltið ofan.
FJÓLA: Það hefði heldur ekki verið fallegt af
þjer.
AGNAR (horfir í gaupnir sjer): Það getur
verið. En það er ekki gott að vera einmanna
í stórum bæ — og þetta er stór bær fyrir
mig, sem kem ofan úr sveit. En þetta þekkir
þú víst líka, þó þú sjert búin að vera lengur
í bænum en jeg og eigir fleiri kunningja.
FJÓLA (drœmt): Jeg veit ekki — - Mjer
finst ansi skemtilegt hjerna í bænum. Maður
er fljótur að kynnast.
AGNAR: Þú þekkir víst fjöldan allan af pilt-
uin hjerna í bænum.
FJÓLA: (eins og áður): Maður getur nú ekki
við þvi gert — —
AGNAR (lítur snögglega upp): Eins og mig?
— — Og farið með þeim heim — —
FJÓLA (stendur upp): Nei, veistu nú hvað —
AGNAR: Nei, fyrirgefðu, þú mátt ekki reiðast
við mig.
FJÓLA: Nú verð jeg að fara, Agnar, það er
orðið svo framorðið.
AGNAR: Við vorum einmitt að byrja að tala
saman. Þú mátt ekki fara alveg strax. Það er
líka orðið svo notalegt hjerna. Manni syfjar
nærri því. Einhver blessuð værð kemur yfir
mann. (Teygir úr sjer, geispar, en tekur sig
þegar á þvi.)
FJÓLA (horfir forviða á hann, snýr sjer sið-
an frá honum): Nei, nú fer jeg. Þú ert orð-
inn syfjaður. Farðu bara að sofa. (Gengur að
dyrunum.)
Stutt þögn.
FJÓLA (með hendina á húninum): Þú ætlar
þó að fylgja mjer ofan?
AGNAR: Niður stigann? (Brosir. Ertnislega.)
Það brakar svo óttalega í honum.
FJÓLA (sleppir hendinni af húninum): Það er
viðbjóðslegt af þjer, að narra mig hingað upp
og vilja svo ekki fylgja mjer niður.