Stúdentablaðið - 01.10.1985, Síða 14
UH HÁTÍÐARNEFND
1. DES
t
Heitir og kaldir réttir í
hádegi alla virka daga.
Ódýrt en mjög gott íæöi.
Ljúffengir heitir
grænmetisréttir alla
fimmtudaga.
Opiðfrá kl. 11:40
til 12:20.
Mötuneyti St.údenta,
Félagsstofnun.
Það mun vera orðin löng
hefð fyrir því að íslenskir
stúdentar fagni fullveldisdeg-
inuml.des. 1918 með hátíða-
höldum. Því er þó ekki að
neita að vegur þessara hátíða-
halda hefur mjög minnkað
hin síðari ár. Nú er svo komið
að hátíðahöldin sækja ekki
nema 200-300 manns og ekki
verður sagt að þau teljist til
merkilegri atburða í bæjarlíf-
inu, líkt og áður var.
Um ástæður þessa er ekki
gott að segja. Margir vilja
kenna því um, að þessir fund-
ir þykja líkjast meira ofstækis-
fullum trúarsamkomum póli-
tíkusa en hátíðarhöldum sem
höfða til hins almenna
námsmanns. Vel má vera
að svo sé, en þó hlýtur al-
mennt áhugaleysi stúdenta
fyrirfullveldisdeginum I. des.
að vega þar þyngst, því að
engin regla er til um jsað að
einungis Vaka og vinstri
menn megi bjóða fram lista
til hátíðarnefndar. Þvert á
móti er öllum stúdentum
frjálst að setja saman 7 manna
lista og bjóða fram. — Það er
því stúdentum sjálfum að
kenna, ef þeim líkar ekki
tilhögun hátíðarhaldanna 1.
des. Samt heyrast menn gagn-
rýna fyrirkomulagið á hverju
ári án þess að koma með
tillögur til úrbóta.
Vegna þessa áhugaleysis
hefur verið skipuð nefnd til
að kanna hugsanlegar hreyt-
ingar á skipan hátíðarnefnd-
ar. Nefndin hefur komið sam-
an nokkrum sinnum og rætt
leiðir til úrbóta. Ljóst er orðið
að ekki vinnst tími til að
breyta reglugerð um 1. des.
kosningar í ár, en unnið er að
hugmyndum fyrir 1986.
Almennt eru menn sam-
mála um að umsjón hátíða-
haldanna sé ekki í verkahring
Stúdentaráðs sjálfs. Ef menn
vilja á annað borð viðhalda
þessari gölmlu venju eru
nokkrar leiðir færar.
T.d. mætti hugsa sér að
deildarfélögin tækju mikið að
sér. Þau skiptu sér þá í ca. 4
flokka og skiptust á um fram-
kvæmdina. Þetta gæti reynst
möguleiki á tekjuöflun fyrir
deildarfélögin, þar sem oftast
mun vera hagnaður af I. des.
balli. Með þessari aðferð
væru 1. des. kosningar óþarf-
ar.
Önnur tillaga er sú, að
áfram yrði kosið listakosn-
ingu, en breytt yrði reglunum
um úthlutun í nefndina,
þannig að sjónarmið minni-
hlutans fengju að koma fram.
Margir fleiri kostir eru til
og viljum við nefndarmenn
hvetja þá sem áhuga hafa á
framgangi þessa máls, til að
hafa samband og segja skoð-
un sína og helst koma með
eigin tillögur. Með von um
gott samstarf.
Karl Andersen
AUSTURSTRÆTI 8 101 REYKJAVÍK SÍMI 25120
UÓSRITUN
RITVINNSLA
BÓKHALD
VÉLRITUN
Með vorj um ánægúuLeg viðskipti
ur Jonl Eir
Þorgrírrii
i
i rsson
14
STÚDENTABLAÐIÐ