Stúdentablaðið - 17.04.1980, Blaðsíða 4
Stúdentablaðið
Útgefandi SHI og SINE
Ritstjórar: Björn Jónasson og
Magnús Guðmundsson.
Útgáfustjórn: Stjórn SHI og
SiNE.
Ritstjórn og afgreiðsla:
Félagsheimili stúdenta við
Hringbraut/ 101 Reykjavík.
Simar 15959 og 25315.
Verð: 300 kr. i lausasölu/
áskriftargjald á ári 3000 kr.
Prentun: Blaðaprent.
85% jafnrétti til náms
Það lifir enginn á orðinu einu saman. Það er ömurlegt til
þess að vita að mikill hluti tima og orku fulltrúa námsmanna
undanfarin tiu ár skuli hafa farið i að reyna að sanna fyrir
ráðamönnum að námsmenn, rétt eins og hverjir aðrir, þurfi á
næringu, fæði og húsaskjóli að halda. Þrátt fyrir alla þessa
vinnu hefur enn ekki tekist að sannfæra téð yfirvöld nema
áttatiuogfimm prósent. Þau virðast álita að námsmenn þrif-
ist best á vondum mat, að þeim liði best i ljótum fötum, loft-
lausum kjöllurum eða saggasælum risherbergjum.
Þetta sýnist ráðamönnum vera sjálfsagt hlutskipti
Hvar á að taka peningana?
Námsmenn héldu fjölmennan útifund á Arnarhóli á dögun-
um þar sem þeir kröfðust úrbóta á málum sinum og kölluðu
fjármálaráðherra Ragnar Arnalds út úr skrifstofu sinni til
viðtals við sig. Ragnar sagði að það þyrfti endilega að gera
eitthvað fyrir námsmenn, en þvi miður stæði svolitið illa á
hjá þeim i rikissjóði og það yrði þess vegna ekki alveg i
augnablikinu. „Hvar á að taka peningana”, sagði ráð-
herrann. Þessi sami maður litur á sig sem einn af fulltrúum
sósialista á Alþingi.
Námsmenn og verkafólk lætur vart blekkja sig lengur á
þennan hátt. Allur almenningur veit að það er nóg til af pen-
ingum i buxnavösum islenskra auðmanna. Hvernig væri að
skera tekjur þeirra manna niður þó ekki væri nema niður i
áttatiuogfimm prósent.
Augljós réttindi
Jafnrétti til náms, það að fólki úr verkalýðsstétt verði gert
kleift að afla sér menntunar á að vera augljóst réttlætismál.
Jafnrétti til náms telst til grundvallarmannréttinda. Þess
vegna krefst námsmannahreyfingin þess að rikisvaldið
tryggi hundraðprósent brúun framfærslu tafarlaust. Þessari
kröfu munu námsmenn fylgja fasteftir og herða baráttu sina
enn.
Skilafrestur í næsta blað
er til 1. maí
Að blaðinu unnu auk ritstjóra eftirtaldir:
Þorgeir Pálsson, Helga Jónsdóttir, Pétur
Reimarsson og Sigurður Sigurðsson