Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.02.1988, Blaðsíða 36

Stúdentablaðið - 01.02.1988, Blaðsíða 36
TRÚMÁL B WARNING! -^This Man Is Dangerous UTLITS- EINKENNI: -VAFASAMT AUGNATILLIT -GLOTTIR HROAR HALLDORSSON r ^Oróaseggur -^Einhlioa x4ró&ur ^Nióurbrjótandi Frásagnir, (ekki við hæfi barna) 'THsettulegur Vi5kvsemum Sálum ^Morbmaour KEMURTIL ÍSLANDS Ver' INNRITUN OG UPPLYSINGAR Kristilegt stúdentamót Dagana 12.-14. febrúar verð- ur kristilegt helgarmót fyrir stúd- enta í Ölveri undir Hafnarfjalli. Slík mót eru haldin tvisvar á ári á vegum Kristilegs stúdenda- félags og eru mörgum kærkomið tækifæri til að slaka á eftir prófin og endurnærast á líkama og sál. Gestur mótsins verður Roar Halldorsen, framkv.stj. „Oper- ation Mobilisation“ í Noregi, en það er alþjóðahreyfing ungs fólks, sem þj álfar og fær til starfa kristið fólk frá mörgum löndum og trúarsamfélögum. Á mótinu mun Roar einkum fjalla um lifandi boðun kristinn- ar trúar í nútímanum og um það hvernig kristnir menn geta vaxið í trúnni á Drottin. Hugsjón „OM“ -hreyfingar- innar er að efla löngun fólks til að fylgja Jesú og boða trú án til- lits til landamæra. Roar hefur mikinn áhuga á smíðum og í þetta sinn mun hann fjalla um fræga smíði gegnum tíðina. Mál hans verður túlkað fyrir þau sem þess óska. Á kristilegum grundvelli er alltaf margt til gamans gert og góðar samfélagsstundir og allar ytri aðstæður í Ölveri ættu að gera sitt til þess að öllum líði vel. Mótið er öllum opið. Skrifstofa KSF, Freyjugötu 27, s. 28710 veitir allar nánari upplýsingar. Innritun er á opnunartíma skrifstofunnar kl. 14-16 til mið- vikudags 10. febrúar. (Einnig er hægt að hringja á öðrum tímum). Björg Þórhallsdóttir, s. 23786 tekur einnig á móti innrit- unum. Verð er ráðgert á bilinu 2.300- 2.500 kr. í þvi er innifalið matur, gisting og ferðir. Kemur þú... . KOSN* INGAR! Þriðjudaginn 15. mars n.k. fara fram kosningar til Studentaráðs Háskóla íslands og kosning tveggja fulltrúa stúdenta til Háskólaráðs. Stúdentaráö er skipað 30 fulltrúum stúdenta. Til Stúdentaráðs eru nú kosnir 13 full- trúar og jafn margir til vara. Til Háskólaráðs eru kosnir tveir fulltrúar, sem jafnframt eiga sæti í Stúdentaráði, sbr. 7. gr. laga um Stúdentaráð. Kjörtímabil ertvö ár. Kosningin er leynileg, hlutbundin listakosning, sbr. 6. gr. og verðurkjörfundurfrákl. 9.00 til kl. 18.00 þriðjudaginn 15. mars n.k. Kjörstaðir verða auglýstir nánar síðar. Kosningarétt og kjörgengi til Stúdenta- og Háskólaráðs hafa allir sem eru skráðir til náms í Háskóla íslands skv. reglugerð Háskólans sbr. 15. gr. laga um Stúdentaráð. Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla fer fram þriðjudag 8. mars og föstudaginn 11. mars kl. 12.00 til 15.00 báða dagana og fér kosningin fram á skrifstofu Stúdentaráðs. Frestur til að skila inn framboðum til kjörstjórnar rennur út föstudaginn 4. mars sbr. 11. gr. laga um Stúdentaráð. Kjörskrá liggur frammi á skrifstofu SHÍ 1. mars og 11. mars. Kærufrestur vegna hennar rennur út kl. 12.00 14. mars. Kjörstjórn. 36 STÚDEMTABLAÐIÐ

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.