Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 01.10.1985, Qupperneq 18

Stúdentablaðið - 01.10.1985, Qupperneq 18
• • BORN OG A V S U A D G I T N RMÁLIN HVERNIG GANGA HLUTIRI'IIR SIG? Dagvistunarmál Reykja- víkurborgar hafa mikið verið til umræðu undanfarnar vikur og mánuði. Flestir eru sam- mála um að ástandið sé óvið- unandi, a.m.k. að allar fram- tíðarlausnir á dagvistunar- málunum skorti. Menntað starfsfólk vantar og síðast en ekki síst þá lengist stöðugt biðin eftir plássi. Stúdentablaðið fór á stúf- ana og kannaði lítillega hvernig þessi mál horfðu við frá sjónarhóli stúdenta. Hver er staða þeirra í þessu öllu saman? Þá er fyrst til að taka að Félagsstofnun stúdenta á tvö barnaheimili (eða er með þau á leigu til 99 ára): Valhöll og Efrihlíð. Félagsstofnun sér um viðhald þeirra en Reykja- víkurborg alfarið um allan daglegan rekstur. Þ.m.t. eru úthlutanir á dagheimilispláss- um. Á þessum tveim barna- heimilum er pláss fyrir 80 börn en það er um 8% af öllum barnaheimilisplássum í borginni. Hins vegar er í gildi ákveðin viðmiðunarregla sem á rætur sínar að rekja til ársins 1978 er Reykjavíkur- borg yfirtók rekstur heimil- anna og kveður á um að háskólastúdentar skuli hafa um 16% af öllum dagheimilis- plássum sem í boði eru. En það er bara viðmiðunarregla. Þann 31.12.1984 áttu stúd- entar við Háskólann 161 barn á barnaheimilum borgarinnar eða 14,5% af þeim börnum sem þar eru. Hefur sú tala verið nokkuð breytileg frá ári til árs, stundum farið niður fyrir 13%. Þess ber að geta að þessar tölur eiga ekki við um þá stúdenta sem eru einstæðir foreldrar. En hversu mikil er þörfin? Hér erum við kannski komin að því alvarlegasta í þessu öllu saman. Um síðustu ára- mót biðu stúdentar eftir 150 barnaheimilisplassum eða nærfellt eins mörgum og þeir höfðu fyrir!! Enda sýnir það sig þegar skoðuð er ársskýrsla um dagvisturnarmál í Reykjavík að meðalbiðtíini eftir dagheimilisplássum er lengstur hjá háskólastúdent- um! Á síðasta ári var hann 12.86 mánuðir, árið þar áður var hann 11,08 mánuðir. Árið 1981 var þessi meðal- biðtími réttir 9 mánuðir svo augljóst er að ástandið fer stöðugt versnandi. Hluti af skýringunni kann að vera sá að æ fleira barnafólk. leggi út í háskólanám en það hlýtur að teljast eðlilegt miðað við þá fjölgun stúdenta við Há- skólann sem átt hefur sér stað á síðustu árum. Hvernig stúdentar hafa mætt þessu er eðlilega ekki vitað. Stór hluti þessa hóps bjargast eflaust á dagmæðr- um svokölluðum, aðrir á vel- vild ættingjanna. En ljóst er að gera þarf átak í þessum efnum. Slíkthlýturaðhaldast í hendur við heildarátak í dagvistunarmálum borgar- innar. Því væri vert að stúd- entar og hagsmunasamtök þeirra gæfu þessu nánari gaum í framtíðinni. Hér fljóta með nokkrar upplýsingar til þeirra sem enn eru ekki búnir að sækja um og vita þar af leiðandi lítið um hvernig þau mál öll ganga fyrir sig. Dagvistun barna hefur að- setur á Fornhaga 8. Þangað eiga allir, stúdentar sem aðrir, að snúa sér varðandi umsókn- ir og allar upplýsingar. Tvennt er það sem fólk þarf að hafa í huga. Annars vegar að meðalbiðtíminn er rúm- lega ár, en verulegu rnáli getur skipt hvar menn sækja um. Þannig er t.d. ntun skemmri biðtími í austurbæn- um heldur en í vesturbænum þar sem hann er um 2 ár. Hins vegar að þegar stúd- entar komast loks að með börn sín þá fá þeir skammtað- an tíma sem er 3 ár. Eftir þann tíma verða menn að finna aðrar lausnir á dagvist- unarmálum sínum, hvort sem menn eru í námi eða ekki. Þessar upplýsingar og skil- málar gilda fyrir þá háskóla- nema sem eru í sambúð eða eru giftir. Þeir háskólanemar sem eru einstæðir foreldrar falla ekki undir þetta heldur eru settir í hóp með öðrum einstæðum foreldrum (auð- vitað) og ganga í gegnum kerfið sent slíkir. Biðtími þeirra er t.a.m. mun skemmri en háskólastúdenta almennt. Og þá eru það stúdentar utan af landi. Unt þá gilda sérstakar reglur. Annað hvort verða þeir að flytja lögheimili sitt til Reykjavíkur eða að sækja um það til síns sveitafé- lags að það greiði Reykjavík- urborg þann hluta af kostnað- inum sem Reykjavíkurborg myndi annars greiða. Það er um 75% af kostnaðinum. Það verður að segjast eins og það er að ekki eru öll sveitarfélög svo raunsarleg að gera það þó um það sé sótt. Varðandi frekari upplýsingar í slíkurn tilfellum geta rnenn snúið sér til skrifstofu Félagsstofnunar stúdenta. 18 STÚDENTABLAÐIÐ

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.