Stúdentablaðið - 17.04.1980, Blaðsíða 9
r< * . u
Stúdentabiaðið
9
þáttur í þvl að byggja upp trúnaðar-
mannakerfið I landinu. Sannleikurinn er
sá að trúnaðarmannakerfið hefur veriö
allt i molum. Ef viö hins vegar getum sett
nógu mikinn kraft i þetta, þá eigum við
lika aö geta stuölaö að þvi að byggja trún-
aðarmannakerfið upp. En gott trúnaðar-
mannakerfi er alveg grundvallaratriði
fyrir trausta innviöi verkalýðshreyf-
ingarinnar.
Stúdbl.: Telurðu aö verkalýðshreyflngin
eigiað sitja áhrifalaus við hliðina á skóla-
kerfinu I stað þess aö reyna að tryggja að
hagsmunir verkafólks veröi ekki fyrir
borð bornir I menntakerfinu.
Stefán: t fyrsta lagi er það grundvallar
sjónarmiö MFA að vera algerlega sjálf-
stæð hvað varðar uppbyggingu eigin
fræðslukerfis. Við höfum alltaf gert þá
kröfu aö fjármagnið sem við fáum frá
hinu opinbera sé veitt án nokkurra skil-
yrða og fáum ráöið námsefninu sjálfir,
þvi strax og fjármagninu eru farin aö
fylgja slik skilyrði þá værum við komin
undir áhrif og vald ráðandi afla.
t ööru lagi þyrfti verkalýöshreyfingin
að reyna að hafa áhrif á námsefni
skólanna, að þar yrði fjallað um verka-
lýðssögu og ýmsa þætti félagsmála. Ég
álit að þaö sé ein af vanrækslusyndum
verkalýðshreyfingarinnar að hafa ekki
hafið sókn á þessu sviði. Maður sér það til
dæmis þegar ungt fólk kemur út á vinnu-
markaöinn þá veit þetta fólk bókstaflega
ekkert um það, hvað verkalýösfélag er.
Stúdbl.: Það má sem sagt segja að þið
séuð að sinna verkefnum sem skólarnir
ættu að sjá um, kenna fólki á kerfið, fræða
það um réttindi sln o.sfrv.
Stefán: Já, þetta ætti aö ver á námsskrá
þegar I efri bekkjum barnaskóla, fræðsla
um helstu samtök samfélagsins,
ennfremur hver séu markmið verkalýðs-
hreyfingarinnar og hver séu markmið at-
vinnurekenda. Þetta eiga börn að fá að
vita. Ekki siður ættu þau að fá aö vita
hvaða gildi það hefur fyrir ungt fólk sem
eraðkomaútá vinnumarkaðinn aðvera I
vérkalýösfélagi. Til dæmis hvaöa réttindi
það hefur samkvæmt lögum félagsins og
hins vegar hvaða réttindi það hefur
samkvæmt landslögum. Þaö hefur viljað
brenna við að þau réttindi sem hafa verið
samþykkt á Alþingi eru eiginlega falin
fyrir fólki að meira eða minna leyti.
Stúdbl.: Hvaða skilyrði þurfa að vera
fyrir hendi til þess að unnt sé að rækja
öflugt fræöslustarf innan verkalýðshreyf-
ingarinnar?
Stefán: Við eigum að játa það
hreinskilningslega að um margra ára bil
höfðu og hafa islensku verkalýðsfélögin
að stórum hluta sofið á veröinum hvað
fræðslumálin varðar. Þau hafa ekki neytt
aðstöðu sinnar til að afla félagsfólki slnu
þeirrar þekkingar og smiða þau tæki sem
nægt hefðu til að sporna við nýjum aðferö-
um sem notaöar eru til skeröingar á
kjörum þess. En þar á að margra dómi
stærsta sök: vanmatið á fristundinni, eða
hin hóflausa yfirvinna sem varaö hefur
nær óslitiö frá upphafi slðari heims-
styrjaldarinnar. Yfirvinnuþrældómurinn
hefur meira en nokkuð annað lamað þrek
okkar og vit, til baráttunnar fyrir bættum
stjórnarháttum og betri Ufskjörum. Og
þetta glórulausa strit hefur llka svæft
vitundina um það þekkingin er beittasta
vopn alþýðunnar til sóknar og varnar.
Ég held að það sé vaxandi skilningur á
þvl innan verkalýðshreyfingarinnar,
hversu mikilvæg þessi mál eru, það er til
dæmis til samþykkt frá síöasta Alþýðu-
sambandsþingi þess efnis að það sé vart
hægt að rækja fræðslustarf af nokkru viti
nema aö þessum vinnuþrældómi verði
aflétt.
Stúdbl.: Nú komum við inn á það hérna
áðan aö mikið af þessari fræðslustarfsemi
sem þið stundið er þekking sem ætti að
vera á verkefnaskrá grunnskólanna,
þekking á samfélaginu sem við lifum i
o.s.frv. En hvernig er með fræðslu i
klassiskum fræðum sósiaiismans?
Stefán: Sllk fræösla hefur veriö frekar
takmörkuð hjá MFA, utan auðvitað
fræðslan um verkalýðshreyfinguna. Aö
vísu höfum viö veriö með kennslu i þvi
sem viö köllum hagnýta hagfræði og þar
hafa auðvitað pólitisk spursmál komiö
upp.
Það er eitt sem er rétt að taka fram 1
sambandi við skólann. Skólaformiö hjá
okkur er að þvi leyti frábrugðið
hefbundnu formi — og þetta höfum viö
lagt mikla áherslu á — að við skiptum
þátttakendum námskeiðanna ekki I
nemendur og kennara, við litum svo á
hvorir tveggja séu I senn nemendur og
kennarar. Viö höfum mikiö notað hóp-
starf, þar sem hóparnir vinna sjálfstætt
að ákveðnum verkefnum eöa skila áliti á
tilteknum spurningum. Enn fremur má
geta þess að þarna kemur fólk alls staðar
að af landinu og þetta er frábrugðið
öðrum skólum að þvl leyti að þarna hittist
fólk og ber saman bækur sinar, um kjör
sin og aðstæöur, og ræðir málin, ekki
aðeins I kennslustundum heldur lika á
kvöldin. Viö erum oft spurðir um árangur
af skólastarfinu. Þaö er erfitt að benda á
nokkurn beinan árangur, en við finnum
það og vitum að það fólk sem verið hefur á
námsskeiðum hjá okkur er miklu virkara
i sinum félögum en áður.
Stúdbl.: Hver eru áhrif svokallaðra
afkastahvetjandi launakerfa á heiisu
verkafóiks og hvaða áhrif hafa þau á
félagsandann meöal verkafólks?
Stefán: Hvað siðarnefnda atriðið varðar
þá er alveg augljóst að slik kerfi hafa
verulega slæm áhrif, gott dæmi um það er
Hrauneyjarfossmáliö og reyndar fjöldinn
allur af sambærilegum dæmum. Þaö
segir sig sjálft að öll sllk kerfi þar sem
fólkiö er fengið til að hamast við vinnu,
ganga nærri heilsu fólks. Sama er að
segja um yfirvinnuna. Verkalýðshreyf-
ingin hefur gefiö þetta eftir. Hún hafði i
sinum samningum, og hefur enn, að leyfi
félagsins þurfi til að fá að vinna auka-
vinnu. Nú er ástandiö þannig i svo til öll-
um greinum að það er unnin stöðug yfir-
vinna. Þar á ég viö það, að okkar forysta
•virðist ekki hafa þorað að segja fólkinu
sannleikann og banna þvl það sem ætti að
vera óleyfilegt, og þaö er að selja heilsu
slna.
Stúdbl.: i Norðurlöndunum hinum hefur
það gerst að verkalýðshreyfingin hefur
haft frumkvæði um það að námsmenn
tækju að sér ýmis verkefni, þeir hafa gert
skýrslur um ýmis mái gagngert fyrir
verkalýðshreyfinguna, frægar eru skýrsl-
ur um aöbúnað i Carlsberg verksmiðjun-
um, skýrslur um það heilsutjón sem
verkafólk sem vinnur við málbik veröur
fyrir, skýrsla um epoxy-eiturefni og fleira
i þeim dúr. Vandamáliö hlýtur að vera
fyrst og fremst hvernig hægt er að koma
af stað samvinnu af þessu tagi.
Stefán: Ég vil undirstrika þaö hvað
verkalýðshreyfingunni er mikil þörf á að
fá menntaða menn til samstarfs við sig.
Við þurfum að fá þá sem hafa lært til
hlutanna til að kanna ákveðna hluti,
kannanir sem slðan væri hægt að nota
sem röksemdir I baráttunni fyrir betri
lifskjörum. Þarna stöndum viö náttúrlega
verraövlgi en atvinnurekendastéttin þar
sem við höfum minna fjármagn. Þess
vegna er hættan ennþá meiri á þvi að við
drögumst aftur úr.
Stúdbi.: Hvað vilt þú segja um náms-
mannahreyfinguna, um hröfuna um jafn-
rétti til náms og fleira I þeim dúr. Hver er
afstaða verkalýöshreyfingarinnar til
námsmanna?
Stefán: Afstaöa okkar flestra I verkalýðs-
hreyfingunni fer ekki eftir þvi hvað menn
hafa lært og hve lengi heldur eftir þvi
hvernig þeir nota menntun sina. Verka-
lýðsstéttin sjálf kostar kapps um að koma
börnum slnum til náms svo þau geti unnið
vel borguð og nytsamleg störf I þjóðfélag-
inu en okkur er ekki sama hver afstaöa
þeirra er til þeirrar baráttu og samtaka
sem gerðu þeim mögulegt að læra. Spurn-
ingin er því sú, læra menn til þess að bera
sannleikanum vitni á skiljanlegu máli og
til þess að fullkomna það þjóðfélag sem
við lifum i með góðu starfi, eða er
menntun þeirra til sölu og kaups fyrir þá,
sem vilja græða á verkafólki og arðræna i
einni eða annarri mynd. Þetta held ég að
sé afstaöa all flestra I verkalýðshreyfing-
unni. Með þessu tali vil ég vekja athygli á
þvi hve okkur er þaö brýn nauösyn að
treysta fyrst og fremst á þekkingu og
dómgreind okkar sjálfra, það er að segja,
efla fræðslustarfið i verkalýðshreyfing-
unni og verja til þess bæði tlma og fé. Við
skulum horfa á þaö opnum augum aö þaö
fer ört vaxandi að menntun og þekking er
notuð til auðsöfnunar og sem valdatæki
gegn þeim stéttum sem varbúnar eru og
það færist sífellt i aukana að hiö rika vald
einoki þekkinguna og kaupi til liðs við sig
þá sem hafa sérfræðina á valdi sínu. Þaö
er orðinn vani aö fá sérfræöinga frá opin-
berum stofnunum til að annast útskýr-
ingar og eiga leiðbeiningar þeirra og
handleiösla að koma i staðinn fyrir
gagnrýna og yfirvegaða könnun og skiln-
ing okkar.
Stúdbl.: Hvernig verður best komið á
samvinnu milli námsmanna og verka-
fólks, þannig að hægt verði að nýta sér-
þekkingu námsmanna i baráttunni fyrir
bættum kjörum?
Stefán: Ég lit dálítiö öðruvisi á þetta en
það viðhorf bendir til, sem felst i spurn-
ingunni. Ég álit aðþarna þurfiað vera um
gagnkvæmifrumkvæðiaðræða.Það er aö
segja, frumkvæöið á ekki bara aö vera hjá
verkalýðshreyfingunni. Mér virðist að
námsmannahreyfingin hafi oft gert kröf-
ur til verkalýðshreyfingarinnar um
stuðning við námsmannahreyfinguna,
sem I raun er eðlileg krafa, en án þess að
verkafólk mætti sama skilningi frá henn-
ar hálfu i viðleitni hennar til þess að afla
sinu fólki menntunar. Þarna þarf að
skapa gagnkvæman skilning. Auövitaö
þarf að koma af stað skipulegum
umræðuhópum milli verkalýðshreyfingar
námsmanna. Og slik umræða má ekki
vera neinir svifandi óskadraumar, heldur
raunsæ og árangursrik.