Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 01.10.1985, Qupperneq 10

Stúdentablaðið - 01.10.1985, Qupperneq 10
Soffía, hver er nú það. Jú, það er íturvaxin stúlka í Há- skólanuin. Með eindæmum falleg þrátt fyrir ungan aldur. Er raunar bara eins árs. En hvað um það. Líkami Soffíu kom saman í Skólabæ að kvöldi föstu- dagsins 4. októbcr þar sem limir Soffíu framkvæmdu „venjuleg aðalfundarstörf’. Limir Soffíu eru allir þeir sem stunda nám í heimspeki við Háskóla Islands. Skýrsla stjórnar vakti mikinn fögnuð seni og reikningarnir. Státaði stjórnin sig með réttu af verk- um miklum og fjárhag góðum. Það sem helst kann að vera fréttnæmt af því er að síðasta vor gaf Soffía út ritling einn sem heitir „Rýnt í rúnir Andans“ og inniheldur fyrir- lestrarglósur nemenda úr framhaldskúrs um Hegel kallinn. Var það þarft verk og gott og voru menn sammála um að halda áfram á þeirri braut útgáfustarfsemi. Það sem er enn merkilegra er að útgáfan stóð undir sér og rúmlega það. Hún skilaði 1.000 kr. hagnaði. Og geri aðrir betur. A þessum fundi kusu menn yfir sig nýja stjórn en í henni sitja nú þau Guðrún Hólm- geirsdóttir, Þorbergur Þórs- son og Eyjólfur Kristjánsson. Vonandi tekst henni að græða hinn unga líkama Soffíu enn meira Iífi í vetur. GARÐSBUAR Nýir leigusamningar Baldur Garóarsson frœðir garðsbúa um sögu Garðanna. í kjölfar deilna F.S. og íbúa hjónagarða síðasta sumar lét stjórn F.S. útbúa nýja leigusamninga fyrir alla ieigjendur; á Gamla og Nýja garði og Hjónagörð- um. Til að kynna þessa samn- inga fyrir leigjendunum voru haldnir fundir með þeim þann 3. október. Stúd- entablaðið var á báðum fundunum og fylgdist með. Á fundinum í Garðsbúð voru 60 manns, frá bæði Nýja og Gamla garði. Frá F.S. voru mætt j?au Baldur Garð- arsson og Ástrún Ágústsdótt- ir. Baldur rakti fyrst fyrir mönnum sögu garðanna — hvernig hefði gegnið að reka þá í gegnum árin. Það hefur að sögn Baldurs gengið illa þar til nú síðustu fimm árin að heldur er tekið að rætast úr. Mikið hefur verið unnið í viðhaldi, en þó vantar enn nokkuð upp á að því sé lokið Þá skýrði Baldur hinn nýja leigusamning fyrir Garðsbú- um og lét þess jafnframt getið að nú yrði að nást eitthvert samkomulag um leigusamn- ing. I fyrra náðist ekkert sam- komulag og voru því Garðs- búar sammngslausir allan veturinn. Þessi samningur sem F.S. leggur til að samþykktur verði er sá sami og Félagsmálaráðu- neytið hefur sent frá sér. Sem sagt hinn staðlaði húsaleigu- samningur. Með nokkurri viðbót þó sem heitir sér- ákvæði og er uppá einar fimm blaðsíður. Það var augljóst að tvennt var það í þessum samningi sem Garðsbúar áttu hvað erf- iðast með að sætta sig við. Annað var það ákvæði að 10 STÚDENTABLAÐIÐ

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.