Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 19.10.1929, Page 18

Stúdentablaðið - 19.10.1929, Page 18
72 STÚDENTA’BLAÐ 19^9 entablaðsins verður þar einnig, en til ný- árs verður best að aenda erindi til blaðsins til ritstjórans, Oðinsgötu 20. Lánssjóður stúdenta. Stúdentaráðið hefir kosið Bjarna Benedikts- son stud. jur. í stjórn Lánsjóðsins í stað Karls Jónassonar, sem nú er útskrifaður og fluttur úr bænum. Stúdentagarðurinn. Stúdentagarðsnefnd mun nú hafa hafið und- irbúning að fjársöfnun handa Stúdentagarð- inum; verður skýrt frá því nánar í næsta blaði. Stúdentamótið 1930. Blaðinu hafa borist brjef frá ýmsum stú- dentablöðum, sem segja að almennur áliugi sje meðal stúdenta á Norðurlöndum, um að koma hingað til lands 1930, og i blöðum þessum hafa komið fram uppástungur um umræðuefni eins og sjá má í öðrum stað í blaðinu. Ritstjórn Stúdentablaðsins hefir tekið þeim breyting- um, að Gruðni Jónsson stud. mag. hefir sagt af sjer, en Bjarni Guðmundsson stud. mag. er ráðinn í hans stað. Blaðið þakkar Guðna starfið og býður hinn nýja ritstjóra vel- kominn. Ef vanskil verða á afgreiðslu blaðsins vildum vjer mælast til að ritstjórninni verði tilkynt það hið bráðasta. Stúdentar þeir, sem búferlum flytja eru einnig beðnir um að geta þess við ritstjórnina. Stúdentafjelag Reykjavíkur hjelt nýlega fyrsta fund sinn á þessum vetri. Hóf Thor Thors umræður um rektors- embættið og sýndi fram á með festu og kurteisi hversu mjög hefði verið hrapað að því máli. Þótti ræða hans afburða góð. Fleiri STÚDENTABLAÐIÐ. Ritstjórl: Kristján (tnðlnugsson, stnd. jnr. Með r i ts t j ó r n r: Rjnrni Gndmundssoii ofr Eyþór Ounnnrsson. Ritstjóri hittist á skrifstofn bláðsins: Kirkjn- torgi 4, eðn lieimn: Óðinsgrötu 20 Reykjnvfk, Áritun: Reykjnvík, Rox 62. Stúdentnblnðið kemur út einu sinni á iiiániiði hnsliólnárið og' kostar 5 kr. árg. Útgefnndi:, Stúdenlnráð Háskóla íslands. v________________________________________y tóku ekki til máls, enda virtist svo sem allir væru á einu máli, en er til atkvæða kom ljetust þó nokkrir vera annarrar skoðunar, en færðu engin rök fyrir henni. 1‘orgrímur Sigurðsson, cand. theol., sem var formaður Stúdenta- ráðsins undanfarið ár, er nú farinn utan til frekara náms. Bjarni Benediktsson stud. jur. hefir verið kosinn formaður ráðsins til bráða- birgða. Söngskemtun hélt hinn góðkunni söngvari Sigurður Skagfield í Nýja Bíó. Stúdentar hafa feng- ið aðgang að þessari skemtun fyrir hálf- virði. Söngvarinn á þakkir skilið fyrir að gerast á þennan hátt brautryðjandi þess, að stúdentar fái framvegis aðgang að skemtun- um fyrir lækkað verð. Minningargjöf. Einar Þorkelsson hefir gefið 300 kr. til minningar um Ilrafnkel son sinn. Skulu þær ávaxtast þar til 100 ár eru liðin frá fæðingu Hrafnkels, en þá fá efnilegir stúdentar styrk úr sjóðnum til náms við erlenda háskóla. Næsta hlað kemur út í byrjun nóvember. Þeir sem vilja birta greinir í því, sendi þær sem fyrst. Leiktjelag stúdenta mun hefja sýningar eftir mánaðamót. Erá- sögn um starfsemi fjelagsins bíður næsta blaðs.

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.