Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 01.02.1988, Qupperneq 10

Stúdentablaðið - 01.02.1988, Qupperneq 10
BÓKMENNTIR ^ Maður og kona yfir tómum kaffbolla sat hún að sönnu ein en við þarnæsta borð sátu kona og maður sem vísvitandi rjálaði við hankann á kaffibollanum sínum og án þess að vita til sín veitti hún athygli vísifingri hans sem hnitaði hringa á innanverðum hankanum án hiks án hvíldar meðan hún horfði á hringferð fingursins setti að henni óró sem smám saman át um sig og fyrr en varði forhertust brjóstvörtur hennar líktog í kulda og í grandaleysi ímynd- aði hún sér að í hnakkanum væru sköp sín fólgin og fjarska þótti henni gott að horfa á fingur mannsins og því meir sem hann fitlaði við hankann því betur leið henni því æstari varð hún þótt hann brátt gerðist leiður á hringnum innan hankans og flytti fingur sinn uppá brún bollans gerði það síst nokkuð til því einnig þar skynjaði hún skaut sitt einnig eftir brúninni strauk maðurinn vísifingrinum hring eftir hring sólarsinnis eða andsælis eftir því hvort hann talaði eða hlustaði hún kenndi rekju í klyftunum og ókyrrðist á stólnum þegar hann skyndilega greip þéttingsfast um hankann bar bollann að vörum sér og dreypti á kaffinu enda fannst henni sem risavaxið síli rifi sig uppá gátt og synti inní sig alla leið upp til höfuðsins og var svo dillað að hún gerði sér enga hug- mynd um hversu sælt og vígahnattarlegt meyjarfölt andlit hennar var orðið né fann hún í algleyminu svitanum slá út um sig fyrir vitin lagði kynlega og tryllandi þefjan sem snardýpkaði nautn hennar enda þótt hún ekki þekkti þessa lykt en áleit að hlyti að vera samslungin þessum manni og tangarhaldi hans á hankanum sem hún fann æ greinilegar innan nær- haldsins uns hann lagði frá sér bollann stundarkorn hún varp öndinni léttar þar til hann í síðasta sinni setti vísi- fingurinn á brún bollans og renndi honum rólega hring eftir hring eftir hring eftir hring rólega rangsælis og hlustaði á konuna en strauk svo réttsælis í gríð og ergi lauk máli sínu og... hún fann fyrir ... krækti vísi þá skellihló Ijúfsárum hnykk er fingrinum í konan svo tárin risafiðrildi fló hankann og þrýstust fram upp undir kvið bar bollann í augnkrókana svalg uns sprakk að munni sér og millum vængir þess komu lygndi augum hjartanlegra uppí hugann slókaði kaffið hláturkviðanna huldu snöggsinnis í sig af stundi hún hugsanir hennar áfergju en af krafti kipraði í sér augun gretti sig sannfæringar og fól svip struntur í því! án þess að riðandi vellíðunar lukt augnlokin skammast sín í þvölum greipum herptust saman hið minnsta Þetta var gott! í sama mund og sömu orð hrutu henni af skraufþurrum munni þar sem hún sat nokkuð andstutt og hálfgert í keng yfir tómum bollanum og velti því fyrir sér hvort konan sem hló andspænis fingrinum hefði fundið fyrir einhverju ámóta en skildi ekki léttúð hennar vegna unaðssemdarinnar sem hún sjálf hélt svo heilaga að hún áttaði sig ekki á hversu spillt kafrjótt andlit hennar gæti virst og hún gálulega á sig komin fyrr en kjámakaralegur þjónninn stóð yfir henni og bauð meira kaffi sem hún afþakkaði í flýti og er hún sá að velgjörðarmaður hennar þáði ábótina hjá þjóninum tygj- aði hún sig til farar staðföst í trúnni einu sinni er nóg í fyrsta sinni á útleiðinni virti hún ekki viðlits ljúflinginn sem enn fitlaði við bolla sinn heldur fór í sveig fram hjá borði hans og kon- unnar sem hló enn og stundi enn þetta var gott! rétt einsog hún sjálf í hálfum hljóðum og þó hana munaði mest í að knúsa hinn dásamlega mann og þakka honum hélt hún aftur af sér og fór leiðar sinnar er hún hafði fellt hurð kaffihússins kirfilega að stöfum Höfundur: Uggi 10 STÚDENTABLAÐIÐ

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.