Fálkinn


Fálkinn - 16.02.1929, Blaðsíða 4

Fálkinn - 16.02.1929, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N Ilásœtissalurinn meö hásœti páfans. Páfagarðurinn liggur i Róma- borg á hægri bakka Tibers. Vana- lega er hann kallaður Vati- kanið. Vatikan táknar höllina eða hina stóru húsasamsteypu, sem páfinn býr í og hirð hans og eru í þessum hölluin saman Imujöngiihliðið i páfagarð. Eru ]>etla inngöngudyrnar i hið nýja páfaríki. komin stórfræg söfn, bæði lista- söfn og vísinda. Nafnið vatikan er gamalt og hjet fyrrum þessu nafni sljetta ein, fyrir utan Rómaborg, ager vatikanus. Á ager vatikanus ljet fjöldi kristinna manna lífið á grimdar- stjórnarárum Nerós keisara. M. a. er álitið að Pjetur postuli hafi verið líflátinn þar, og hafa menn þókst hafa fundið gröf hans þar á völlunum. Á þeim stað Ijet Konstantín keisari hinn mikli reisa gömlu Pjeturskirkjuna svo- nefndu, og varð svo mikil sókn kristinna manna að þessari kirkju, að þegar til þess kom að reisa bústað handa æðsla em- bættismanni kirkjunnar var á- kveðið að setja hann þar nálægt. Vatikanið er stærsta höll í heimi. Grunflötur byggingarinn- ar er yfir 28.000 fermetrar og eru þá ekki talin með ýms minni háttar hús í páfagarði. Víða er talið, að milli 10 og 11 þúsund herbergi sjeu í páfahöllinni, en jietta er mjög orðum aukið. Til hallarinnar teljast tveir garðar og eru smá sumarbústaðir tveir í þeim, heitir sá eldri Casino del Papa, en sá síðari er bygður ai' Leo páfa þrettánda, Frægast er í páfagarði six- tinska kapellan með málverkum gamalla ítalskra meistara, högg- myndasafnið, fornmenjasafnið, málverkasafnið og hinar stór- frægu freskomyndir. Bókasafn páfagarðs telur 600000 bindi af bókum og um 50.000 handrit, og eru mörg handritin afar merki- leg og ýmsar bækurnar eru hvergi til nema þarna. Áður fyr var jietta bókasafn lokað öllum nema páfahirðinni, en Leó þrett- ándi leyl'ði vísindamönnum að- gang að safninu og hefir það haldist síðan. Pýskur ferðalangur, sem nýlega er kominn heim úr leiðangri um frum- skóga Brasilíu, segir að sjer hafi gef- ist mjög vel ný aðferð til Jiess að veiða Gorilla-apa. Þegar Gorilla kom á móti honum tók hann lofthyssu og skaut á sjálfan sig, en Iiún var hara hlaðin dálitlu púðri. En um leið kast- aði hann frá sjer hlaðinni skamm- hyssu. Síðan hljóp hann á hurt, en Jiegar hann nokkru síðar kom á vett- vang, fann hann ætíð apana dauða. heir höfðu tekið slcambyssuna — og apað eftir honum. Og maðurinn helcl- ur að fólk trúi pessu! í Ameríku hefir nýlega verið stofn- að sal'n — fyrir tómar wiskyflöskur. Árið 1914 voru 7000 miljónamær- ingar i Bandaríkjunum, en árið 1928 voru þeir orðnir 40.000, sem áttu eina miljón eða meira. Þýskur gistihúseigandi hefir fund- ið upp á Jjvi að skrifa 10 pfenninga á reikninginn hjá þeim gestum, sein slcella hurðum. í Amcríku er farið að kenna börn- um að nota ritvjel, undir eins og ]iau koma á skólann. Mörg þeirra læra á ritvjel löngu áður cn þau eru skrif- andi. ítalskur maður, sem ferðast liefir um öll lönd heims í þeim tilgangi m. a. að safna eiginhandarnöfnuin inerkra manna, er nýkominn lieim. Honum hefir tekist að safna mörg þúsund eiginhandarnöfnum. Meðal þeirra eru 60 mdverskir furstar, 420 lconungar og þjóðhöfðingjar. Þetta safn kvað vera töluvcrt mikils virði. Þegar breslca farþegaskipið stóra, Carinthia, var síðast hjer á íslandi, var ensk stúllca, Dorothy Lucas, sund- kennari um horð. Meðal farþega var ungur miljónamæringur, Mr. Iliggin- son. Hann var aðeins 2,'i ára og varð dauðskotinn i Dorothy. Nú eru ]iau gift og farin að liúa i Amerilcu, þar scm Higginson liefir keypt sjer hú- garð. Yfirvöldin á Sikiley tillcynna opin- berlega — og auðvitað eru þau lireyk- in af — að morð og yfirgangur fari Pósthússtr. 2. Reykjavík. Símar 542, 254 °2 309 (framkv.stj.). Alíslenskt fyrirtæki. Allskonar bruna- og sjó-vátryggingar. Hvergi betri nje áreiðanlegri viðskifti. Leitið upplysinga hjá næsta umboðsmanni! Líkast smjöri! mm. $ s NJ0RLIKÍ mjög þverrandi þar í landi. Árið 1922 voru 1577 inanneslcjur myrtar og ráð- ist var á samtals 2365. En árið 1928 var „bara“ 231 maður myrtur. Mr. William Greenvvood i Washing- ton er nokkurskonar „gamli Nói“ nú- tímans. Hann hefir nefnilega látið smíða heljarstóra ,,örk“ og ætlar sjer að'taka í hana nokkur hundruð af löndum sínum „þegar syndaflóðið mikla dynur yfir Norður-Ameríku". Hann liýst við syndaflóði þá og þeg- ar. Það er eklci öll vitleysan eins! Kemal Paslia, alræðismaður Tyrkja, hefir setl hann við því að fólk lcyssist á munninn. Liggur ströng hegning við. Aftur á móti ræður liann öllum til að lcyssast „á vangann". Málverk eftir Hemhrandt var nýlega selt til Amerílcu fyrir 56.000 dollara eða um 250.000 lcrónur. Spænskur miljónamæringur, Hut- tanso í Madrid, gerði svofelda erfða- skrá: „Sálu mina arfleiði jeg skratt- ann að. Enginn má lcoma í hús mitt eftir minn dag. Það á að standa autt uns það fellur af sjálfu sjer. Alt lausafje gef jeg þeirri einu stúlku, sem jeg hefi elslcað". Ættingjarnir urðu vitanlega mjög reiðir — cn glöð varð fátæka saumakonan, sem eitt sinn varð unnusta miljónamæringsins.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.