Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.04.1980, Blaðsíða 14

Stúdentablaðið - 17.04.1980, Blaðsíða 14
Stúdentablaðið Harka í kj arabaráttu norskra námsmanna Kjarabarátta námsmanna er ekki neitt sérislenskt fyrir- brigði. Raunar má segja að þróun i menntamálum á isiandi þ.á.m. varðandi námsaðstoð og aðbúnað námsmanna eigi sér margar rætur og fyrirmyndir hjá nágrannaþjóðunum. Nefna má sem tvö ólik dæmi hérum, t.a.m. B.S. nám i verk- fræði sem tekið var upp i kjölfar breytinga á tækniháskóium á Norðurlöndum og lög um námslán og námsstyrki, sem sett voru 1967 áttu sér margar forsendur i námsaðstoð hjá nágrannaþjóð- unum. Auðvitað eru mörg sérislensk einkenni i þessum málum sem öðrum en þörf islenska auðmagnsins fyrir sérmenntað vinnu- afl og kreppuboðar á tslandi hafa mörg og sterk tengsl við umheiminn. Það er margt að gerast i þróun menntamála og kjaramálum námsmanna hjá nágrannaþjóðunum, sem ætti að vera áhuga-' vekjandi, lærdómsrikt og jafnvel praktiskt fyrir islenska náms- menn að kynna sér. t þessari grein vil ég lýsa atburðum, sem hafa átt sér stað i Noregi nú síðustu mánuðina, en byrja á að lýsa lauslega forsög- unni, einkum i Bergen, þar sem ég hef stundað nám frá hausti 1977. Norska velferðarrikið i kreppu. Þrátt fyrir mikla olíuvinnslu i NorBur- sjó, mikla og háþróaöa tækniþekkingu og öll rökrétt skilyröi til aö lifa viö sæmilega gott efnahagsöryggi er norskri alþýöu nú boöaö aö efnahagsöröuleikar steöji aö þjóöinni.þaösé hætta á atvinnuleysi og aö fólk þurfi aö sætta sig viö ráðstafanir sem rýra kjör þess. Kreppa auðvaldsheimsins ber nú aö dyrum hjá norrænu vel- feröartikjunum og viö þaö kemur raun- verulegt eöli og einkenni norska auövaldssamfélagsins betur i ljós undan þunnum hjúpi sósialdemókratismans. Ráöstafanir til aö gera menntakerfiö hagkvæmara hafa bitnaö meö sivaxandi þunga á kjörum námsmanna nú síöustu ár 8unda áratugsins. Trúin á sivaxandi hagvöxt, sem m.a. byggöist á aukinni menntun og fjölgun námsmanna, vék fyrir þörf auömagnsins á hagkvæmari rekstri þekkingarverksmiöjanna. Nám skyldi stytt, og aöhæft betur þörfum atvinnulífsins, sérhæfing skyldi aukin og fjölgun langskólagenginna stöövuö. Fjöldatakmarkanirnar bitnuöu haröast á hugvisindagreinunum, fjármagn til nýrra stööuveitinga var skoriö niöur og ný gráöukerfi tekin upp meö styttri og sérhæföari námsleiöum. Til aö knýja námsmennina inn f þessi nýju form, þurfti nú norska rikisvaldiö aö snúa sér aö „velferöarprógrammi” námsmanna lána- og styrkjakerfinu og þjónustumiöstöövunum: STUDENTSAM- SKIPNADEN, sem hefur meö stúdenta- garöana, mötuneytin, barnaheimilin o.s.frv. aö gera. Hinfögruoröi stefnunorska rikisvalds- ins um aö allir skuli eiga jafnan rétt til þessnáms sem hugur þeirra stendur til aö geta þeirra leyfir óháö efnahag, búsetu, kynferöi o.s.frv. ættu ö hljóma kunnung- lega i eyrum Islenskra námsmanna. En þessari stefnu sinni hefur norska rikis- valdiö nú grafiö markvisst undan siöustu ár. Námslánin hafa staöiö I staö, á meöan allar lifsnauösynjar, s.s. matur, húsnæöi, klæönaöur, hafa hækkaö i veröi. Þannig kom fram i norskum blöðum nú I siöasta mánuöi aö kaupmáttur námsmanna haföi minnkaö um 20% frá 1978. A þessum tima hafa lika styrkir snarminnkaö i hlutfalli viö lán, endurgreiöslutimi lánanna styst úr 28 árum i 20 ár, vextir af lánunum hækkaö úr 6.5% i 8.5%. STUDENTSAMSKIPNADEN- velferðarstofnun eða hag- stjórnartæki? Studentsamskipnaden er hliöstætt fyrirtæki og Félagsstofnun stúdenta i Reykjavik. Eitt mikilvægt atriöi veröur þó aö benda á strax, þ.e. aö I Félags- stofnun i Reykjavik hafa fulltrúar náms manna meirihluta stjórnar, en I norsku stofnuninni er meirihluti stjórnarinnar skipuö fulltrúum frá rikisvaldinu. Þannig er baráttan fyrir bættum kjörum og betri félagslegri stööu námsmanna i Noregi á milli námsmannanna annars vegar og Studentsamskipnadarins hins vegar. Þaö vill segja, stofnunin virkar sem stuöpúöi rikisvaldsins gagnvart kröfum náms- manna. Nokkrum sinnum hafa námsmenn reynt aö mótmæla og sporna gegn stefnu norska rikisvaldsins meö aögeröum eins og húsaleiguverkföllum, sem hafa yfir- leitt byggst á aö menn sætta sig ekki viö hækkunhúsaleigu á stúdentagöröunum og borguöu áfram gamla leigu. Flestar slikar aðgeröir hafa koönaö niöur eftir stuttan tima vegna þátttökuleysis, eöa veriö brotnar á bak aftur af Studentsam- skipnadinum, eins og t.d. á studentagarö- inum Sogn i Oslo 1975. En 1976 hófu íbúar á stúdentabænum Natland i Bergen húsaleiguverkfall, sem varð all langlift og liföi enn slöast þegar ég vissi. Fljótlega fylgdu ibúar á Fantoft stærsta studentagaröinum i Bergen í kjölfariö og hefur tekist aö halda allt aö 60-70% þátttöku i þessum aögeröum gegnum árin, þrátt fyrir haröar atlögur Studentsamskipnadarins i Bergen (SIB) gegn verkföllunum. ArásirSIB gegn húsaleiguverkföllunum hafa komið fram i margs konar hótunum og beinum aögeröum. Kröfur um aö einhverjum ibúum veröi kastaö út, niöur- lagning margs konar þjónustu, og ógnanir um lögtaksaöfarir hafa duniö á ibúum stúdentagaröanna en einungis þjappaö mönnum betur saman i verkfall- inu og þvi ósvífnar sem SIB kom fram I málinu, þvi fjölmennara og harösnúnara varö verkfallsliöiö. Húsaleiguverkfallið i Bergen. Ef litið er á þróun húsaleigu á stúdenta- garðinum Fantoft f Bergen og tekin er t.d. einstaklingsibúö, þá var húsaleigan 175 Nkr. áriö 1970, hækkaöi I 200 Nkr. 1972, i 250 Nkr. 1973, í 285 Nkr. 1975, i 305 Nkr. 1976,ides 1979 var húnkomini 360Nkr. og I jan 1980 var tilkynnt um hækkun I 485 Nkr. á mánuöi. Húsaleiga þarna hefur vaxið úr 17.5% af ráöstöfunarféi náms- manna 1970 I 22.5%. Verkfallsmenn hafa hins vegar borgaö 305Nkr. fyrir einstaklingsibúö frá 1976 og ekki fallist á aö húsaleiga hækkaöi á meöan námslánin hækkuöu ekki aö sama skapi. Þannig var húsaleiguverkfalliö fyrst og fremst ætlaö sem mótmæla- aögerögegn kjaraskeröingu námsmanna. Fljótlega komu lika þau rök upp aö óeöli- legtværi aö ibúar stúdentagaröanna væru aö borga byggingaframkvæmdir SIB og greiöa niöur dvalarkostnaö túrista á sumarhótelinu Fantoft, sem virtist rekiö meö tapi. Viö nánari athugun þessa mála kom I ljós aö millifærslur fjármagns milli mismunandi fyrirtækja SIB voru æriö vafasamar og jafnvel ólöglegar og kæröu þvi ibúar stúdentagaröanna Fantoft og Natland húsaleiguhækkanirnar á grund- vellli vafasams bókhalds SIB. Þvi miöur varö þetta til aö þróa verk- falliö frá sinu upprunalega markmiöi. Höfuötilgangurinn var ekki lengur aö mótmæla kjarakseröingarstefnu rikis- valdsins, heldur aö berjast viö stjórn SIB og afhjúpa bókhald stofnunarinnar. Þannig voru verkföllin ekki lengur bein kjarabarátta, heldur viöamikið dómsmál. Þaö var ekki fariö út i aö tengja húsa- leigukostnaö á stúdentagöröunum óhæfi- legu ástandi I húsnæöismálum á almennum markaöi i Bergen og tengja húsaleiguverkföllin róttækum kröfum um úrbætur i húsnæöismálum og almennum kjörum I þjóöfélaginu, heldur einangraöist stúdentahópurinn meö sitt sérmál I dómssölum. Verkfallsnefndirnar voru lika farnar aö bera fceim af mislitri pólitfk áhugasamra laganema sem margir hverjir höföu fyrst og fremst fræöilegan áhuga á ýmsum flækjum I málinu. Liklega heföu verk- föllin lognast út af meö dómsátt nú um siðustuáramót ef ekki heföu komiö til þær miklu hækkanir, sem settu námsmenn um allan Noreg i uppnám og aögeröaham. Godt dyrt ar. Um siöustu áramót var felld úr gildi löggjöf um stöövun kaupgjalds og verö- lags sem gilt haföi I Noregi frá 1978. Sú áramótakveöja frá stjórnvöldum, sem beiö námsmanna, þegar þeir snéru til náms sins aö loknu jólaleyfi var: húsaleigan upp um 30-33%, verö I mötu- neytum upp um 5%, vextir af námslánum upp úr 7.5% i 8.5% á meöan ekki var um neina aukningu i lánum eöa styrkjum aö ræöa. Allt almennt verölag i þjóðfélaginu var lika á uppleiö. Að auki höföu fulltrúar rikisvaldsins i stjórnum Student- samskipnaðarins i Bergen, Tromsö og Oslo tilkynnt aö samningum viö Norsk Student Union (NSU), um aö NSU fái 10% af semestergjödlum stúdenta, sé sagt uppog einhverjir tilburöir voru i þá átt aö svipuö tilkynning væri væntanleg frá Þrándheimi. Þaö hefur lika flogiö fyrir aö semesturgjöldin eigi aö hækka um litil 75% næsta haust. Þannig viröist stefnt aö þvi aö setja hagsmunasamtök norskra stúdenta á hausinn á sama tima og stór- brotnustu kjaraskeröingar gegn norskum námsmönnum eru geröur heyrin kunnar. Hafi þaö veriö huliö fyrir einhverjum fyrir,þá máttiþaö vera ljóst eftir þetta aö Studentsamskipnaöen var ekki „studenternes velferdsorganisasjon”, heldur hagstjórnartæki stjórnvalda gagn- vart námsmönnum. Þaðvarrökréttiþessaristööu aönáms- menn um allan Noreg horföu til húsa- leiguaögeröanna i Bergen, þegar rætt var um möguleika námsmanna á andsvari gegn kjaraskeröingunum. En i Bergen þekktu menn af langri reynslu aö aögerö eins og aö borga gamla húsaleigu gat JVYtt R'Ílni r • jfwn HBlwiÉIÍHttfwí r- -

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.