Stúdentablaðið - 17.04.1980, Blaðsíða 5
Stúdentablaðið
NY NEFND
Pétur Reimarsson formaður SÍNE:
Hreyfinger nú að komastá lánamálin
aftur. Þannig hefur menntamálaráð-
herra i hyggju að skipa nefnd til að
endurskoða lög og reglur um námslán
ognámsstyrki. Þar mun eiga að leggja
til grundvallar „samkomulag” við
námsmenn frá liðnu vori. Eins og mönn-
um er i fersku minni kom samkomulag
þetta fram i frumvarpi á Alþingi og
byggði einkum á tveimur atriöum, þ.e.
annars vegar að námsmenn fái 100% lán
(árið 1982) og hins vegar að endur-
greiöslur verði hertar hjá þeim sem
háarhafa tekjur, en lækki hjá þeim sem
hafalægstartekjur. Telja má aö tillögur
þessar hafi eftir atvikum verið sann-
gjarnarog hljóta námsmannafulltrúar í
ofannefndri nefnt að leggja áherslu á að
viö þetta „samkomulag” veröi staðið.
Það er hins vegar alveg ljóst aö ýmsir
einstaklingar úr öllum þingflokkunum
hafi verið mjög tortryggnir gagnvart
nýju endurgreiöslureglunum og má
búast við aö stift verði haldiö fram
stefnu krata og ihalds um raunvexti og
aðmenn borgi lánin aö fullu til baka við
allar aðstæður. Gegn slikum tillögum
verða námsmenn að berjast í samræmi
við kröfuna: „Engar endurgreiðslur á
þurftarlaun”.
Einnig mun nefnd þessi eiga aö fjalla
um reglugerð lánasjóðsins. Ekki er ljóst
með hvaða hætti endurskoðun reglu-
gerðarinnar á að vera, en þó má ætla að
ráðamenn, sem sjá nokkrum ofsjónum
yfir fjölda þeirra sem njóta aðstoðar
sjóðsins, muni jafnvel hafa i hyggju
einhverja flokkun á námsmönnum eftir
þvf hvort þeir stunda þaö sem kallað er
„æðra” og „öæðra” nám. Slikar aftur-
haldstillögur eiga heldur ekki upp á
pallborðið hjá námsmönnum. Hins
vegar gæti slik endurskoðun kannski
haft ýmislegt gottí för með sér, ekki sist
ef mönnum yrði leyft að afla sér tekna
án þess að slikt komi til beins frádráttar
á námslánum.
Spyrja má hvers vegna ekki hafi orðið
úr að frumvarp það sem menntamála-
ráðherra (sá næstsiðasti) létsemja, hafi
veriðlagtfram og samþykkt á vetrinum
sem núer að liða. Til þess liggja einkum
tvær ástæður.
Sú fyrsta og veigameiri er að i vetur
hefur þing litið starfað og ekki sinnt
nema brýnustu málum rikiskassans og
mun ætlunin aö ljúka þingstörfum í
byrjun mai, svo rikisstjórnin geti starf-
að án afskipta þings að þvi aö leysa
vinnudeilur.
1 öðru lagi var frumvarp þetta ákaf-
lega litið kynnt og eins og áöur hefur
verið gagnrýnt reyndi þáverandi
menntamálaráðherra ekkert til að afla
frumvarp sinu stuðnings meðal þing-
manna. Einnig má álasa námsmönnum '
og námsmannaforystunni sérstaklega
fyrir að hafa ekki kynnt kjaramál
námsmanna út á viö.
Þaö er sama viö hvern er rætt um
námslán og námsmenn aö uppi eru alls
kyns fordómar gagnvart þessu sem
einkum byggjast á vanþekkingu.
Þannig hefði þessi vetur sem nú er að
liða átt að einkennast af miklum blaöa-
skrifum um námslánakerfiö, endur-
greiðslur, úthlutunarreglur og svo
framvegis.
Vegna þessara tveggja atriða kemur
nýtt frumvarp um námslán og náms-
styrki til að hljóta afgreiðslu 1—11/2 ári
seinna en ef vel hefði verið.
Vonandi er að þeir fulltrúar sem þing-
flokkarnir skipa i nefnd menntamála-
ráðherra beri gæfu til að ganga að kröf-
um mánsmanna i sem allra flestum
atriðum, þvi reynslan hefur kennt að
námsmannahreyfingin er sterk sé að
henni vegið.
Nú riður á að námsmenn veiti nefnd-
inni mikið og gott aöhald með ályktun-
um, tillögum og sérstaklega með þvl aö
fylgjast vel með því sem frá nefndinni
kemur. Vonir standa til aö I næsta
Stúdentablaöi verði hægt aö greina frá
þvl nákvæmlega hvað þessi nefnd á að
gera og hvaða hugmyndir verða þar á
lofti.
P.S.
Námsmannafulltrúarnir hafa nú verið
tilnefndir og eru:
Þorgeir Pálsson, SHl
Pétur Reimarsson, SINE
Einar B. Steinþórsson, BISN
Sameining stúdentablaðanna
ÞaO hefur sjálfsagt ekki fariD fram-
hjá öllum, aö fyrsta tölublað Stúdenta-
blaðsins á þessu ári var sameiginlegt
blað Stúdentaráðs Háskóla Islands og
Sambands tslenskra Námsmanna Er-
lendis. t þessu sama blaöi var at-
kvæðaseðill sem StNE félagar gátu
fyllt út og þannig sýnt hug sinn til
þessarar sameiningar.
AIIs bárust 40 atkvæði til kjörstjórn-
ar og voru 39 fylgjandi sameiningu
blaðanna og 1 á móti. Þegar aðeins
einn StNE félagi, af rúmlega 1500, er
andvlgur sameiningunni litum við svo
á að meirihluti StNE félaga sé
fylgjandi áframhaldandi samvinnu við
Stúdentaráð um útgáfu sameiginlegs
Stúdentablaðs.
Ráðgert er að gefa út eitt blaö til við-
bótar á þessu misseri.
Stjórn StNE
Félag Kvikmy ndaáhuga-
manna í Háskóla Islands:
Framhaldsstofnf undur Fé-
lags Kvikmyndaáhuga-
manna í Háskóla Islands
verður haldinn fimmtudaginn
24. apríl kl. 20.30 í fundarher-
bergi Félagsstofnunnar (við
hliðina á matsalnum). Lögð
verða fram þau drög að lögum
félagsins, sem hafa verið til
umræðu undanfarið, og þau
borin upp til samþykktar.
Ennfremur verður stjórn
félagsins fyrir næsta starfsár
kjörin og rætt um starfið til
þess og í framtíðinni.
Stjórnin.
Humboldt-
styrkur
Þýskasendiráðið í Reykjavik hefur
tilkynnt að Alexander von Humboldt-
stofnunin bjóöi fram styrki handa er-
lendum vísindamönnum til rann-
sóknarstarfa viö háskóla og aðrar vís-
indastofnanir i Sambandslýöveldinu
Þyskalandi. Umsækjendur skulu hafa
lokiö doktorsprófi I fræöigrein sinni og
eigi vera elá-i en 40 ára. — Sérstök
umsóknareyöublöð fást I
menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu
6, 101 Reykjavik, en umsóknir skulu
sendar til Alexander von Humboldt-
Stiftung. Jean-Paul-Strasse 12, D-5300
Bonn 2. — Þá veitir þýska sendiráöiö
(Túngötu 18, Reykjavik) jafnframt
nánari upplýsingar um styrki þessa.
Menntamálaráðuneytið,
25. mars 1980.
Styrkir
1. Styrkir til framhaldsnáms i Pól-
landi i 12 mán. skólaárið 1980-1981 i
tengslum við UMESCO. Styrkirnir,
fimm að tölu eru veittir til náms i
pólskri sögu, pólskri málfræði,
slavneskri málfræði. Umsóknar-
frestur til 20.4 1980 .
2. Styrkir, tlu að tölu, til framhalds-
náms eða rannsókna I þeim fræðum
sem tengjast störfum visindamanns-
ins Kópernikusar svo sem stjörnu-
fræöi, eðlisfræði, stærðfræði, einnig
tengd svið svo sem heimspeki, félags-
fræði og saga visindanna. Umsóknar-
frestur til 20.4 1980.
3. Styrkur til sumarnámskeiös i
ensku við háskólann I Kiel. Frá 15.6-
19.7 1980. Umsóknarfrestur til 30.4
1980.
4. Flugmálastofnun Evrópu efnir til
ritgerðasamkeppni meðal háskóla-
stúdenta um þróun og framtiö flug-
starfsemi I Evrópu. Verðlaun i boði.
Skilafrestur 1.8 1980 .
Nánari upplýsingar um styrki þessa
eru veittar á skrifstofu rektors Hí.
AÐEINS 82.000 KR.
Kaupmannahöfn fram og til baka
Félagsstofnun stúdenta f.h. S.H.I. og S.f.N.E. hefur skipulagt
i samstarfi við námsmannafélögin í Danmörku og S-Svíþjóð
eftirtaldar ferðir:
9 vikna ferð 26/6 — 28/8
3 vikna ferð 30/6 — 21/7
6 vikna ferð 30/6 — 11/8
3 vikna ferð 5/8 — 26/8
I verðinu felast allir þekktir skattar og gjöld, þ.m.t. flug-
vallarskattur, þó er verðið háð breytingu á f lugvallarskatti og
olíuverði.
Pantið far strax í síma 15918 f rá kl. 10-12 og 14-16. Til staðfest-
ingar pöntunar þarf að greiða kr. 12.000 í tryggingargjald.