Stúdentablaðið - 19.10.1929, Side 11
2929
STÚDENTABLAÐ
65
AGNAR (stendur upp): Jeg ætlaði ekki að
láta þig fara eina. Mjer datt bara í hug það
sem þú sagðir áðan.
FJÓLA: Hvað var það svo sem?
AGNAR: Það brakaði svo óttalega í stiganum.
FJÓLA: Já, er það ekki hræðilegt!
AGNAR (gengur alt i einu alveg að henni):
En hvað segirðu þá um mig, sem verð að
fara upp þennan bölvaðan stiga á hverju kveldi
í þreifandi myrkri?
FJÓLA (gripur í handlegginu á honum).
AGNAR: Og það brakar svo óguðlega í hon-
um, að það er eins og heil hersing af vitis-
árun trítli á hæla mjer, á undan mjer og sam-
síða mjer hingað upp.
FJÓLA: Þú gerir mig myrkfælna, Agnar.
AGNAR: Já, en jeg er myrkfælinn, og er bú-
inn að vera skít-logandi myrkfælinn í þessum
rimahjalli í allan vetur.
FJÓLA: En því flyturðu þá ekki?
AGNAR: Jeg get það ekki. Húseigandinn, já,
karlinn niðri, er fjárhaldsmaður minn og hann
hefur þvertekið fyrir að jeg flytti. Hann sagði,
að sjer fyndist eitthvað viðkunnanlegra, að
vita af mjer hjerna á Ioftinu.
FJÓLA (lágt): En því sagðirðu mjer þetta ekki
fyr, Agnar?
AGNAR: Jeg hjelt, að það skifti minstu máli,
hver væri fjárhaldsmaður minn.
FJÓLA: Jeg átti ekki við það. Því sagðirðu
mjer ekki frá því, að það væri draugagangur
í húsinu?
AGNAR: Draugagangur?
FJÓLA (vindur sjer frá honum og sest á
rúmið): Já, hvað heldurðu að það sje annað
— — nú kemst jeg ekki heim.
AGNAR (gengur að rúminu og sest hjá henni):
En þú mátt ekki verða hrædd. Jeg er hjá
þjer.
FJÓLA: Hver sagði, að jeg væri hrædd ?
AGNAR: Þetta er ekkert. Það brakar bara i
gömlum og fúnum röftum. Auðvitað er ekkí
gaman að hlusta á það, eins og jeg hefi gert
kveld eftir kveld — og enginn í öllu húsinu.
En það eru ekki draugar — —. Draugar eru
ekki til nema í imyndun okkar.
FJÓLA: En þú sagðir það þó sjálfur áðan.
AGNAR: Nei, þú hefur misskilið mig. Maður
getur verið myrkfælinn við annað en drauga.
Maður getur verið myrkfælinn við einveruna
og sjálfan sig. Og ef maður er einn og það
er dimmt og ekkert hljóð heyrist, þá fer mað-
ur að hlusta eftir andardrætti sjálfs sín, og
hvert hljóð, sem berst að utan, fær hjartað í
manni til að kiprast saman. Það er þetta, sem
jeg á við.
FJÓLA: Nei, nei, hættu — uss — —
AGNAR: Ha?
FJÓLA: Já, við skulum hlusta, hvort nokkur
komi upp stigann.
AGNAR: Nei, vertu nú ekki með þessa vit-
Ieysu. (Hœkkar róminn.) Það er enginn í öllu
húsinu nema við tvö — og svo húseigandinn
niðri, — en hann sefur eins og steinn.
Drykklöng þögn.
AGNAR (hreifir sig óþolinmóðlega. Þauhlusta
bœði).
FJÓLA (upp úr eins manns hljóði): Hver bjó
í þessu herbergi, áður en þú fluttir í það?
AGNAR: Jeg veit það ekki.
FJÓLA (hœgt og lágt): Sko — þarna eru skell-
ur á veggnum, þar sem myndir hengu, þegar
hann var hjerna.
AGNAR: Já, þau eru nú svona, þessi kaup-
staðahús. (Segir fram.) Enginn þekkir þá, sem
fara — og enginn hendir tölu á þeim, sem
koma.
FJÓLA: Ef til vill voru það myndir af fólki,
sem honum þótti vænt um. Ef til vill hefur
hann líka setið hjerna á rúminu — —
Þögn.
AGNAR (œtlar að fara að segja eitthvað):
Heyrðu, það er — — —
(Þá heyrist greinilega braka í stiganum
eins og gengið sje um hann og einhver komi
upp á loftið.)
AGNAR og FJÓLA (hrökkva bceði við).
(Dyrnar rjúka upp á gátt. Glugginn hefur
hrokkið upp og marrar á hjörunum. Dragsúg
leggur í gegnum herbergið.)