Stúdentablaðið - 01.10.1985, Síða 25
Bandaríkjunum sé hægt að læra sömu
hluti hcr hcima?
„Ég þekki enga málavexti um náms-
lán í einstökum atriðum. En þessi
stefna er ótæk, og jafnvel háskaleg.“
Eitt svið heimspekinnar er fagur-
fræðin sem fæst m.a. við spurninguna:
„Hvað er fegurð?“ Hafa tónlitaráhug-
inn og heimspekin mæst þarna?
„Nei, ekki hjá mér. Samt er tónlist
óskaplega umhugsunarverð fyrir heim-
spekinga, kannski mest vegna þess
hvað hún er í senn upprunaleg í
manneskjunni og þar með áhrifamikil
annars vegar, og hvað hún er ónáttúr-
leg og þar með engu öðru lík hins
vegar. Á hinn bóginn held ég að
fagurfræði sé hættuleg; mér hefur sýnst
að fagurfræðingar fái gjarnan leið á
listum. Að minnsta kosti er mörg
fagurfræði mjög leiðinleg.“
Það er hins vegar augljóst að Þor-
steinn hefur gaman af listum, a.m.k.
tónlist. Til að minna menn á gildi
„sannrar tónlistar“ látum við fylgja hér
með stutt brot úr ræðu sem tlutt var
fyrir margt löngu.
áh.
Úr ræðu Alexanders Jóhannessonar
háskólarektors sem flutt var á háskóla-
hátíð fyrsta vetrardag 1941:
„Háskólinn tók upp nýja starfsemi,
að efna til hljómleika fyrir stúdenta og
kennara, og miðar starfsemi þessi að
því, að auka þekking stúdenta á dá-
semdarverkum sannrar hljómlistar, en
hún er bundin órjúfandi lögmálum
samstillingar og hreimfalls og opnar
heila veröld fegurðar, er allir stúdentar
ættu að kynnast. Orðið fegurð merkir
samstilling, samhæfing, og þeir, sem
drekka í sig anda sannrar hljómlistar
og skilja eðli hennar, verða sannari
menn og fullkomnari. Þeir þ.e. stúd-
entar rnunu læra*að skynja mismuninn
á sannri hljómlist og villimannlegum
garganstónum þeim, er nefndir eru
„jazz“ og banna ætti í hverju siðuðu
þjóðfélagi. Þessi afvegaleidda
hljómlist, er æskulýðnum er nú boðin
á dansleikum, á sinn þátt í þeirri
spillingu og taumleysi, er þjáir þjóð
vora og til glötunar leiðir."
STÚ DENTAB LAÐIÐ
25