Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.02.1988, Blaðsíða 11

Stúdentablaðið - 01.02.1988, Blaðsíða 11
Heimsókn í Háskólann á Akureyri Tili*mm sem tekst í septembertölublaði Stúdentablaðsins var frá því skýrt að Háskól- inn á Akureyri hefði verið settur í fyrsta sinn og kennsla hafin. Okkur þótti við hæfi nú - 4 mánuðum síðar - að sækja skólann heim og kanna ástand mála. Frá því er skemmst að segja að enn er þar flest á undirbúningsstigi. Húsnæði það sem skólanum var ætlað er ennþá í notkun á vegum annars aðila, Verkmenntaskólans, sem fær ekki nægar fjárveitingar til að Ijúka nýbyggingu sinni. Skrifstofum var þó holað niður í téðu húsi og einhver lítill hluti kennslunnar fer fram þar. Að öðru leyti er kennt í Iþróttahöllinni á Akureyri og á Fjórðungssjúkrahúsinu. Kennarar hafa enga vinnuaðstöðu og nemendur litla til félagsstarfs og námsvinnu. Brautarstjórar hafa eitt sameiginlegt skrifstofuher- bergi - lítið þó -, og rektor kemur sínum eigin bókakosti ekki fyrir í skrifstofu sinni. Reyndar var rektor skólans Haraldur Bessason að bera inn bækur, daginn sem Stúdentablaðið bar að garði. Einhverja hefði grunað að slíkar aðstæður drægju úr mönnum mátt, fremur en hvettu. Sú virðist þó ekki raunin. Þeir sem tíðinda- maður Stúdentablaðsins hitti að máli voru óvenju hressir og bjartsýn- ir, jafnt kennarar sem nemendur. Iðnrekstrarfræði Námið við Háskólann á Akureyri skiptist í 2 brautir: iðnrekstrarbraut og hjúkrunarbraut. Á Iðnrekstrarb- raut er kennd iðnrekstrarfræði, sam- bærileg þeirri sem kennd er við Tækniskóla íslands í Reykjavík. Nemendur brautarinnar eru um 20. Fyrstu próf voru þreytt nú í janúar og stóðu reyndar yfir, þegar Stúd- entablaðið bar að garði. Námsskrá T.í. er að mestu fylgt nú í upphafi námsins, en síðar er ætlunin að gera ýmis frávik, að sögn Stefáns Jóns- sonar, brautarstjóra. Hjúkrunarfræði Hjúkrunarfræðinámið styðst við hjúkrunarfræðina í H.Í., en þó eru ýmis veigamikil frávik gerð frá skipulagi námsins, að því er Margrét Tómasdóttir, brautarstjóri tjáði okkur. Námskeið eru færð milli mis- sera og ára, og til að geta nýtt aðfenginn starfskraft til kennslu eru fáar greinar teknar fyrir í einu, jafn- vel bara ein, og próf tekið strax að yfirferð lokinni. Með þessu móti tókst að ljúka öllum prófum braut- arinnar fyrir jól, auk þess sem hæfir kennarar hafa fengist í ríkara mæli en annars hefði verið hægt. Flestir kennarar brautarinnar eru þó búsettir á Akureyri og munar þar mest um læknana. Kennsla á hjúkrunarbraut fer fram í íþróttahöllinni og á sjúkra- húsinu, en þar hefur verið innréttuð kennslustofa og lesstofa fyrir nem- endurnar. Margrét sagði þetta ágæta framlag sjúkrahússins hefði bjargað miklu fyrir sína braut. Hugmyndin er sú að auk beinnar háskólakennslu og rannsókna verði á vegum Háskólans á Akureyri fyrir- lestrahald um ýmis málefni menningar og vísinda. Þessi starf- semi er þegar hafin, og má m.a. nefna fyrirlestraröð Gísla Jónsson- ar, menntaskólakennara um íslenskar bókmenntir og erindi Þorbjörns Broddasonar um uppeld- isfræði; hvort tveggja í haust. Að sögn Haraldar Bessasonar, rektors, er ætlunin að halda þessu áfram, auk þess sem vonast er til að nýjar háskólagreinar bætist við á ári hverju næstu árin. Vcrk iyrir höndum Það er ljóst að mikið verk er fyrir höndum í uppbyggingu skólans. Stofnun hans er enn aðeins á til- raunastigi og tæplega það, ef tekið er mið af aðstöðunni. Hins vegar er engin ástæða til annars en að ætla að tilraunin takist. Guðmundur Sœmundsson STÚDENTABLAÐIÐ 1 1

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.