Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.04.1980, Blaðsíða 20

Stúdentablaðið - 17.04.1980, Blaðsíða 20
QTÖDEN1A (QMIAÐW) 3. tbl. 56. árg. 17. apríl Gerist áskrifendur að Stúdentablaðinu Lesið Stúdentablaðið ROBOTNIK Viðtal við Jan Litynski ritstjóra Robotnik sem er málgagn pólskra andófsmanna Viötalið birtist upphaflega i blaöinu L' Alternative. í viðtalinu skýrir hann uppruna og þróun hinnar óopinberu verkalýðs- hreyfingar i Póllandi og ræðir stöðu verkalýðshreyfingar i Pól- landi og ræðir stöðu verkalýðsstéttarinnár. 1 þeirri frásögn hrekur hann margar þær einfaldanir og fordóma sem rikja varðandi andspyrnuhreyfingar i Austur-Evrópu, á vesturlönd- um. Robotnik hefur meiri dreifingu en öll önnur stjórnarandstöðublöð: Upplagið nú flöktir á milli tlu og tuttugu þúsund ein- taka. Þetta er jafnframt eina verka- mannablaðið meðal andófshreyflnga i Austur-Evrópu sem dreift er um landið allt. Hvaö geturðu sagt okkur um sögu og tiluro Robotnik? Blaöiö hóf göngu sina voriö 1977, þegar KOR-hreyfingin (ólöglegt verkalýös- félag) hóf stuöning við verkamenn eftir að júnfuppreisnin haföi náb bráðabirgða- markmiðum sinum og lof tiö var að hlaupa úr henni. Þa6 varö aö finna nýjar aöferöir til aö halda aðgeröunum áfram. Fyrsta hugmyndin sem vi6 fengum var sú að koma á fót umræ&uhópum verkamanna sem gætu orðið eins konar grunneiningar fyrir pólitiska umræöu og umræöu um at- vinnumál. Sú áætlun mistókst, einkum vegna misskilnings sem upp kom. Vi6 bjuggumst vi6 a& verkamennirnir myndu segja okkur hva& þyrfti a& taka til brag&s I þeirra málum, þeir bjuggust hins vegar við tilbúnum áætlunum og nákvæmum til- lögum. Þessi reynsla meö umræöuhópa — sem leiddi til sömu neikvæ&u ni&ur- sta&nana þegar tilraunin var endurtekin snemma á árinu 1978 — kenndi okkur aö frumkvæöi til samvinnu ver&ur a& koma frá verkamönnunum sjálfum og ennfrem- ur aö þaö ver&ur a& koma frá verkamönn- um sem eru ákveöiö tilbúnir til a& taka þátt i a&gerðum. (Fórnarlömb kúgunar eru ekki nau&synlega einbeittustu bar- áttumennirnir). Þar fyrir utan höf&u lög- regluofsóknirnar í byrjun árs 1978 tölu- verð áhrif á a& umræ&uhóparnir fóru út um þufur. Margir verkamenn, sérstak- lega þeir sem höf&u lent I klóm lögregl- unnar i júni 1976, vildu snúa aftur til ,,e&li- legs Hfs." A& lokum veröum viö lfka að viðurkenna að starf I umræðuhópum var ekki nákvæmlega það sem verkafólkið vildi. A& sjálfsög&u vildu þeir ræ&a við okkur, en ansi margir voru brennandi af áhuga og vildu helst fara út i aðgerðir, — já og jafnvel taka upp vopnaða baráttu. Það var þá sem vinur okkar Henryk Wojec, sem starfaði I umræ.ðuhóp I verk- smiðju i Usus sagði: ,,í sagft þess að gefa þeim sprengjur skulum við gefa þeim blað." Þegar viö höfum hætt viö hug- myndina um pólitlska verkalýðshreyf- ingu, var hþgt aö koma hugmyndinni um blað á lands-mælikvarða i verk án mikill- ar fyrirhafnar. Voru verkamenn sammála þessari hugmund um formlega skipulagningu? Nei, þvert á mdti. Þeir heföu frekar viljaö vera hluti af hreyfingu þar sem hver og einn haföi sina stöðu og sln verk- efni aö vinna. Fyrir þá var þetta spurning um öryggi. A& sjálfsögðu er þaö mjög traustvekjandi aö vita að iorystan hafi stefnuskrá að starfa eftir, hvaða leiðir eigi að fara til að nálgast stefnumarkmið- in, þar sem hver og einn hafði skýrt af- markaö stöðu... Var stofnun frjálsu verkalýosfélaganna ekki elnmitt tilraun tll að skapa slfkan skipulagsramma? Frjálsa verkalýösfélag Silesiu, sem var stofnaö . árslok 1978—var sambærilegt frumkvæði en óhað Robotnik og KOR. þersónulega er ég vantrúaður á þessa tegund af tilraunum til að skapa skipu- lagsramma og vænta þess siðan að starfið blómstri upp innan hans. Hin takmarkaða starfsemi innan verkalýösfélaganna virðist styöja þetta viðhorf mitt. Skipu- leggjendur tatns Frjálsa verkalýðsfélags Silesiu voru ekki nægilega tengdir verka- fólkinu, né hæfir til að setja fram réttar kröfur. Frjálsa Verkalýðsfélagiö I Gdansk, sem var stofnað nokkrum mán- u&um slðar, starfa&i hins vegar miklu betur: Þvltókstm.a. a& skipuleggja mótt mælagöngu til minningar um desember- uppreisnina 1970, Þa& hefur sitt eigið blað Robotnik Wybrzeza (Hafnarverkamaöur- inn) og þaö sem meira er um vert, þeim hefur tekist a& ná til raunverulega baráttusinna&ra verkamanna. Me& raunverulega baráttusinnuöum verka- mönnum, á ég vi& verkamenn sem hafa verið starfandi & slnum vinnustöðum eða I verkalýðsfélbgunum án þess að blða eftir þvi að andófshreyfingin kæmi fram á sjónarsviðið. 1 raun og veru hefur and- sta&an aOeins gefiö vi&ari innsýn i þá leiö sem var 'valin fyrir löngu sl&an. A hinn boginn haf öi hreyfing okkar raunverulega engin tengsl við félag I verkfallsnefndinni 1 Sczecziu 1970. Að minu aliti, liggja megin ðstæOurnar fyrir skipulagningu þessa ferkafólks, sem ekki enn þá var far- ið að fást við andófsbaráttu, ekki i beinum arásum lögreglunnar, heldur hvöt þessa verkafólks til að verja eigin hgasmuni. Það, að þetta verkafólk er nú að koma til Þegar áætlunarbúskapur skriffinnanna gengur ekki upp kemur pað niöur á aöbúnaði og lífskjörum verkafólks. liðs við okkur, sýnir að við erum að komast yfir stig lokaðs andófshóps. Hvað telur þú vera heppilegasta skipu- lagsform fyrir verkafólk viö þessar að- stæður? Við vorum undir miklum áhrifum af Sönsku verkalýðsráöunum — vegna þáttar þeirra i umskiptum f rá einræðis- til lýöræöisstjórnar. Að sjálfsögðu, hugsuð- um við okkur ekki vélræna yfirfærslu: við horfum ekki framhjá muninum á milli Sp- anar Fancos og Póllands, verkalýðs- nefndir töldum við þvi vera besta og ó- sviknasta skipulagsform verkalýös- stéttarinnar. þ.e.a.s. valddreifö, óleyni- leg hreyfing, starfandi á hverjum vinnu- stað að ákveðnum málum og sem léti hið opinbera verkalýðsfelag lönd og leið. Skirskotar þú þá til reynslunnar af verkalýðsráðunum frá 1956? Nei, alls ekki. Við álitum að það sé ómögulegt að virkja upp verkalýðs- hreyfinguna i dag með slagor&i eins og „sjalfstjórn", við efumst jafnvel um gildi slagorðsins. Við ráðandi stjórnarskipan I Póllandi, er það hlægilegt að setja fram kröfuna um sjalf sstjórn, þegar ekki eru til ósvikin verkalýðsfélög. Það sem meira er, verkafólk sýnir engan áhuga á að vilja taka yfir stjórnina. Það hefur ekki áhuga á þessum vandamólum. Ef slikur ahugi kæmi fram á sjónarsviöiö, þá mundum við að sjálfsögðu ekki vera á móti honum. En eins og staöan er I dag, þá er þetta að- eins fræðileg tilgáta. Hver er staða opinberu verkaiýðsfélag- anna á vinnustöðunum? Að hve miklu leyti eru þau óháð, og I hvaða tilvikum verja þeir hagsmuni verkafóiks? Viö hverskonar pólitlska kúgun, tekur opinbera verkalý&sfélagið afstöðu með stjórn fyrirtœkisins. Þau eru steindau&ar hreyfingar. Fulltrúarnir eru launaðir em- bættismenn, skipa&ir af stjórn fyrirtækis- ins. Þú ver&ur ósjálfrátt me&limur um leiö og þú skrifar undir vinnusamningínn og félagsgjaldið er dregiö beint frá laun- unum. Fyrir verkamanninn er verkalý&s- felagið (þvi) a&eins eitt af tækjunum sem þjónar stjórn fyrirtækisins. Þa& starfar mest a& félagsmálum á vinnusta&num (sumarbústa&afer&alög, samkomur o.s.fry.) en gerir alls ekkert til aö verja hagsmuni verkafólks. t augum verkufóiks eru þvf verkaiýðs- félögin eins slöpp eins og fiokkurinn? Miklu verri. Við getum séO a& flestir dug- legustu og áhugasömustu verkamennirnir fara frekar til starfa I flokknum en verka- lý&sfélaginu. Af hverju? Vegna þess að flokkurinn hefur meiri völd og nærvera hans er meiri á vinnustaðnum. Verka- lýðsfélagið er aðeins auðsveipt leikfang, en I flokknum er mikið um að vera: fund- ir, umræ&ur, ákvar&anatökur... Litur verkafólk þá á flokkinn sem sinn ósvikna fulltrúa? Alveg örugglega ekki þeir sem ekki eru i flokknum. En það er hins vegar ekki hægt aö gleyma þvl, aö meölimir flokks- ins eru um tvær og hálf milljón og af þeim eru 40% verkamenn. Þeir eru þvi fulltrú- ar fyrir um 10% af verkalýösstéttinni og ekki er hægt að flokka þá sem grófa henti- stefnumenn. Dæmi frá 1956 og 1970 sýna a& viö sérstakar a&stæ&ur, eru þeir verka- menn sem tilheyra flokknum tilbúnir til aö styöja mótmælahreyfingar. Slikir verkamenn eru merktir tviskinnungs- Framhald á bls. 19

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.