Stúdentablaðið - 19.10.1929, Blaðsíða 12
66
STÚDENTABLAÐ
1929
FJÓLA (kastar sjer i fangið á AGNARI og
grúfir sig upp að honum).
AGNAR (hefur tekið hendinni utan um hana,
en horfir um öxl til dyranna. Úr þoí enginn
kemur, hœttir hann að horfa til dyranna.
FJÓLA grúfir sig enn upp að honum. Hann
dregur hendurnar hœgt að sjer.)
FJÓLA: Hvað — hvað var það — —
AGNAR (um leið og hann leggur báðar liend-
ur á axlir hennar og horfir lengi á hana):
Ekkert — ekkert, Fjóla, við erum alein i
húsinu, og svo —---------
(Ljósið duínar á lampanum. Föl morgun-
skíma í gegnum gluggann. Þá slokna alt í
einu öll Ijós á leiksuiðinu.)
TJALDIÐ.
Stúdentamótið f Larvik
sumarið 1929.
Það var haldið 4.—14. ágúst s. 1. Gekst
félagið „Norden“ fyrir því og er þetta fimta
mótið, sem það heldur. Flestir stúdentarnir
mættust í Osló og fóru þaðan með lest til
Larvik. Er það löng leið. Jegvarð að slást í
för með dönskum stúdentum, því að jeg var
stödd í 'Kaupmannahöfn um þessar mundir.
Vjer lögðum af stað með „Dronning Maudu
á laugardagskvöld 2. ág. Þrír tugir stúdenta
og tveir íslenskir Hákon Bjarnason og jeg.
Hafði jeglengi hlakkað til þess að sigla upp
Oslófjörðinn, en það var mjer til lítillar gleði,
því að þoka og súld grúfði yfir fjöllunum og
veðrið var leiðinlegt, Vjer komum til Oslóar
kl. 2 daginn eftir. Tók Jansen þar á móti
okkur og afhenti hverjum stúdent skjal: dag-
skrána, merkisspjald viðkomanda, ásamt smá-
borða með fánalit þjóðar hans og miða til
þess að líma á farangurinn, honum var ljett
af oss þarna. Ennfremur fengum vjer skrá
yfir stúdenta þá, er tóku þátt í mótinu. Var
heldur handagangur í öskjunni og spenning-
ur út af því, hvar hver og einn átti að vera.
„Villa Fenia No. 5“ stóð á seðli mínum og
jeg veit ekki hvað marga jeg var búinn að
spyrja um, hvort þeir ættu ekki að vera í
þeirri villu, en enginn fanst, og komst jeg
loks að þeirri niðurstöðu, að jeg yrði höfð ein
í þessari dularfullu „Villu Feniu11. Það rætt-
ist þó úr því, þegar til Larvik kom, því að
þá rakst jeg bókstaflega á stúlkuna, sem átti
að vera í herbergi með mjer, og hafði hún
vist háð aðra eins leit að mjer og jeg að henni.
Er búið var að tollskoða í Osló var haldið í
Humlen. Þar var ágætur matur tilreiddur á
mörgum smáborðum. Jeg hafði kynst danskri
stúlku á skipinu, sem las læknisfræði eins
og jeg, og lentum við saman við borð með
tveim norskum stúdentum. Kom upp úr kaf
inu að annar las einnig læknisfræði en hinn
lög. Varð nú heldur en ekki fagnaðafundur,
og ríkti þarna reglulegur stúdentaandi og
gömlu stúdentasöngvarnir góðu ómuðu með
æskuröddum. Eftir stutta dvöl var farið í
bílum til þess að skoða Osebergskibet og
þaðan ekið á járnbrautarstöðina í Skoyen.
Lestin þaut af stað. Menn skemtu sjer með
ýmsu á leiðinni, spiluðu, sungu, lásu, töluðu
saman og sumir horfðu út um gluggann og
sáu landið líða hjá „eins og sýning skugga-
mynda á tjaldi“, eins og Einar Benediktsson
hefir komist svo vel að orði. Loks komum
við til Larvik um kl. 10. Var þá orðið dimt
fyrir nokkru og hafði verið kveikt á olíutýr-
um í lestarvögnunum. Það er enginn smáræð-
is viðburður fyrir smábæ með nokkrum þús-
undum íbúa að fá heimsókn svona glaðværra
gesta. Jeg held líka að helmingur bæjarbúa
hafi staðið á stöðinni og fylgt stúdentunum
til dvalarstaðarins. Þeir gengu í fylkingu og
sungu: „Sjung om Studentensu, en mannfjöld-
inn hrópaði húrra. Vér áttum að dvelja á
baðstaðnum, sem er þrjú sumarhús, auk þess
Kurhuset og samkomuhús, þar sem etið var
og skemt sjer. Var matur á borð borinn í
samkomuhúsinu, öllum til mikillar gleði, því
að flestir voru orðnir allsvangir. Daginn eft-
ir var svo mótið sett. Það gerði Professor
Seip. Rigndi miskunnarlaust allan tímann
meðan vjer vorum þarna, en ekki skorti