Stúdentablaðið - 19.10.1929, Blaðsíða 15
1929
STÚDENTABLAÐ
69
íslendingar
í dönskum Stúdentagarði
Á þingi 1928 var samþykt, að ríkissjóður
skyldi leggja fram tíu þúsund krónur fyrir
eitt herbergi í alþjóðastúdentagarði í París,
og var ætlast til, að greiðslunni yrði jafnað
niður á fjögur ár, þannig að tvö þúsund og
fimm hundruð krónur yrðu greiddar á ári.
Dómsmálaráðherra, sem flutti tillöguna, gerði
í mjög stuttu máli grein fyrir henni, en ann-
ars urðu engar umræður um málið. Svo er
að sjá, að það hafi vakað fyrir mönnum, að
hjer væri um alþjóðasamtök að ræða, sem
íslendingum væri skömm að taka ekki þátt
i, og að með þessu mundi það verða trygt,
að ætíð væri einn íslenskur stúdent í París,
sem fullnuma gæti orðið í frönsku.
En rneð því, að máli þessu horfir nokkuð
öðruvísi við, þykir rjett, að skýra hjer frá
málavöxtum. í París er ekki að ræða um
neinn einn „alþjóðastúdentagarð“, heldur mun
bæjarstjórn Parísar hafa gefið lóðir, fyrir ut-
an bæinn, til þess að þar yrðu reistir erlend-
ir stúdentagarðar. Nokkrar þjóðir hafa þegar
reist þar garða.
Pyrst mun hafa verið til þess ætlast, að Norð-
urlandaþjóðirnar bygðu í sameiningu, en úr
því gat eigi orðið sökum ósamkomulags þeirra
á milli, og svo sem fyr er sagt, hafa Svíar
þegar bygt. Mjög óvíst mun \era, hvort Norð-
menn byggja nokkuð, en ef það verður, þá
verður það áreiðanlega ekki í sambandi
við Dani. Pyrir nokkrum árum gaf danskur
maður fje til þess að koma þarna upp dönsk-
um stúdentagarði, og mun danska ríkið þá
hafa lagt fram töluvert fje í þessu skyni. En
l'je þetta hefur legið óhreyft í nokkur ár, án
þess að byggingin hafi komið til framkvæmda.
Er orsökin sú, að danskir stúdentar í París
hafa engan veginn verið hugmynd þessari
hlyntir. Munu þeir hafa látið svo um mælt,
að þó þeim byðist að búa í þes3um fyrirhug-
aða garði, þá mundu þeir ekki taka því,
vegna þess að þá mundu þeir standa miklu
ver að vígi við að læra franska tungu.
Ræða fyrir minni íslands.
Islendingar, þjer undra spöku,
þjer eruð bókmenta þjóð!
Þjer eigið sjálfir „Vísiu og „Vökuu
mef) viskunnar heilögu glóð.
Þjer eigið Eddurnar, aðra í molum,
og „Iðunnar“ kvenlegu hljóð.
Þjer eigið af skáldunum fleira en folum
og finnið, hvað listin er sjóðandi góð.
Þjer eigið skáld þau, sem skekið hafa
úr skýjunum tárfögur ljóð.
Þjer eigið máttinn og kjark til að kafa
í kveinstafsins hárauða blóð.
Þjer eigið „Bjarmau svo bullandi þýðan
og bragðljúfa rímnanna tróð.
Þjer eigið sjónhringinn vaxandi víðan
og vatnsþunnu „Straumannau flóð.
Þjer eigið guðsorð í gutlandi skorðum
í gintroðnum minnirga sjóð.
Þjer eigið lifandis ósköp af orðum,
sem aldrei í nokkuru handriti stóð.
Þjer eigið frægðina fjöllunum hærri
og feðranna klassiska óð.
Þjer hafið bjargað frá smán
hinum smærri,
en smælingjar launa með hnjóð.
íslendingar, þér eruð og verðið
að eilífu bókmentaþjóð! Ka.
Ákveðið mun vera, að hið íslenska her-
bergi verði haft í byggingu Dana. Þar verða
um þrjátíu herbergi, og er því auðsjeð, að
Islendingar sem þjóð, hafa engan heiður af
þessari þátttöku, heldur mun hún einungis
styðja þann misskilning, að Island sé hluti
Damneikur. Fullyrða má, að íslenskir stúd-
entar í París liti svo á þetta mál, að þeim
sje enginn greiði gerður með þessari rausn
fjárveitingavaldsins, og munu þeir hafa sömu
rök fyrir afstöðu sinni og danskir stúdentar.
B. B.