Stúdentablaðið - 19.10.1929, Qupperneq 8
62
STÚDENTABLAÐ
1929
— En af hverju er ekki rafmagn í herberg-
inu? Og ofn? Það er alveg eins og heima.
AGNAR: Já, húseigandinn er gamall sjervisku-
poki og svo tímir hann heldur ekki að kosta
upp á rafmagn og miðstöð í hjallinn. En her-
bergið er nú ekki svo bölvað samt — (uerður
litid i kringum sig)----ja, jeg er annars
hræddur um að hjer sje ekki sem boðlegast
ókunnugum.
FJÓLA: Ókunnugum? — Það er lika satt.
(Brosir.)
AGNAR (stjakar við stólnum): Viltu ekki fá
þjer sæti. (Tekur jakkann og vestið af stól-
bakinu og hengir á fótagafl rúmsins. Þegar
hann sjer, að hún sest ekki, segir hann svo-
lítið vandrœðalega): Hjerna er þó stóll.
FJÓLA: Nei, jeg er að fara. Jeg hefði ekki
átt að koma með þjer hingað upp. (Gengur
samt eilítið fjœr dgrunum.)
AGNAR: En þú komst, og það var svo fall-
egt af þjer. (Nœr.) Viltu nú ekki fara úr káp-
unni?
FJÓLA (sveipar kápunni fastar aðsjer): Nei.
Það er svo kalt. (Sngr sjer frá honum.) —
En hvers vegna ferðu þá ekki sjálfur úr frakk-
anum?
AGNAR: Jeg er svo vanur að vera í honum,
þegar jeg er að lesa, og það er kalt í her-
berginu.
Stutt þögn.
FJÓLA (sngr sjer alt í einu við): En því brett-
irðu þá ekki upp kragann, ef þjer er kalt?
AGNAR (rjettir ósjálfrátt hendina eins og
hann œtli að bretta kragann upp, tekur sig á
því): Nú, jeg veit ekki hvort það er svo kalt.
FJÓLA: Þú ert nærri því leiðinlegur. (Sngr
sjer aftur frá honum.)
AGNAR: Jeg held að það sje ljósið. Jeg er
ekki búinn að venja mig við birtuna. Það er
svo ansi óþægilegt að fá birtuna svona alt í
einu í augun.
FJÓLA: Nú fer jeg. (Gengur ákveðið nœr
dgrunum.) En þú verður að fylgja mjer niður
stigann. Það er svo dimmt.
AGNAR (stendur kgr, lœtur hana siðan ráða,
gengur að dgrunum): Fyrst þú endilega vilt
— — (stendur kgr, hlustar).
Stutt þögn.
FJÓLA (hratt til hans): Hvað er það?
AGNAR (eins og rjettir úr sjer): Ekkert. Mjer
heyrðist umgangur í húsinu.
FJÓLA: Núna? Og klukkan orðin--------
AGNAR: Hann kann að hafa vaknað, þegar
við fórum upp stigann.
FJÓLA: Hver? Sjerviskupokinn?
AGNAR: Já, húseigandinn. En hann sefur
venjulegast eins og steinn.
FJÓLA (sngr sjer litið eitt frá honum): Ó,
hvað þú gerðir mig hrædda.
AGNAR: Jeg held að öllu sje óhætt. (Ætlar
að opna.)
FJÓLA: Nei, nei, jeg þori ekki niður þennan
stiga — ekki strax. (Gengur aftur innar i her-
bergið.) Jeg ætla að taka af mjer hattinn. Þeir
fara svo illa með uppsett hár þessir þröngu
hattar. (Tekur af sjer hattinn.) Er ekki speg-
ill í herberginu?
AGNAR (gengur að bókaskápnum): Jú, hann
átti að vera hjerna á einhverri hillunni. (Leit-
ar.) En nú finn jeg hann ekki. Hann hlýtur
að hafa dottið upp fyrir.
FJÓLA (er búin að opna handtösku sína):
Það gerir ekkert til, jeg hefi spegil sjálf. —
(Speglar sig í speglinum, sem er i töskulok-
inu, lagar á sjer hárið og púðrar á sjer nef-
ið og í kringum það. Á meðan hún er að þessu
er hún farin að raula danslag fgrir munni
sjer.) Var hann ekki sætur síðasti valsinn?
(Lgkur við að snurfussa sig.)
AGNAR (hneppir frá sjer gfirfrakkanum; hann
er samkvœmisklœddur): Jú, hann var falleg-
ur, síðasti valsinn.
FJÓLA (lokar töskunni): Ó, mig langar nærri
því til að fara að dansa aftur. Það er líka
svo kalt. — Það hitar manni að dansa.
AGNAR: En jeg get kveikt upp í ofninum?
FJÓLA: Nei, heyrðu, við skulum heldur
dansa — —
AGNAR: Hjerna? Nei, heyrðu nú — —