Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.02.1988, Blaðsíða 45

Stúdentablaðið - 01.02.1988, Blaðsíða 45
FRÉTTIR hz: Samstaða fyrir mestuS p — scgir Runólfur Agústsson, nýrádinnfrkv.stj. Stiidcntaráds Runólfur Agústsson hefur tekið við framkvæmdastjórastarfi hjá Stúdentaráði. Hann er 24 ára laga- nemi, útskrifaður úr MH vorið 1984. Hann starfaði sem leikhúsritari hjá Leikfélagi Reykjavíkur í 2 ár, áður en hann hóf nám í Háskólanum. Runólfur er í sambúð og á eitt barn. Hann situr í Stúdentaráði og var efstur á lista vinstri manna sl. vor. Við tókum Runólf tali og báðum hann að lýsa helstu áhugamálum sínum í nýju starfi. Vcrkalyðsíclag stúdeuta - Við þurfum að líta á starf okkar i Stúdentaráði sem starf í verkalýðs- félagi. Stúdentaráð er okkar verka- lýðsfélag. Það er tæki sem við höfum í hagsmunabaráttu okkar og verðum að nýta sem slíkt. Láuamál - Helstu baráttumálin í dag eru þrenn. Fyrst eru það framfærslumál- in. Þau eru í biðstöðu eins og er. Næst má nefna lögbrot Lána- sjóðsins gagnvart einstæðum for- eldrum. Það mál er í gangi sem stendur og er verið að vinna að því. Dagvistarmál - Þriðja atriðið er dagvistarmál sem eru mjög brýn. Það er ekki fyrirsjáanlegt að Félagsstofnun stúdenta taki nýtt dagheimili í notkun, næstu tvö-þrjú árin. Hvern- ig er hægt að brúa þetta bil? Þarna held ég að mikilvægt sé að þeir stúd- entar sem eru foreldrar sameinist í foreldrafélagi og knýi á um úrbætur. Þeir gætu jafnvel farið út í eigin rekstur, þar sem þeir mundu vinna sjálfir og reyna þannig að lækka kostnað í dagvistun. Söluaöilar Einar J. Skúlason hf„ Grensásvegi 10, Reykjavík, S: 68 69 33 Rafreiknir hf„ Ármúla 40, Reykjavlk, S: 68 10 11 Skrifstofuvélar hf„ Hverfisgötu 33, Reykjavík, S:20560 Atlantis, Skúlagötu 51, Reykjavík, S: 62 11 63 Heildi — Níels Karlsson, Steinbergi, Akureyri, S: 96-25527 Þeim fjölgar sem nota Bókarann Þaö eru ekki mörg bókhaldsforrit á markaönum sem henta jafn vel byrjendurm sem fagmönnum. Bókarinn hefur algjöra sérstööu aö þessu leyti. Kerfi sem allir geta notaö. STÚDEMTABLAÐIÐ 45

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.