Fálkinn


Fálkinn - 16.02.1929, Blaðsíða 5

Fálkinn - 16.02.1929, Blaðsíða 5
F A L K I N N 5 Sunnudagshugleiðing. „SáSmaöur fór út aö sá sœði sínti“. Lúkas 3. 5. Gamla sagan um sáðmanninn er sáði í akur sinn er ávalt ný og endurtekur sig sífelt, bæði í andlegum og tímanlegum efn- um. Þegar Jesús segir oss þessa ögleymanlegu líkingu notar hann viðburð úr náttúrunni til þess að bregða upp mynd af því, sem sífelt gerist í andlegum efnum mcðal vor mannanna. Miklu er sáð í þessum heimi, hæði góðu og illu. En sæðið sem Jesús talar um er Guðs heilaga orð. Það er hið góða sæðið — betra sæði hefir aldrei verið sáð. Og því er sáð um allan heim — hvern einasta dag. En þó eink- um þann dag, sem sjerstaklega er dagur Drottins, sunnudagur- inn. Á hverjum sunnudegi sá kennimenn kirkjunnar hinu góða sæði í Guðs húsi, og á fjöl- mörgum heimilum safnast fólk- ið saman til þess að heyra Guðs orð um hönd haft. Alstaðar er jarðvegur til að sá í: manns- hjörtu sem slá og sem eru við- búin að taka á móti sæðinu. Þvi mannshjartað verður að taka við sæðinu svo að það geti þró- ast og haft áhrif á mannlífið og gefið ávöxt hins eilífa lífsins. Öllu sæði er ætlað að bera á- vöxt. Og Guð vill með orði sínu hjálpa oss til þess að lifa lífi voru rjettilega. Til þess er orð- inu sáð. Við lifum þessu lifi að- eins einu sinni og einhverntíma kemur sú stund, að vjer eigum að standa reikningsskil á, hvern- ig við höfum lifað. Allir vjer, sem lifum í kristnum löndum höfum meðtekið Guðs orð; við erum el' til vill meðal þeirra er hlýðum kostgæfilega á það. En hvernig hlýðum vjer á það? Það er með svo ýmislegu móti sem fólk hlýðir á Guðs orð. En vissu- lega er það tilgangur Guðs, að við tökum fúslega við öllu því sæði, er hann dreifir um akur sálna vorra, og að með bæn og starfi gerum okkar ítrasta til þess, að það megi bera ríkulegan ávöxt. Guði sje lof megum við trúa þvi, að orðið verði aldrei algjör- lega árangurslaust; við getum trúað því, að altaf sjeu þær sálir til sem í bæn og iðrun opnast fyrir sæðinu; við getum trú'að því, að áxalt sjeu þær sálir til sem þyrstir í náð og ákalla Guð um hjálp og frelsun, og þess- vegna taka við orðinu mcð þakk- látum huga og hlusta hugfangnir á hoðskapinn um hann, sem kom niður á jörðina til vor til þess að gera synduga menn sálu- hólpna. Þar sem svo er ástatt fellur sæðið í góða jörð. Þar grær og dafnar nýtt líf í Kristi, þar finnur sálin í orðinu um hinn krossfesta og upprisna ein- mitt það sem hún þarfnast. Þar vex friður og gleði í Guði, þar byrjar nýtt kærleikslíf, þar fær trúin gleðiboðskapinn um l'rels- un af náð fyrir tilverknað Jesú og þar grær hin dýrðlega eilífð- arvon, og sálin fyllist gleði. Einhverntíma lcemur haust- kvöldið og þá mun koma í ljós hve mikinn ávöxt orðið hefir borið í heiminum. Allir þeir, sem fá að fara heim í friði og loka augum sínum í sæili trú um eilíft líl', munu þegar heim kemur syngja Guði eilíft lof fyrir orðið sem hann sendi þeim og sem þrátt fyrir jarðveginn sem stundum var grýttur náði að festa rætur í mannshjartanu og bera ávöxtinn, sem til var sáð. FRÁ LIPINNI TÍ E> Frá fellinum 1882. Hjer á laiuli er veðurlag, árferði og afkoma að mjög miklu leyti liaf- straumum háð, liita sjávarins og haf- ísreki. En að öllu pessu verður mikill áramunur. Já, áratuga og jafnvel alda- munur. A 19. öldinni má telja yfir 60 ár svo góð, að liafísa gætti ekki hjer við land að verulegum mun. Og rúm 20 ár svo, að ekki yrði hafís landfastur. Lengsti og besti gæðakaflinn var árin 1841—54. Voru l>á margir vetur likir og nú, eklci sist borrasumarið 1847 — með fiflum, sóleyjum og fuglasöng í þorralokin. (í april kom ]>ó frost og byljir, en gott vor úr l>ví). Hafisárin voru líka mörg og bjettust framan af öldinni. Einna lökust urðu árin, og af- leiðingar ]>eirra: 1802, 1817, 1835 og 1866. (Árf. á ísl.). En l>ó yfirtóku ár- in 1881—82. Verður nú sagt nokkuð frá ]>essum tveimur miklu ísáruin og afleiðingum l>eirra. Vcðurfar veturinn 1880—81. Þegar á að segja frá fjenaðarfellin- um 1882, verður ekki ]>já ]>ví komist, að lýsa nokkuð árferðinu á undan. Þar byrja orsakirnar, og ]>ær verða menn að þekkja, til ]>ess að skilja af- leiðingarnar. — Heimildirnar eru ör- uggar, m. a. til og frá í Þjóðólfi og ísafold, sjerstaklega eftir tvo ágætis- menn, ,T. .T. landlæknir og P. Nielsen á Eyrarbakka. J. J. segir svo (Þj. 16. jan. ’81), að framan af desbr.-mánuði (’80) liafi hjer syðra verið fremur frostlítið, en ]>ó gengið með byljum og ofviðri liinn 9. En frá 13. „verið einhver liinn kaldasti er elstu menn muna“. Kælan er ]>á ]>egar — í miðj- um jan. — talin „óvenju liing og hörð“, en snjór fremur lítill. Oftast var norðanrok í hafi og fyrir utan eyjar, ]>ó lygnari væri í Reykjavík frá 13.—20. des. Kom ]>á fljótt íshella á höfnina, svo að um jólin var gengið á ís út í Engey og Viðey, og hinn 30. alla leið upp á Ivjalarnes. í ]>essu kasti var mest frost hjer 18:iiá C., og svolítið meira á Eyrarbakka, 19,9° C. Morgun 31. var kominn hláka á land- sunnan, með regni, en hljóp i úts. um kveldið með miklum brimhroða, og braut l>á upp ísinn. Árið 1881 byrjaði með liægum úts. 1. mars hlánaði svo 4. og 5. „En brátt liófst norðanrok, sem hjelst við allan mánuðinn, með ]>eirri grimdar- hörku, að clstu menn muna eigi slília". Veðurlagið var saina og fyr, og frostið að 2114° á C. 30. jan. gerði „fjerskalegt ofsaveður á noi'ðan með blindbyl“. 31. vægari bylur, og ]>á um kveldið alt í einu hláka á landsunn- an. En daginn cftir, 1. febr. „geng- inn í sama i 11 viðrahaminn“. 9. jan. fór sjóinn að leggja aftur, og ]>ann 18. náði íshellan langt út á Flóa. Braut hana ]>ó aflur í l>ili, og var að milclu liorfin ]>. 23. En ]>á lagði 1>Ó svo fljótt aftur, að eftir 2 daga var komin sama íslielli, og 31. sást ekki út fyrir hana. Að ]>cssu sinni hjelst harkan fram til 10. febr., en ]>ó lieldur vægari og austíægari. Frostið að 1614° C hér og 18,2° C. á Eyrarbakka. ísinn tók að hrotna 6. febr., og 15. var höfnin orð- in auð. En svo var sjórinn kaldur að livenær sem lognstund kom, lagði liann aftur. Enn vil jeg segja nokkuð gjör frá liarðindum og veðurfari. bæði til að sýna nákvæmni landlæknis, en ]>ó einkum ef verða mætti til ]>ess, að góðfúsir lesendur og forráðamenn ]>eirra framkvæmdu, er hjer að lúta, lilypu síður liugsunarlaust yfir þrjú höfuðatriði þessa máls: 1. Þakkarskuldina við gjafarann allra góðæranna að undanförnu. 2. Ábyrgðina sem á oss hvílir, til þess að tryggja nægan forða — hey og mat — og lifvænlegan aðbúnað — fatn- að og liúsakost — í næstu harðindum. 3. Að haga svo samgöngubótum á sjó og landi, að ekki- verði þá alt ó- kleyft og ófært á þeim stöðum, sem brýnust er þörfin til þess, að flytja bjargræðið. Ágrip. 11./2.. Útsynnings-snjókoma, með blindbyl á austan um kveldið; 12. aftur útsynningur, 13. norðanrok, ofanhríð, 14. austanbylur um kveldið, 15. regn á lands., 16. logn, 17. á aust- an og með úts. liríð um kveldið. 18. úts. liriðjur, og kv. regan á lands. 19. „livass mjög á lands. með fjarska- legri rigningu". 20.—24. regn eða snjó- koma og ísregn, 25.—28. norðan rok til djúpa. Mars: „Þessi mán. hefur eins og að undanförnu verið óvenjulega ltald- ur .... frá 18 varð frostharkan fram- úrskarandi mikil — oft með roki til djúpanna". Frost að 25° C. Snjógang- ur 9 eða 10 daga, stundum lygn með „ofanhrið“, og svo alt að „blindbyl allan daginn". Alla daga þ. mán. fraus á Eyrarbalcka, og lcomst þó liiti 1 dag að 4,7°, og frost að 25,7° C. — Þá að sögn 30° á Kolviðarhóli. í apríl kom ágætur vorbati og óvenjulegur mari af útsuðri. Bjargaðist þá vel bú- fjenaður lijer syðra með því að gras- ár var mikið og lieyafli sumarið áður. Lakari varð afkoman sumstaðar á Norðurlandi, því liafís fylti þar alla firði fram í maimánuð. En þar sem ísinn fór þá alveg um maílok, urðu þar eklti mjög veruleg vandræði í það sinn. Frli. U M V ÍÐA VERÖLD. Ríka ekkjan og fallegi maðurinn. Frú Sara White, sextug ekkja eft- ir demantakaupmann i London og for- rík, kyntist nýlega 23 ára gömlum manni. Frúin á lieima í einu fegursta húsinu í London og lifir þar i vellyst- ingum praktuglega og hún bauð unga manniiium heiin til sín. Eftir ]>að var ungi maðurinn — Henry Irving lijet hann — daglegur gestur á lieimili ekkjunnar. ITann var dansmaður mik- ill og iþróttamaður. Uppfrá þessu voru eilif veisluliöld lijá ekkjunni, sem áður liafði lifað mjög óbreyltu lifi. Nú komst liún að raun um, að hún var ekki ennbá orðin of gömul til að skemta sjer. Hún var daglcgur gestur á lielstu skemtistöðum borgar- innar og barst mikið á. Klæddist sið- uslu Parísarbúningum og var alsett dýrindis hringuin, perlufestum og gimsteinum. Og altaf var Irving með henni. Heima lijá lienni varð brátt samkomustaður allra vina Irvings. Nú liðu nokkrir mánuðir og Henry fór að finnast tími til kominn að minnast á aðra liluti við kerlinguna. ITann sagði lienni frá því, að ýmsir lánardrotnar væri farnir að gerast nærgöngulir sjer og hefðu í hótunum. Að visu gæti hann selt eitthvað af ýmsum erfðagripum sinum, er hann liefði fengið eftir móður sina, en þó væri honum það nauðugt. Hvort liún vildi ekki lána sjer dálitla fjárupp- hæð? Það var guðvelkomið. Hún fór meira að segja að hágráta og sagðist skyldu lána lionum livað mikið sem vera skyldi. En Irving var mjög liæ- verskur og sagði að sjer nægðu tiu þúsund pund og þau fjekk hann und- ir cins. Nú liðu enn nokkrir mánuðir og Sara og Irving voru inestu mátar. Og einn daginn l>að liann hana um nýtt lán. Hann þurfti að láta endurbæta húsið á ættaróðali sínu í Cornwall. Að visu gæti liann íengið lán út á eignina, en það væri svo mikil fyrir- liöfn. — Hvað viltu mikið, góði minn, sagði ekkjan og sitjandi á hnje hans skrifaði liún bankaávísun sem liljóð- aði upp á 5000 pund vitanlega með fullri tryggingu í óðalinu í Cormvall! Og enn liðu nokkrir mánuðir. Þá sagði Henry lienni frá, að kærastan sín fyrverandi, sem liann liefði eign- ast tvö börn með, hefði hótað sjer lögsókn og uppistandi ef hann giftist lienni ekki. Þetta væri liinsvegar ekki annað en tilraun lil að ná af sjer fje. Þetla væri kvenmaður af lágum slig- um, dansstelpa — og ef Sara vildi nú lána honum 5000 pund mundi liann geta múlbundið liana. Söru kom ekki dúr á auga nóttina eftir. Hún var altaf að liugsa um hvað liún ætti að gera, ef hún misti blessunina hann Henry sinn. Og i býtið um morguninn útfylti liún 5000 punda ávísun. En nú langaði hana til að sjá börnin lians og stúlkuna og bað Henry að sýna sjer þau. Ja, það var nú verri ákoman! En Henry datt ráð í hug. Hann fjekk lánuð tvö börn lijá verkamannsekkju og sýndi gömlu konunni þau. Það fór vel. Söru leist afbragðs vel á börnin — hvað ]>au voru lik föðurnum! En nokkrum dögum scinna mætti ekkjan af tilviljun sömu börnunuin í einum skemtigarðinum í London með móður sinni. Þá komst alt upp. Og nú hefir ekkjan stefnt ITenry og krefst greiðslu á þessum 20 þúsundum pund- um, sem liún liefir lánað honum. Hcnry sá það ráð vænlegast að liverfa en náðist skömmu siðar. Sara fær aldrei peningana og óðalið í Cornwall er ekki til. En Henry Irving fær margra ára tugtliúsvist fyrir æfintýri sitt með ekkju gimsteinasalans.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.