Fálkinn


Fálkinn - 16.02.1929, Qupperneq 3

Fálkinn - 16.02.1929, Qupperneq 3
F Á L Iv I N N 3 PAFARIKIÐ NYJ.A Páfinn á gangi VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Sicúlason. Framkvœmdastj.: Svavab Hjaltested. Aðalskrifstofa: Austurstr. 6, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa i Osló: Anton Schj öthsgate 14. Blaðið kemur út hvern iaugardag. Áskriftarverð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Al.LAIt ÁSKRIFTIR GREIÐIST FYRIRFRAM. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter. Phentsmiðjan Gutenberg ^Hmfíugsunarvart ~! Vestur-íslendingar virðast hafa liug á, að fjölmenna sem hest á Alhingis- hátíðina að ári. Þeir eru fyrir nokkr- um árum byrjaðir á að undirbúa komu sina liingað — voru hyrjaðir á þvi nokkru áður en íslendingar hjer heima liöfðu byrjað á að búa sig und- ir hátiðina. Og nýlega hafa sendi- menn þeirra tveir dvalið hjer til tii skrafs og ráðagerða um heimsókn- ina, þeir Jón Bíldfell og síra Rögn- valdur Pjetursson. Sagt er að það hafi orðið úr, að Landsspítalinn nýji verði tekinn til hýsingar þeissum gestum vorum. En Um iíkt leyti komu fram raddir um það í blöðunum, að Reykvikingum Vaeri sú aðferð sæmilegust, að bjóða þeim heim til sín, hýsa einn Vestur- Islending eða fleiri, eftir því sem geta leyfði, meðan þeir stæði hjer við. Vist er um það, að þessi aðferð hefði ver- ið skemtilegust. En tvens cr þó að gæta í þessu sambandi: Flestir Reyk- vikingar búa við svo þröngan húsa- kost, að þeir eiga hágt með að liýsa fólk sómasamlega, og svo hitt, að ein- mitt um sama ieyti má liúast við gest- um víðsvegar af landinu, gestum sem ciga hjer vini og vandamenn er þeir búast við að skjóti skjólsliúsi yfir þá. Og ])ó liúsakynnin sjeu lítil finst vist flestum, að hægra sje að bjóða bau nákoinnum ættingjum utan af landi en gestum úr annarí lieimsálfu, l>ó af íslenskum uppruna sjeu. En ]>ó að frændum vorum að vest- an verði vísað til liúsa á Landsspit- alanum, ])á gæti margir Reykvíkingar sýnt þeim gestrisni á annan iiátt. ,— Þcssir gestir mega ekki dvelja hjer eins og ókunnugir og framandi meðali beir standa lijer við. Þeir verða að kynnast fólki lijer, fólki sem lætur sjer hugarhaldið um |>á meðan ]>eir eru hjer. Og besti vegurinn til þeirrar viðkynningar væri sá, að Jieir heimil- isfeður, sem ]>ess eru megnugir, byðu gestum þessum á vist með sjer meðan l'eir standa við. Á þann hátt mundu beir af gestunum, sem ekki eiga hjer ættingja og vini, cignast kunningja og finna sig lieima. l>að er ekki matur- inn, sem er aðalatriðið i ])cssu máli, l'eldur liitt, að gestirnir þyrftu ekki að kenna þeirrar tilfinningar á ís- lensku ættarslóðunum, sem gistiliús- Sestir verða varir í framandi landi. — Með ]>essu móti er grcitt fyrir aukinni viðkynningu íslendinga austan kafs og vestan, viðkynning sem gæti liaft hinar bestu afleiðingar fj’rir báða hlutaðeigendur og fyrst og fremst tíæti kæft þann misskilning, sem stundum er svo áberaiuli í dómum vorum um Vestur-íslendinga og þeirra dúinum um oss. Síðan ítölsku smáríkin sam- einuðust undir nýrri stjórn og hið forna páfaríki var innlimað í konungsríkið Ítalíu árið 1870 hefir óvinátta verið á milli stjórnarinnar ítölsku og páf- anna. Hafa páfarnir kallað sig „fanga í páfahöllinni" og enginn páfi stigið fæti sínum út fyrir páfagarð frá því að hann tók við embætti og til æfiloka. Því páf- arnir viðurkenna ekki yfirráð ítölsku stjórnarinnar, þeir láta sjer eigi nægja að vera kirkju- höfðingjar heldur vilja þeir jafn- framt hafa veraldleg völd, eins og áður var. Með lögum sem ítalir settu 1871 var persóna páfans viður- kend heilög og friðhelg og árás- ir á páfann taldar jafn mikið brot og árásir á konunginn sjálf- an. Innan landmæra Ítalíu ber að sýna honum sömu virðingar- merki og konunginum sjálfum og af hálfu kaþólskra kirkjuhöfð- ingja nýtur hann sömu virðinga og meðan kirkjuríkið var sjálf- stætt. Samkvæmt sömu lögum heldur páfinn páfahöllunum og görðum þeirra endurgjaldslaust og enginn borgari Ítalíu nje em- bættismaður hefir leyfi til að stiga fæti sínum inn á páfans lóð, lög ítala gilda þar eigi og liann liggur við því að rannsaka skjöl þau og bækur, sem koma páfadæminu við. En þrátt fyrir þessi forrjettindi hafa páfarnir unað illa hlutskifti sínu og ó- vinátta haldist milli konungs- hirðarinnar og páfahirðar. Það var sagt fyrir nokkrum áruin, að sá stjórnmálamaður mundi aldrei fæðast, sem miðl- að gæti málum og komið á sætt- um milli konungs og páfa. En nú berast þau tíðindi, að sættir sjeu komnar á, og að um síð- ustu helgi hafi verið undirritað- ur samnirigur um deilumálin, af umboðsmanni páfans og Musso- lini. Er hinuni síðarnefnda Ilermaður i lifvcrði páfans. þakkað, að þetta hefir komist í framkvæmd og er það talinn nýr vottur stjórnkænsku hans. Er það augljóst, að mjög mikill skaði er að því, að sundrung og ósamlyndi sje milli andlega og veraldlcga valdsins í ríkinu og hefir stjórn ítala oft fengið að reyna, að páfadæmið kom í veg fyrir mikilvægar ákvarðanir er hún ætlaði að koma i fram- kvæmd. Eftir að samningar eru komnir á má búast við, að Mus- solini mun reynast stórum Ijett- ara um ýmsar breytingar og framkvæmdir en verið hefir hingað til. Aðalatriðin úr samningunum hafa verið tilkynt opial>erlega og eru þau þessi: 1. ítalska stjórnin viðurkennir páfann fn 11 - valda þjóðhöfðingja hins sjálf- i hallargarðinurn. stæða kirkjuríkis, sein að vísu ekki nær nema til páfagarðs og Pjeturskirkjunnar ásamt litlum landskika og landræmu frá páfagarði til sjávar. Jafnframt viðurkennir páfinn fullveldi Ita- líu gagnvart kirkjuríkinu. 2. Páfadæmið fær skaðabótaupp- hæð, sem ekki hefir verið ákveð- in þegar þetta er ritað. Musso- lini hefir boðið einn miljard líra, en páfinn krefst 4 miljard líra skaðabóta. 3. Hús þeirra er- lendra sendiherra við páfahirð- ina, sem standa utan páfagarðs, verða látin standa áfram þar sem þau eru nú, en skrifstofur sendiherranna verða fluttar í páfagarð. 4. Allir embættismenn við páfahirðina verða viðurkend- ir borgarar í hinu endurreista páfaríki. — — Bókasafnið í páfagarði.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.