Stúdentablaðið - 01.10.1985, Blaðsíða 22
HEIMSÓKN í VERKFRÆÐI
$ Wy-i jM^OrWr'f'
á1'
Þetta eru hjúkrunarfræðinemar
— sem eðlilega vildu ekkert tjá
sig um þessi deildarmál. En
hvað haldið þið að þær séu að
læra þarna? Uppvask, stærð-
fræði eða efnafræði?
Leiðsögumaður okkar um byggingarnar var Gylfi Ástbjarnarson
nemi í byggingarverkfræði. Við þökkum honum kærlega fyrir
fylgdina.
Þessi elskulegi sölumaður var „til þjónustu reiðubúinn" í sjoppu
rafmagnsverkfræðincma. Torfi sagðist hann heita og bætti því við
að þau hefðu ekki aðeins á boðstólum sælgæti, gos og santlokur,
heldur væru þau með fyrirtaks Ijósritunarþjónustu. Ljósrituöu fólk
hvað þá annað. Því til staðfestu var heljarmikil auglýsingatafla fyrir
þessa þjónustu. Er hluti hennar sýndur á myndinni hér fyrir neðan.
i-mm
Þann 15. september síðast-
liðinn gengu í gildi breytingar
á lögum um Háskóla Islands
þess efnis að fyrrum Verk-
fræði- og raunvísindadeild
yrðu að tveim deildum: Verk-
fræðideild og Raunvísinda-
deild.
Það eru komin 2 ár síðan
deildarráð Verkfræði- og
raunvísindadeildar sam-
þykkti að fara þess á leit við
stjórnvöld að deildunum yrði
skipt upp í tvennt. Var það
samþykkt í háskólaráði og
málið síðan sent stjórnvöld-
um. En vegna þess að fleiri
atriði í lögum um Háskólann
voru til endurskoðunar dróst
að þetta frumvarp væri lagt
fyrir Alþingi. En það gerðist
sem sagt á síðasta löggjafar-
þingi að frumvarp um þennan
aðskilnað var lagt fram og
samþykkt.
En hvernig snúa þessi mál
við nemendum þessara
deilda?
Til að athuga það og kynn-
ast um leið eitthvað þeirri
kennslu sem þar fer fram
brugðum við okkur, ég og
ljósmyndarinn, í hcimsókn út
í VR I og VR II einn morgun-
inn fyrir skömmu.
/
22
STÚDENTABLAÐIÐ