Stúdentablaðið - 19.10.1929, Qupperneq 13
1929
STÚDENTABLAÐ
67
sanna stúdentaglaðværð innan fjögurra veggja,
þótt margir væru þarna, sem líka vildu njóta
náttúrufegurðarinnar, að minsta kosti einn
sólskinsdag. Sá dagur rann og upp 12. ág.,
þá fór eg frá Larvik, því að jeg þurfti að
ná í Brúarfoss í K.höfn, með honum ætlaði
jeg heim. Skemtiferðir voru farnar til Töns-
berg og Sandefjord. „Den norske Hvalforen-
ingu bauð stúdentunum til Sandefjord. Var
þeim sýnt þar stærsta „Hvalkokeri“ heims-
ins, 23 000 tonna skip, sem var nýkomið
þangað, en ekki fullgjört. Var síðan miðdag-
ur á baðstaðnum þar og dans um kvöldið.
þar var Olav prins og Martha prinsessa ásamt
öðrum stórmennum. Mótið náði hámarki sínu
Þegar skógargildið var. Hr. Treschou hélt
veizlu þá 10. ág. Hann á Fritzoehus, sem er
afar falleg höll með málverkasafni. Norðmenn
eiga ekki eins margar hallir og Þjóðverjar.
Þessi höll kvað vera ein af þeim fáu. Veðr-
ið var gott þessa kvöldstund og stúdentarnir
gengu í hópi gegnum bæinn til hallarinnar.
Umhverfis hana er yndisfagur beykiskógur.
Fyrir framan höllina voru sett upp borð með
kvöldverði og seinna „en beskeden dessertu,
sem húsráðandinn nefndi svo, þar sem Rínar-
vínið glóði á skálam. Þá stóð þar líka dans-
pallur og hljóðfæraslátturinn, stjörnurnar,
skógurinn með marglitum tendruðum lugtum
að ógleymdum kræsingum þeim, er á borð
voru bornar, allt þetta studdi að því að gera
kvöldið hugljúft. Þetta kvöld hafði jeg þá
ánægju að kynnast einni af þektustu konum
Norðmanna frú Katti Anker Möller. Sjálf er
hún ekki stúdent, en var boðin til hallarinn-
ar þetta kvöld, en dóttir hennar önnur er
læknir, gift prófessor í Osló, en hin lögfræð-
ingur. Er mjer minnistætt hve frúin var inni-
leg og góð. Helstu ræðumenn mótsins voru:
Ág. H. Bjarnason, fyrir hönd íslands. Minn-
ist jeg sjerstaklega hve vel honum tókst við
„Folkefest í Bökeskogenu, sem aldrei var í
Bökeskogen, heldur inni, af því hve mikið
rigndi. Leth-Nielsen var fyrir hönd Danmerk-
ur og Obel nokkur, sem var fyndinn ræðum.
Fyrir hönd Svíþjóðar töluðu H. Stolpe, mjög
E. Ó. S.
Arabesque.
(Hegraklær þóttu góðar tiJ að draga fje,
sbr. ísl. þjóðs.).
Eg fór um víða vega
og við mjer lífið hló,
og jeg Ijet skeJJa á skeið
því að skotsilfur var nóg.
Vonin var mitt skotsilfur
og hjartað hegrakló,
ef eina von í toll eg galt
jeg tólf mjer aftur dró.
En Joks kom sá dagur
að mjer varð um og ó:
hvort hreint væri silfrið
sem hegraklóin dró.
Og mjer þótti uggvænt
hvort myntin væri góð,
og hvort hún væri tekin
í himna ríkissjóð.
þó kveið eg ennþá meira
en helvítisher,
að einltver dragi silfrið
aftur frá mjer,
og allar mínar vjeJar
kæmu mjer í koll,
svo eg ætti jafnveJ ekki
í jarðrikis toll.
glæsilegur ræðumaður, en þótti helst til
sænskur, enda var hann ungur og óreyndur.
Þá minnist jeg cand. med. S. Rönnel, Svía,
sem söng yndislega og skemmti oft á kvöld-
in er vjer sátum við eldskinið, Noregur hafði
fle8tum ræðumönnum á að skipa að vonum,
voru þeir liðflestir, þar eð mótið var haldið
í þeirra landi. Má þar til nefna Seip pró-
fe8Sor, lektor Mohr, sem var fyndinn og gam-