Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 19.10.1929, Qupperneq 9

Stúdentablaðið - 19.10.1929, Qupperneq 9
1929 STÚDENTABLAÐ 63 FJÓLA: Já, hvað gerir það til. Það hitar manni að minsta kosti-------komdu. AGNAR: Fyrst þú endilega vilt---------- FJÓLA (raular danslagið. Þau stiga fáein spor, en hœtta svo að dansa jafn skyndilega og þau byrjuðu): Ó — er það ekki himn- eskt — — AGNAR (hœttir að dansa): Hvað------------ FJÓLA (vindur sjer frá honum): Það var ekk- ert. Mjer datt bara dálítið í hug á ballinu. (Hneppir frá sjer kápunni. Hún er í bleikum silkikjól.) Nei, það er svo vitlaust — — að láta sjer detta það í hug — hjerna. (Hlœr.) Jeg held, að það hafi verið ljósin og fólkið eða lögin. — — Dettur þjer nokkurntíma í hug, að það sje gaman að vera ungur. AGNAR: Nei. — Jeg veit ekki annars — — FJÓLA: En það er gaman að vera ungur. Hugsaðu þjer, jeg vissi ekki hvað það var, fyr en jeg kom til Reykjavíkur í fyrra. í sveit- inni er maður bara altaf að vonast eftir ein- hverju — og svo er maður einn góðan veð- urdag orðinn gamall. AGNAR (hlœr). FJÓLA: Þú mátt ekki hlæja að mjer. Jeg var lika að vonast eftir einhverju — það var á vorin------- Á veturna var bara snjór og myrkur, og þá dreymdi mann líka stundum. AGNAR: Jeg var ekki að hlæja að þjer. Jeg var að hlæja að okkur báðum. Áðan — það er svo skrítið — þá var kalt og það var dimmt og svo var það eitthvað — eitthvað — — en núna-------Mjer finst nærri því orðið heitt hjerna inni. FJÓLA (blátt áfram): Það er af þvi við dönsuðum. AGNAR: Jeg ætla nú samt að kveikja upp i ofninum. (Tekui eldspíturnar og gengur rösk- lega að ofninum.) Jeg er enga stund að því, jeg lagði spítur í hann í gærkveldi. Þá verð- ur vistlegra hjerna inni. (Fer úr frakkanum.) Svona. (Lýtur niður að eldstónni.) FJÓLA (fer úr kápunni og leggur hana yfir fótagaflinn á rúminu): Agnar — AGNAR (aðgœtir hvort logar): Ha? FJÓLA: Heldurðu að hann hafi vaknað áðan, — þegar við vorum að dansa? AGNAR: Karlinn niðri? FJÓLA: Já. AGNAR: Nei, það held jeg ekki. Hann sefur altaf svo fast. Nú skíðlogar í ofninum. FJÓLA: Jeg varð bara svo hrædd um, að hann hefði vaknað. AGNAR (rís á fœtur. Hlustar, hvort hann heyri nokkurt hljóð að neðan): Vaknað? FJÓLA: — Heyrirðu nokkuð? AGNAR: Nei — (kemur við skörunginn, svo hann dettur. Þau hrökkva bœði við). FJÓLA: Þú gerir mjer bylt við. AGNAR: Það var skörungurinn. Hann datt. FJÓLA: Skörungurinn? AGNAR: Jeg hlýt að hafa komið við hann. FJÓLA (eins og henni sje kalt): Það er eitt- hvað svo undarlegt hjerna. Jeg verð víst að fara að fara. AGNAR: Þú mátt ekki fara strax. Það var svo fallegt af þjer að vilja koma með mjer og svo — — (eins og hann hlusti eftir ein- hverju aftur). FJÓLA (í sama tón og hann): Og svo------------ (eins og hún hlusti einnig eftir einhverju) — — svo — — (þá alt i einu) Nei, jeg veit það — — jeg þori ekki að fara strax — — niður stigann. Það brakaði svo óttalega í hon- um, þegar við fórum upp. Það var alveg eins og einhver hvíslaði í myrkrinu við hvert skref — ekki Iengra, ekki lengra. AGNAR: Já, stigaskrattinn er gamall — eins og húsið. En þú mátt ekki verða hrædd, hjerna — hjá mjer — — (hreifir hendina hœgt eins og hann vilji vernda hana, eða taka utan um hana). Manstu ekki? Á ballinu í kveld: Þú varst svo kát og fjörug. Hinar stúlkurnar kom- ust ekki í hálfkvisti við þig. Þegar jeg sá þig------- FJÓLA: En það er eins og það sje svo langt síðan á ballinu. AGNAR (heldur áfram): Þegar jeg sá þig,— þú mátt ekki fara að hlæja, — þá fanst mjer jeg vera orðinn svo kauðalegur. Já, jeg gáði

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.