Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 19.10.1929, Side 4

Stúdentablaðið - 19.10.1929, Side 4
58 STÚDENTABLAÐ 1929 raynda. Án þessara sameiginlegu áhugamála rayndi nútímahreyfingin hafa átt sömu örlög yfir höfði sjer eins og skandinavisminn forð- um. En hitt er víst að aldrei verður persónu- legur kunningsskapur meðal norrænna menta- manna rnetinn til fulls. Möguleiki þess að við getum áorkað einhverju verulegu í þágu norrænu hreyfingarinnar getur ekki verið mikill, en við bætum jarðveginn fyrir þessa hugsjón, er við yfirvinnum hvað okkur snert- ir þá mótstöðu, sem lýsir sér í þjóðernismetn- aði og gagnkvæmri tortryggni. Skilningurinn á norrænu hreyfingunni eykst að sama skapi og við lærum að skilja hvern annan betur. Við skulum ekki setja markið hærra, þetta er nóg. Við vonum, þótt við byggjum engar skýjahallir, að sá ljómi, sem stafar frá norrænum samhug fölni ekki eins fljótt eftir Reykjavikur mótið og mótið í Stockhólmi forðum. Arnold Sölvén. Til stúdenta fslands. íslensku stúdentar! Þið hafið boðið okkur> stúdentum Norðurlanda, að gista land yðar komandi sumar, þegar Alþingi, elsta þing ver- aidar, heldur þúsund ára hátíð sína. Við kom- um og við komum með ánægju og eftirvænt- ingu eftir að sjá það land, sem á svo margt sameiginlegt í sögu og háttum að bræðra- lagshugmyndin er lifandi og sterk og sú til- finning að við sjeum ein og sama þjóð lætur á sér bæra. Við komum með ánægju sökum þess, að við vitum, að þar sem stúdentar mætast er altaf líf og fjör; þannig var það í Stockhólmi í fyrra, einnar viku gaman, en ekkert annað. Ekkert annað? Var það ekki nægilegt? Vorum við ekki ánægðir með Stockhólms- mótið? Jú við vorurn allir ánægðir þá daga, sem það varaði, er alvaran druknaði í glaum og gleði og hávær húrraóp yfirgnæfðu alt annað. Þá vorum við ánægðir og margir voru það áfram, en þó fundust þeir, sem fóru að hugsa um, eftir að hafa sofið úr sjer hátíðar- vímuna, hvað það væri nú eiginlega, sem þeir mintust, annað en skemtilegrar hátíðar. Raunar hafa glaðir dagar, í góðra vina hóp, einnig gildi sitt. En ætli Stockhólmsmótið hafi verið nokkuð annað? Var það annað en skemtileg hátíð glaðra og reifra fjelaga, kvenna, víns og söngva? öðru hafði ekki verið lofað og annað höfðu menn ekki viljað. Með mikilli umhyggju höfðu menn forðast hina svokölluðu „politikk11. Þrátt fyrir end- urteknar áskoranir höfðu menn neitað að taka sem umræðuefni „Skandinavismann nú á dögum, mark hans og framkvæmd“. Meðal annara hafði Herman Stolpe, ritstjóri „Gaude- amusu, blaðs Stockhólmsstúdenta, mælt ákaft með því umræðuefni, en alt kom fyrir ekki, þar eð sú skoðun varð ofan á, að „politisk- ar“ umræður myndu frekar sundra, en sam- eina. Það kann vel að vera, að í þessu liggj hætta á sundrungu, en hversu lengi getur þessi gagnkvæmi guðmóður, hrifning, sam- eining og skjall norrænna stúdenta þrifist, ef að það felst aðeins í orðum tómum, skála- ræðum og gumi. Eigum við líka að fara frá Reykjavík með minningu um glaða daga, skálaræður fyrir „sameiningu Norðurlanda“ og með orðin „norrænu bræður“ hljómandi í eyrum, eða á Reykjavíkurmótið að hafa meira andlegt og hagkvæmt gildi, sem við byggjum veruleikann á og myndum grund- völlinn fyrir öruggri samvinnu Norðurlanda. íslensku stúdentar! Gefið oss tækifæri til að ræða um mál þetta, til þess að við get- um gengið úr skugga um hvað við höfum sameiginlegt í eðli og lunderni, orði og hugs- un, sögnum og venjum, og til þess að við get- um komist að raun um á hvaða sviðum við getum unnið saman og einbeitt að kröftum okkar. Sá áhugi, sem nú ríkir meðal norrænna stúdenta, getur ekki varað lengi, ef að hann á aðeins að lýsa sér í innibaldslausum orð- um og gumi, hann mun dofna og hverfa eins og fór með hreyfinguna á síðastliðinni öld. Við viljum ekki gefa hverjum öðrum Orla Lehmanns loforð, heldur skulum við reyna að mynda grundvöll hugsjóna og veruleika

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.