Fálkinn


Fálkinn - 16.02.1929, Blaðsíða 11

Fálkinn - 16.02.1929, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 SÁPUKÚLUR. f daga ætla jeg að sýna ykkur hvernig ])iíS eigið að fara að því að blása út sápukúlur. Ekki aðeins venjulegar kúlur heldur ýms lista- verk — húin til úr sápuvatni. Aðal- atriðið við þetta er ])að, að alt það, sem sápukúlurnar koma við, verður að vera vætt með sápuvatni. Nauðsynlegustu áhöldin. Auk kritarpípu, sem fást í búðum og kosta aðeins fáeina aura, verðið þið að hafa tvö hálmstrá, eitt gilt og annað mjótt. Til þess að hlása út verulega stóra flughelgi úr sápu er best að liafa barnalúður, en best er að taka úr honum flautuna áður en byrjað er að hlása. Gott er að láta svolitið' af sykri og glyserini i sápu- vatnið sem þið notið, því ])á verða kúlurnar sterkari og þola betur á- rekstra. Sjaldgœft blám. Kliptu G—7 sentimétra breiða stjörnu úr silfurpappír og láttu hana verða í lögun eins og bikarblöð á blómi (sjá 1), líindu síðan stjörnuna á korktappa og settu hana á undir- skál. Svo blæstu út sápukúlu með krítarpipunni og lætur hana koma á miðja stjörnuna (sjá 2). Taktu svo mjóa stráið en mundu að dýfa þvi i sápuvatn fyrst og sting því svO í sápukúluna á blómbikarnum og sog- aðu dálitið loft út úr kúlunni. Þá rninkar hún, en bikarhlöðin hreyfast með, svo að það er eins og blómið iokist. Ef þú blæst frá þjer aftur stækkar kúlan og bikarblöðin rjettast út. — Ef þú átt til tvær örlitlar brúður úr gleri skaltu lakka þær við sinn fimmeyringinn livora og setja þær á disk. Svo tekur þú lúðurinn og blæs sápukúlu niður yfir diskinn, ])angað til hún er orðin svo stór að hún hvili á röndunum á diskinum. Svo getur þú liringsnúið diskinum og ])á fara brúðurnar að dansa inni í sápukúl- unni. Gerðu tvo hringi úr stálvír, þannig að handfang sje á hvorum þeirra. Blástu svo kúlu í annan hringinn og með mjóa stráinu getur þú blásið nýja kúlu minni innan i þá fyrri, (sjá 1). Snertu svo kúluna varlega með liinum hringnum og dragðu liringina hvorn frá öðrum (sjá 2) Þá verður sápukúJan eins og tunna i lögun. Þrjár kúlur, liver innan i annari. Nú kemur erfiðasta þrautin. Nú þurfum við aftur að nota litlu gler- hrúðuna á fimmeyringnum og svo verður hún að hafa tvíeyring á höfð- inu, festan með lakki. Svo er hrúðan með aurana látin á tappa og tappinn settur á undirskál (sjá 1). Og gleymdu því ekki ,aö alt verður þetta að vera vott af sápuvatni. Nii tekur þú lúðurinn og blœst fyrst stóra kúlu niður á undirskálina. Svo tekur ])ú mjóa stráið og stingur því í gegn- um stóru kúluna og hlæst svo kúlu utan um brúðuna á tappanum, svo að hún nái niður á fimmeyringinn. Og nú er eftir að setja kórónuna á verk- ið. Þú stingur mjóa stráinu i gegnum báðar kúlurnar sem kómnar eru og blæst svo út dálitla kúlu ofan á tví- eyi'inginn (sjá 2). Þetta er alls eklti eins mikill vandi og þú heldur. En athugaðu samt vel myndirnar áður en þú byrjar og farðu eins að öllu og sagt er. Um að gera að væta alt í sápuvatninu áður en það er notað til tilraunanna. Og ef þjer mishepnast í fyrsta sinn ]>á reyndu aftur. Táta systir. — Jeg skal segja þjer að hún er hagsýn, konan mín. Hún saumar liáls- hindi handa mjer úr silkik jólunum sínum. — Ekkert er það á móti minni konu. Hún saumar sjer danskjóla úr hálsbindunum inínum. ◄ i i i i i i i i i i Vandlátar húsmæður ► nota eingöngu ^ Van Houtens t heimsins besta Suöusúkkulaöi Fæst í öllum verslunum. ► ► ► Bruni í Afríku. Pabbi og mamma, jeg og aðstoðar- maður föður míns sátum öll í einu lierberginu í leirhúsinu oltkar suður í frumskógum Afriku. Það var komin nótt og svarta myrkur úti, svo að ekki var hægt að sjá handa skil. Við fjög- ur vorum einu hvítu mennirnir þarna á stöðinni og sátum kringum borðið við olíulampann og voru sumir aö lesa en aðrir töluðu saman. Balc við þetta hús, sem við áttum heima i, var „skrifstofa" pabba, ]>að var kofi úr bambursreyr og þakinn með hálmi, kringlóttur i laginu og toppmyndað þakið, eins og frumbúaliúsin í Afríku eru flest. Bjett hjá skrifstofunni var annar hálmkofi; hann var einskonar skemma og þar var allur farangur okkar niðri i kössum og koffortum. Bak við ]>essa hálmkofa var „lier- mannaskálinn“, hann var allur úr hálmi og nokkuð stór. 1 einni skons- unni þar bjó fátækur hermaður sem hjet Kapume með konunni sinni sem hjet Penda og áttu þau sjö mánaða gamalt barn, sem hjet Tabu. Mjer þótti ákaflega vænt um Tabu litla, — hann var allra skemtilegasta barn ]>ó hann væri svartur. Og stundum öf- undaði jeg liann mikið, þvi úr því hann var svartur þurfti hann varla að þvo sjer þegár hann væri orðinn stór. — Alt i kringum stöðina bjó innfætt fólk i kofunum sinum. Alt í einu rauf skelfilegur hávaði næturkyrðina. Fyrst hjeldum við að leoparði liefði álpast inn í þorpið og vakið fólkið, en í þetta skifti var þaö ekki leóparði, heldur það .sem verra var. Það var kviknað i. Einhver liafði sofnað út frá bálinu sínu áður en það var sloknað, og svo höfðu neistar komist í einn hálmkofann, og þá var ekki að sökum að spyrja. Eldurinn breiddist í vetfangi til næstu kofa og var nú kominn að „hermannaskálan- um“. Jeg mintist undir eins Tabu og hljóp eins og kólfi væri skotið upp að húsinu. En þá mictti Pendu og fleiri konum, hún hafði komist út og skellihló. Jeg tók Tabu af balcinu á lienni. Hann var að slcæla því hann var svo syfjaður. Pabhi fór undir eins niður í einn kofann, þar sem Bangi var inni. Bangi var Ijóniandi fallegur arabiskur hest- ur, sem pabbi átti. Hann nötraði á beinunum af hræðslu en varð undir eins rólegur þegar pabbi fór að klappa honum. Nip litli, livolpurinn minn, kom til mín ósköp aumingjalegur en varð rólegri þegar hann sá mig. Kof- fortin oklcar og kassarnir voru í hættu, en það tókst mcð mestu herkjubrögð- um að verja kofann sem þau voru í. Sem betur fór var blæja logn. Loksins var ekki annað eftir af eld- inum en svolitlar glæður og þá slóu hermennirnir hring kringum eldinn og fóru að reyna að ná ýmsu úr honum, sem þeir áttu fjcmætt. Þeir stukku berfættir út á glæðurnar, alveg eins og þeim stæði á sama þó lappirnar á þeim brynni. Alla nóttina sungu yillimennirnir og lilógu, þvi ekkert kemur þeim í eins gott skap og eklur. Þeir döns- Postulins Látuns Leir Eir Aluminium Trje Plett Emaleraðar Gler Úrvalið mest. Verðið lægst. Verslun Jóns Þórðarsonar. ___________________ ifrastar Málninga- vörur Veggfóöur Landsins stærsta úrval. raozourov P®1® Revkiavílt. Ávalt mestar og H bestar birgðir' fyr- irliggjandi af allsk. I karlmanna- og Iunglingafatnaði. VÖRUHÚSIÐ Reykjavík uðu kringum glæðurnar og rjeðu sjer ekki fyrir kæti ])ó þeir hefðu mist húsin sin. En húsin þeirra cru ekki dýrmæt. Kvöldið eftir liöfðu þeir reist þorpið úr rústunum og nú bjuggu þeir allir i spánnýjum húsum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.