Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.04.1980, Blaðsíða 2

Stúdentablaðið - 17.04.1980, Blaðsíða 2
2i Stúdentablaðið FAGRÝNI Fagkritiska útgáfan Framlag (Rót) hefur gefið út Vinstri andstaöan i Alþýöu- flokknum 1926-1930 eftir Ingibjörgu Sól- rúnu Gisladóttur (Reykjavik, 1979). Sömu aðilar hafa áður gefið út fjórar B.A. rit- gerðir i sagnfræði og birtust ritdómar um jiriár J>eirra I tfmaritinu Saga 1979. Rit Sólrúnar er einnig lokaritgerð til B.A. prófs i sagnfræði við Háskóla Islands, þótt þess sé raunar ekki getið i ritinu. Engar breytingar voru gerðar á B.A. ritgerðinni aðrar en þær, að tvær enskar tilvitnanir voru þýddar á islensku. Einnig er ritið skreytt nokkrum myndum, en ekki er gerð grein fyrir höfundi eða höfundum þeirra. I þessari umsögn er ekki tekið sér- stakt tillit til þess að um B.A. ritgerð er að ræða, enda verður að leggja sama mæli- kvarða á öll fræðirit sem talin eru útgáfu- hæf. . Ritið skiptist I sjö kafla. Fyrstu þrir kaflarnir fjalla um alþjóðahreyfingu kommúnista 1919-1930, islenskt þjóðfélag og Alþýðuflokkinn / ASI 1920-1930. Þessir kaflar eru að mestu leyti endursagnir úr ýmsum heimildum. Þannig eru tilvitnanir 5), 6) og 7) i öðrum kafla að finna i bæk- lingnum tslensk verkalýðshreyfing 1920- 1930 — reyndar án þess að þessarar milli- heimildar sé getið. Fjórir seinni kaflarnir greina frá starfsemi kommúnista innan Alþýðuflokksins og er einkum reynt að skýra aðdraganda stofnunar Kommúnistaflokks lslands 1930. Ég ræði hér nær eingöngu þessa kafla, sem eru meginefni ritsins. Aðferðir Rannsóknaraðferðir Sólrúnar koma kunnuglega fyrir sjónir af lestri fyrri rita Framlags. Ekki er hægt að merkja við- leitni til gagnrýni á hefðbundna sagnfræði né einhvern skyldleika með verkum þeirra Marxista, sem á undanförnum áratugum hafa mótað nýjar aðferðir i verkalýðssögu (nefna má t.d. bresku sagnfræðingana E.P. Thompson og Eric Hobsbawm). Skýringarmátinn er svipaður og i öðrum ritum Framlags, þar sem áherslan er lögð á flokkapólitik og hugmyndafræðilegar deilur. Gunnar Karlsson hefur réttilega bent á að „Rit- gerðir þeirra félaga eru ákaflega litið marxiskar, en kannski má segja að þær séu aösama skapi leniniskar" (Saga 1979, bls 273). Raunar má greina afturför frá hefðbundinni sagnfræði, þvi heimildarýni Sólrúnar er litil sem engin. Heimildir eru ekki bornar saman né metnar á annan hátt. Þannig er viða vitnað athugasemda- laust i ummæli heimildarmanns um at- burði sem gerðust fyrir árið 1930 (t.d. bls 37 og 69). Minni manna um löngu liðna tima er oft harla óglöggt og hér er liðin hálf öld, hvorki meira né minna! Sósíaldemókratar og kommúnistar Sú hugmyndafræði sem höfundur hefur að leiðarljósi er mjög einföld: Innan Alþýðuflokksins áttust við sósialdemó- kratar og kommúnistar. Kommúnistar höfðu marxismann sem grundvöll stefnu sinnar, sem var i meginatriðum rétt. Sósialdemókratar höfðu svikið marxism- ann og stefna þeirra var að mestu leyti röng. Þessi hugmyndafræði drýpur af hverri blaðsíöu og ættu nokkur dæmi að nægja þessu til rökstuðnings: Stefnuskrá Alþýðuflokksins 1922 hefur Sólrún „fyrir satt" (!) að sé unnin af mönnum sem „tilheyrðu báðir hinum sósialdemókrat- iska armi Alþýðuflokksins. — Mjög liklegt er aö stefnuskráin sé að miklu leyti byggö á stefnuskrá danskra sósfaldemókrata og endurspegli þannig þá gjá sem myndast hafði milli marxlskrar arfleifðar evrópsku flokkanna og endurbótasinn- aðrar framkvæmdar á stefnunni" (bls 22). Stefna Alþýöuflokksinser „furðuleg" (bls. 46), forystumenn sósialdemókrata hafa snúiðbaki viö marxismanum „þegar á þessum órum" (bis 52-53) og stefna þeirra er „undansláttarstefna" (bls. 78) og vinnubrögð „gerræðisleg" (bls. 84), þeir beita „skoðanakúgun" (bls. 87) og „A árunurn 1928 og 1929 var hér mikiö góðæri, engin hvarðvitug stéttaátök áttu sér stað og verkamenn stóðu ekki enn andspænis svikum sósialdemókrata I verkalýðsbaráttunni" (bls. 98). I IMMí K, 5 VINSTRI ANDSTAÐAN í ALÞÝDUFLOKKNUM 1926-1930 Eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur Um fimmta rit Framlags Svanur Kristjánsson A starfsemi kommúnista litur höfundur hins vegar jákvæðum augum. Þegar Sólrún bendir á að ummæli eins kommúnistans sé I samræmi við („hina sósialdemókratisku"!) stefnuskrá Alþýðuflokksins frá árinu 1922, þá er þaö allt I einu „marxisminn sem er lagður til grundvallar..." (bls. 52)! Sparta, félag kommúnista, var „fámennt og ein- angrað" en „61 það engu að siður upp hóp manna sem var vel skólaður i marxlskum fræðum" (bls. 80). A kreppuárunum kom I ljós „að kommúnistar voru vel i stakk búnir fyrir þau stéttaátök sem þá áttu sér stað, og þeir sönnuöu getu sina til að skipuleggja verkalýðsbaráttu' 99). (bls. 98- Ahrif hugmyndafræði á niðurstöður og aðferðir Hugmyndafræöi höfundar mótar ekki eingöngu orðalag ritsins og framsetningu alla heldur leiðir einnig til einföldunar og vafasamra útskýringa. 1 rauninni er ekki fjallað um vinstri andstööuna I Alþýðu- flokknum heldur um starfsemi kommúnista, sem voru aðeins hluti þess hóps, er hélt uppi andófi gegn forystu Alpýðuflokksins. Nær ekkert er rætt um þá Alþýðuflokksmenn sem töldu sig hvorki vera sósialdemókrata né kommúnista en reyndu að sætta and- stæðar fylkingar I flokknum. Starfi og hugmyndum Ólafs Friðrikssonar og hans fylgismanna er, til dæmis, litið lýst. Sólrún segir að stefnubreyting Komintern árið 1928 hafi varla verið ákvarðandi fyrir stefnu Islenskra kommúnista (bls. 66). Þessi fullyrðing er litt rökstudd en hins vegar er mikiö gert úr áhrifum danskra jafnaðarmanna á forystu Alþýöuflokksins. Höfundur rekur mikið af auknum ágreiningi kommúnista og sósialdemókrata innan Alþýðu- flokksins til skyndilegrar inngöngu flokksins III. Alþjóðasambandið I desenv ber 1926, en athugar alls ekki, að I ritinu sjálfu má finna sterkan rökstuðning fyrir þeirri skoöun að Islenskir kommúnistar hafi fyrir desember 1926 ákveðið, I sam- ráði við Komintern, aö stofna eigin flokk: 1) Komintern ályktaöi áriö 1924 um nauðsyn stofnunar kommúnistaflokks á tslandi (bls. 79). Brynjolfur Bjarnason sat þingið. Samþykktin var birt I álykt- unum Komintern frá 1924. 2) Takmark Jafnaðarmannafélagsins Spörtu, stofnað i nóvember árið 1926, var myndun kommúnistaflokks (bls. 79). 3) Ummæli Einars Olgeirssonar á fundi I mars 1926, m.a.: „Þess vegna verðum við að leggja grundvöll að hreinum Kommúnistaflokki." (Bls. 80) Engu er likara.en hugmyndafræði Sól- runar hafi visað á fyrirfram ákveðn- ar brautir en hvorki vakið nýjar spurn- ingar né frjó viðfangsefni. Viö lestur rits- ins sækja að margar spurningar sem ekki er svaraö til dæmis: Af hverju túlkuöu fimm af átta blöðum Alþýöuflokksins sjónarmið kommðnista en aðeins eitt skoðun sósialdemókrata (bls. 88), ef það er rétt sem höfundur segir að kommúnistar hafi átt undir högg að sækja gagnvart sóslaldemókrötum innan flokksins? Sólrún segir einnig: „Ekkert mat verður lagt á það hér hvort stofnun Kommúnistaflokksins var rétt timasett eöa ekki, enda verður það varla gert nema með þvi að meta starf og reynslu flokksins á fyrstu árum hans" (bls. 98). Forsenda höfundar er sú, aö stofnun Kommúnistaflokksins hafi verið rétt — eina vafaatriðið sé timasetningin. Miklu gagnrýnni spurning væri hins vegar hvort stofnun Kommúnistaflokksins hafi yfir- höfuð verið réttmæt. (Aöur en peirri spurningu væri svarað af einhverju viti væri m.a. nauðsynlegt að athuga af- leiðingar innbyrðis deilna verkalýðs- flokkanna á verkalýðsbaráttuna og stööu Islensks verkalýðs.) frg hef vikið nokkuð að helstu göllum fimmta útgáfurits Framlags. Kostir rits- ins eru einnig umtalsverðir. Það er lipur- lega skrifað: gefið er greinargott yfirlit yf ir starfsemi Islenskra kommúnlsta 1926- 1930 og ýmsar heimildir (t.d. fundar- geröarbækur og fjölrit) eru notaöar I fyrsta sinn i útgefnu verki. Fróölegt væri að bera saman umfjöllun Sólrúnar og nýútkomna bók dr. Þórs Whitehead um upphafsár islenskrar kommúnista- hreyfingar, en slíkt er stærra viðfangsefni en rúmast i stuttum ritdómi, sem er skrif- aður að beiðni ritstjóra Stúdentablaðsins. Einnig skal lesendum blaðsins bent á, að rit Sólrúnar kostar aöeins rúmar 2000 krónur, sem er gjafverð. Fyrstu fimm rit Framlags sýna óvenju- legan dugnað I útgáfustarfsemi. Aðdaun höfundanna á „Marxismanum" (eins og hann sé einn og óskiptur!) er vafalaust djúp og einlæg. Engu að siður bera verkin hvorki vott um mikla þekkingu á kenningum og aðferöum I sagnfræði né reyna höfundar að gagnrýna hefðbundna sagnfræði. Sumum lesendum kann aö yirðast þetta ósanngjörn krafa, þar sem ritin eru B.A. ritgerðir nemenda, en ekki fullmótaðra fræðimanna. Gott og vel — en af hverju þá að skreyta sig meö nafngift- inni „Fagkritiska útgáfan"? Táknar fag- krítlk ef til vill hug'arfar þeirra sem verkin vinna en ekki verkin sjálf?

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.