Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 19.10.1929, Side 14

Stúdentablaðið - 19.10.1929, Side 14
68 STÚDENTABLAÐ 1929 ansamur, Jansen, sem einu sinni flutti parodiu um stjórnendur mótsins, bráðskemtilega. Ekki má gleyma skáldinu Wildenwey, sem las upp ljóð sín eitt kvöld og ætlaði aldrei að sleppa, svo oft var hann kallaður fram. María V. Hallgrímsdóttir stud. med. Gunnlaugur Br. Einarsson f. 19. sept. 1897 — d. 19. sept. 1929. Skólaárin munu vera sá áfangi æfinnar, sem bestu og björtustu minningarnar geymir. Þar mætast svo margra leiðir og liggja sam- an um lengra eða skemra skeið. Þá er lund- in svo ljett og frjáls, og fjölmargar ljúfar stundir, sern þá eru gleðinni vígðar, meðal góðra vina, verða síðar meir, þegar árin líða og leiðirnar skilur, öllu gulli dýrmætari. Undarlega grimm þóttu mjer örlaganna ráð, er jeg frjetti, að Gfunnlaugur væri látinn, að nú væri svo skjótlega komið skarð í fylk- inguna, þar sem hann stóð sem ímynd kraft- arins og karlmenskunnar. Mjer hafði heldur aldrei komið dauðinn til hugar í sambandi við hann. Líf — líf og þróttur — var það sem mjer virtist einkenna hann umfram alt ann- að, frá því er jeg þekti hann fyrst. — Þess- vegna kom það svo óvænt að hann væri dáinn. Margs er að minnast. Er jeg lít til baka og rifja upp liðnar stund- ir, verða þær, er jeg átti með Gunnlaugi, meðal þeirra er mjer er þekkast að muna. Einkum á Mentaskólaárum okkar vorum við oft saman í starfi. Aldrei hef jeg átt svo góðan samverkamann, sem hann. Sifelt glað- ur, þrunginn af lífi og fjöri, gekk hann að öllum störfum sínum, hversu sem þau voru vaxin og hvatti þá, sem með honum unnu. Eins var líka gott að gleðjast með honum. Gleði hans var svo innileg og hressandi að ailir urðu glaðir í návist hans. Mjer er líka tamast að hugsa mjer hann sem ungan og lífsglaðan stúdent, frjálsmannlegan á svip, með lijartað fult af drenglund og einlægni. Það var vor er jeg kvaddi þig síðast, vinur! Vor í loftinu og vor í hugum okkar beggja. Þú varst að leggja út í prófið, síðasta prófið og mjer duldist ekki, að leiðirnar voru að skilja. Jeg vissi að þú mundir ekki láta þig vanta að verki, þegar þú hefðir lokið námi. Jeg vonaði þó, að enn ætti jeg eftir að eiga ineð þjer margar glaðar og góðar stundir, eins og svo oft áður. Þessvegna er mjer nú svo þungt í hug, er jeg veit að sú von er að engu orðin. Sú til- hugsun að hjeðan af muni þig altaf vanta í hópinn er svo óendanlega dapurleg. Við söknum þín allir, Gunnlaugur! í sjer- hvert sinn er við komum saman til þess að gleðjast litla stund, veit jeg að við söknum þín allir, því það varst þú, sem jafnan áttir mesta og besta þáttinn í gleði okkar allra. En í hugum okkar geymum við minninguna um þig, sem glaðan og traustan vin, og sann- an og góðan dreng. Við kveðjum þig allir okkar einlægustu stúdentakveðju. Ö. St.

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.