Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.02.1988, Blaðsíða 22

Stúdentablaðið - 01.02.1988, Blaðsíða 22
KYNNING: ORATOR Lögfræðiaöstoöin aö störfum. Lögfræðiaðstoð Orators Lögfræðiaðstoðin hefur nú verið starfrækt á áttunda ár en einungis yfir vetrarmánuðina (fólk er hvatt til að gæta ýtrustu varúðar á sumrin og lenda frekar í vandræðumá vet- urna). Lögfræðiaðstoðin er eingöngu veitt í formi símaráðgjafar. Mark- mið þessarar þjónustu er að almenningur eigi þess kost að geta á skjótan og ódýran hátt fengið upp- lýsingar um réttarstöðu sína, ef eitthvað kemur upp á, s.s. andlát, skilnaður, meint svik í samningum o.s.frv. Fólk fær einnig upplýsingar um hvert það getur snúið sér til að fá úrlausn mála sinna og ráðleggingar um að leita til lögmanna ef þess er talin þörf, en laganemar hafa ekki leyfi til málflutnings og geta því ekki fylgt málum eftir í dómskerfinu. Aðstoðin fer þannig fram að á hverju fimmtudagskvöldi kl. 19.30 til kl. 22.00 sitja nokkrir rétt óút- skrifaðir laganemar við símann í kjallaraherbergi í ónefndu húsi Lagadeildar, umkringdir stöflum af lagaskræðum, og reyna að fremsta megni að leysa úr þeim lögfræðilegu vandamálum sem síminn færir þeim. Vandamálin sem berast eru af marg- víslegasta tagi og spanna flest svið lögfræðinnar. Reynir því oft mjög á kunnáttu laganema á námsefninu og síðan á uppflettihæfileika er utan- bókarlærdómurinn þrýtur. Ef hvorki utanaðlært bókvitið né upp- flettivitið dugir til þá hafa laganemar í bakhöndinni nokkra fórnfúsa lög- menn sem þeir geta leitað til. Flest- um spurningum er því svarað. Laga- nemar á síðari hluta námsins hafa sótt mjög í að starfa í Lögfræðiað- stoðinni og telja sig enda fá þar ágætis æfingu og forsmekkinn af þeim úrlausnarefnum sem bíða þeirra í starfi eftir útskrift. Virðast mál sem varða fjölskylduna eins og sifja- og erfðaréttur vera algengust. Mörg mál er hægt að afgreiða strax en ef þau eru flókin er tekinn nokkur frestur til að svara þeim, og þá er hringt í fólk síðar. Aðsóknin hefur verið mjög mikil og sýnir að full þörf er á þjónustu sem þessari. Að endingu eru stúdentar hvattir til að notfæra sér þessa ókeypis aðstoð á tímum ört rýrnandi kaup- máttar námslána og minnir á að símanúmerið er 1 10 12. Pórey Aðalsteinsdóttir frkv.stj. (starfsmaður) lögfrœðiaðstoðar StúcCetita- Kjallaranum er tilvaliö að tylla sérð... fá sér kaffibolla je... kíkja r I Opiö kl. 11-14 og til útleigu á kvöldin og um helgar sími 14-789 blöðin|H... narta í samloku, eða hamborgarag^ ... hlusta á útvarpiðJ^... smakka á súpunni og smárétt- unum||... taka eina skákH... kanna kökuúrvalið^i... spjalla við félagana?B0... fá sér meira kaffi^... slappa af^... FS-augýdng 001-©i 22 STÚDEnTABLAÐIÐ

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.