Stúdentablaðið - 01.02.1988, Blaðsíða 14
_________ÞEMA: AKUREYRI mmm'_
I lúsmvðisiiutlm
sky^ja sl allt amiacl
— segir formaður nemendafélagsins, Þorbjörn Jónsson
Er búid að stofna nemendafélag í Háskólanum á Akureyri? Hve-
nær var það gert? Hvað er félagið að gera? Hver eru helstu mál þess?
Óskar félagið eftir samstarfi við aðra? Vill það fá aðild að LÍN?
Þessar spurningar og aðrar fleiri höfðum við á vörunum, þegar sest
var niður til skrafs við Þorbjörn Jónsson, formann nemendafélags
Háskólans á Akureyri, og nema í iðnrekstrarfræði.
Fyrstii sporiu
- Félag okkar var stofnað undir
lok haustannar og er því rétt orðið
til. Við erum t.d. enn að ræða til-
ganginn með stofnun félagsins og
hver eigi að vera helstu verkefni þess
í framtíðinni. Þetta uppbyggingar-
starf er ákaflega spennandi og
skemmtilegt.
Húsnæðismál
- Verkefnin eru mörg, en ég hygg
að við séum öll sammála um að
húsnæðismál skólans séu þau mál
sem heitast brennaáokkur. Kennslu-
rými er engan veginn nógu gott, þótt
tekist hafi að útvega nægilega marg-
ar stofur. Næsta ár verða a.m.k. tvö-
falt fleiri nemendur á þeim tveim
brautum sem nú eru, auk þess sem
stendur til að bæta brautum við.
Nemendafjöldinn sem nú er um 35-
40 gæti því þrefaldast eða jafnvel
fjórfaldast næsta haust. Og þannig
má búast við að þróunin haldi áfram
að vera næstu árin, þar sem hver
námsgrein tekur þetta 2-4 ár. Það
getur jafnvel verið að talsvert sé um
að fólk hafi haldiö að sér höndum í
haust vegna óvissunnar um hvort
- Ég er stúdent af náttúrufræði-
braut Menntaskólans á Akureyri
vorið 1986. Ég var búinn að vinna í
eitt ár, en dreif mig í iðnrekstrafræð-
ina þegar hún byrjaði. Þetta er hag-
skólinn gengi, en muni síðan flykkj-
ast í hann að hausti.
Vaníar
stúdeutagarð
- Við höfum þó ennþá meiri
áhyggjur af öðrum húsnæðisskorti,
nefnilega skortinum á stúdentagörð-
um, félagslegu íbúðarhúsnæði fyrir
stúdenta. Þetta er sérlega bagalegt
vegna hve ástandið á leigumarkað-
inum hér er erfitt og leiguverð hátt.
Nýr skóli eins og Háskólinn á Akur-
nýtt nám og nýtist mjög vel hvernig
svo sem framtíðin æxlast. Síðar hef
ég hugsaðmér að fara í annað nám,
ef til vill erlendis. Ég hefði sennilega
látið allt þetta nám eiga sig í vetur ef
þetta hefði ekki boðist.
Flciri slíkir
- Já, ég held að það sé svipað hjá
mörgum í greininni, að þeir hefðu
ekki farið í nám, ef þetta hefði ekki
boðist hér. Það eru t.d. fjölskyldu-
menn í þessu og það hefði orðið
þeim mun örðugra að rífa sig upp og
fara suður til að setjast á skólabekki
Tækniskóla íslands. Þetta var því
góð lausn fyir þá. Stofnun skólans og
þessarar brautar var því mikil nauð-
syn, fjárhagslega og fjölskyldulega
fyrir mörg okkar.
-GSœm
Þorbjörn Jónsson (t.v.) og Tómas Guðmundsson.
xWuu fyrir framtíðiua
spjallað við Tómas Guðmundsson,
iðnrekstrarfræðinema
Tómas Guðmundsson er þó innfæddur Akureyringur, óskyldur
Reykjavíkurskáldinu nafna sínum. Þegar Stúdentablaðið bað hann
um viðtal, eða heimtaði öllu heldur, brást hann karlmannlega við því.
Hann er nemandi á iðnrekstarbraut Háskólans á Akureyri, og strax
á fyrstu önn eru vísindin farin að koma honum að gagni því að hann
er gjaldkeri skólafélagsins. Ekki svo að skilja að starfsemi skólafélags
og iðnaður sé greinar af sama meiði, heldur af hinu, að rekstur er all-
taf rekstur (nema brottrekstur eða fjárrekstur sé).
14 STÚDEMTABLAÐIÐ