Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.02.1988, Blaðsíða 2

Stúdentablaðið - 01.02.1988, Blaðsíða 2
Þeir sem spara geta fengið 8,5-12% ávöxtun yfír verðbólgu* Clrafgreiðslu VIB að Ármúla 7 og það er ekkert erfitt að stígafyrstu skrefin. Hér eru sjö heilræði frá Verðbréfamarkaði Iðnaðarbankans til þeirrasem eru að byrja að spara: 1 Leggið fyrir fasta fjárhæð við hverja útborgun. Það er meira virði að halda þessa reglu en hversu há fjárhæðin er. 2 Vextir eru leiga fyrir afnot af peningum. Því fyrr sem byrjað er að leggja fyrir því lengur vinna vextirnir við að auka eign- irnar. 3 Haldið lausafé í lágmarki og á sem hæst- um vöxtum. Þegar vextir eru háir er dýrt að liggja með fé sem ekki ávaxtast. 4 Hyggið vel að vöxtunum, hverju einasta prósentubroti! Leitið hæstu vaxta hverju sinni en gætið þess jafnframt að fjárfesting verði ekki of áhættusöm eða torskilin. 5 Takið upp sparnað er afborgunum lána lýkur! Grípið tækifærið er lán hafa verið greidd upp og leggið samsvarandi fjárhæð fyrir í stað þess að eyða pening- unum í annað. 6 Gætið að skattahliðinni og reiknið jafn- an ávöxtun eftir skatt. Skattlagning sparnaðar er með mismunandi hætti og hefur því áhrif á ávöxtun sparnaðar. 7 Góð yfirsýn um fjármálin er nauðsyn- leg. Best er að geta jafnan fylgst með hvernig eignir og skuldir breytast frá einum tíma til annars. Starfsfólk Verðbréfamarkaðs Iðnaðarbankans veitir allar nánari upplýsingar um sparnað og ávöxtun. Verið velkomin í afgreiðslu VIB að Ármúla 7 eða hringið í síma 91-68 15 30 og fáið gögnin send í pósti. *Algengir vextir af verðbréfum hjá VIB nú. VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF. Ármúla 7, 108 Reykjavík. Sími 68 15 30 2 STÚDENTABLAÐIÐ

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.