Fálkinn


Fálkinn - 16.02.1929, Blaðsíða 7

Fálkinn - 16.02.1929, Blaðsíða 7
F Á L K I N N 7 _ - , , , ^ , , , _ . . SAliA tiiiK BOKIN UM LIFIÐ. jóhannesoreötlum Þjánin-g og aftur þjáning. Alt lifið óslitin, nístandi þjáning. Fáeinar, svikular gleðistundir endrum og eins, líkt og ljós- deplar í myrkri sjúkrar sjónar, — aðeins til þess að gera myrkrið enn svartara og ógur- legra eftir á. Árni velti sjer i grænu gras- inu og var að hugsa um þessa óbærilegu þjáningu — lifið. Hann var heimspekinemi í há- skólanum, en var nú í sumar- leyfi heima hjá foreldrum sín- um í sveitinni. Það var sólskinsbjartur júní- dagur og hjeraðið hló í nýrri fegurð og prýði. En heimspek- ingsefnið veitti því enga eftir- tekt. Hann sá ekkert annað en myrkvið í sál sinni, fann ekki til neins, nema þessarar níst- andi þjáningar — og altur þjáningar. Hann ætlaði bráðum að rita bók, fyrstu bókina sína og hún átti að verða um lífið. Hann ætlaði að vanda sig ákaflega mikið með þessa bók og verða frægur fyrir. Hann ætlaði að sýna fram á það, með átakan- legri skerpu og frumleika, hversu tilveran öll væri óendan- lega vitlaus og viðbjóðsleg. — Hann ætlaði að sanna það með þúsundum rökstuddra dæma, að lífið væri ekkert annað en endalaus, tilgangslaus þjáning. Sólin skein, fuglarnir sungu og Árni hugsaði. Gamlar minn- ingar ófust inn í nýjar athugan- ir. Minningar um horfna æsku, þegar hann Ijek sjer lítill, á- nægður drengur hjerna í þessari fallegu brekku. Minningar um fjörug skólaár, næturgleði, vín- ilm og heitar varir. Minningar uin langa drauma, um stóra sigra og mikla frægð. — En allar þessar minningar gerðu myrkrið ennþá svartara, þjáninguna enn- þá sárari. Bókin hlaut að verða hreinasta fyrirtak! Skamt frá brekkunni, sem Árni lá i, var Jón gamli vinnu- maður að hlaða grjótgarð. Hann var hálfsjötugur karl, vinnu- þjarkur mikill og hygginn vel, ljettlyndur og ánægður jafnan með sitt lilutskifti. Árni var orðinn leiður á ein- verunni um sinn, og hugsaði sjer, að fara nú og spjalla við Jón gamla. „Seigur ert þú við baslið að vanda, Jón minn“, sagði hann og settist á stein rjett hjá gamla manninum. „O — ekki held jeg það sje hægt að segja nú orðið“, svar- aði Jón og hló við. —- Svo tók hann upp tóbakshornið sitt, stút- aði sig rækilega og rjetti síðan Árna. „Jæja, nú ætla jeg að fara að semja bók bráðum, lagsmaður“, sagði Árni og lyktaði upp úr horninu. „Ójá, öldungis rjett. Þú berð þig að þvi, karlinn. Það held jeg verði nú engin ómynd. En um hvað á hún að verða, má jeg spyrja?“ Og Jón snaraði um leið nýj- uin steini í garðinn. „Hún á að verða heimspeki- legs efnis, — um lífið svona yf- irleitt, blekkingu þess og tál. Fyrsti kaflinn á að hljóða urn ástina, sem kölluð er. Þar ætla jeg að sýna fram á, hvernig öll tilveran er leiksoppur stein- blindrar girndar, sein mennirnir hafa sæmt þessu hátíðlega nafni. Sannleikurinn er, að samdráttur kvenkyns og karlkyns gerist ekki fyrir neina andlega nauð- syn. Það er einungis svipa nátt- úruvaldsins sem rekur á eftir, miskunnarlaust ofbeldi eðlishvat- anna, djöfulleg tilraun til við- halds lífsþjáningunum. Jeg mun taka kattarástina til dæmis um frumeðli þessarar andstyggilegu hvatar, -— hvernig klórað er og bitist þegar húið er“. Jón gamli hjelt rólegur áfram hleðslunni, meðan hinn efnilegi unglingur ljet dæluna ganga. „Þetta er svei mjer nýstárlega athugað hjá þjer, drengur minn. En um hvað á þá annar kaflinn að hljóða?“ „Annar kaflinn verður um þetta, sem mennirnir kalla einu nafni hugsjónir. Þar ætla jeg að fletta ofan af allri þessari heil- ögu hræsni, sem menriirnir eitra með orð sín og hugsanir. Jeg ætla að sýna fram á, hvernig græðgin í mat og inetorð er hlakkandi undirtónninn i hlaðri skáldanna, þegar þeir eru sein allra andríkastir, og í skrifum stjórnmálagarpanna, þegar þeir hrópa sem hæst um ættjarðarást og þjóðarhag. Hugsjónir eru ekkert annað en grímubúningar, sem eiga að hylja grimdina í baráttunni fyrir viðhaldi lífs- þjáninganna“. „Þetta verður víst ljómandi falleg bók hjá þjer, Árni minn“, skaut Jón gamli inn í, og brosti vingjarnlega. „Eiga nú kaflarnir að verða fleiri en þetta?“ „Já, já, en þó er jeg ekki fast- ráðinn í, hve márgir. Einn á til dæmis að fjalla um vinnuna, þetta þrældómsok, sem allur lýðurinn stynur undir. Þarna pínast þeir og kveljast, þessir á- nauðugu verkamenn i víngarði drottins, fullir af öfund og ilsku. Þegar þeir hafa atvinnu, heimta þeir hækkað kaup og styttan starfstíma. Þegar þeir hafa enga atvinnu, heimta þeir atvinnu og aftur atvinnu. Oll vinna er, eins og ástin, miskunnarlaust ofbeldi tiJ viðhalds lífsþjáningunum“. „En hvað þú ert orðinn lærður maður, Árni minn“, sagði Jón gamli og hló ánægjulega. „Jeg held nærri því að þú sjert orð- inn of lærður, því jeg skil ekki til hlítar alla þessa þjáninga- speki þína. En það er nú ekkert að marka; jeg er hæði gamall og heimskur og illa að mjer i þess- um nýju kenningum. Mig lang- ar samt til að spyrja þig um fáein atriði, ef jeg mætti“. Árni kinkaði kolli til sam- þykks. „Þú fyrirgefur vonandi, þó spurningar mínar verði nokkuð nærgöngular og barnalegar", hjelt Jón gamli áfram. „Hefir þú nokkurntíma elskað stúlku í al- vöru, Árni minn? Og ef svo er, hefirðu þá nokkurntima nokkru fórnað fyrir ást þína?“ Árni þagði og roðnaði við. „Hefirðu þá nokkurntíma eignast óspilta hugsjón? Og ef svo er, hefirðu þá nokkurntíma nokkru fórnað fyrir hugsjón þína?“ Á'rni þagði enn og lór að virða Jón gamla nákvæmlega fyrir sjer. „En hafirðu aldrei elskað nje eignast hugsjón, sem þú hefir fært fórnir þínar, þá er ekki von á öðru, en að vinnan sje þræl- dómur i augum þínum“. Árni hafði að vísu heila varn- arræðu tilbúna í huganum, en Jón gamli brosti svo góðlátlega framan í hann og tók svo ánægju- lega í nefið úr horninu sínu, að orðin storknuðu á vörum heim- spekingsins. „Þú ert líklega ekki svo vitlaus karl, Jónsi minn“, var það eina sem Árni gat sagt, um leið og liann geispaði vandræðalega. Jón gamli bæði hló og hlóð í senn. — „Ojæja, varla er nú hægt að segja að jeg stígi í vit- ið, enda nær þekking mín skamt. Jeg liefi orðið að hlaða grjót- garða um æfina, í stað þess að læra um kattarást og hugsjóna- grímur, enda hefir lífsþjánirigin aldrei náð neinum tökum á mjer. Við Þuríður mín htifum aldrei ldórað nje bitið hvort annað; við höfum haft nógu öðru að sinna. Hún hefir prjónað lykkj- urnar sínar og jeg hefi hlaðið steinunum mínum, til þess að við gætum hjálpast að því að koma blessuðum börnurium okk- ar til manns. Það hefir verið okkar kærasta hugsjón, og jeg held jafnvel að hún hafi verið alveg hræsnislaus. Þú vilt nú kannske segja, að þetta sje svo sem engin hugsjón, heldur bara einn þátturinn i viðhaldi lífs- þjáninganna. En það er nú svona samt, Árni minn, að í þessu dundi vegna krakkanna, höfum við fundið ósköpin öll af gleði. Bókin þín verður sjálfsagt Ijóm- andi gull, en jeg ætla samt ekki að kaupa hana handa börnun- um mínum“. Jón gamli brosti sakleysislega, eins og hann væri hálfvegis að henda gaman að þessari löngu ræðu sinni. Svo hauð hann Árna i nefið og fór að bisa við nýjan stein. Árni horfði hugsandi á þenn- an liálfsjötuga grjóthleðslumann, sein glímdi hlæjandi við björgin vegna Þuríðar sinnar og krakk- anna. Eftir nokkra stund lagði hann fyrsta steininn í garðinn. Næstu (laga var hann að staðaldri við hleðsluna með Jóni gamla. Þeim ltom ágætlega saman. Árni lagði til heimspekina, en Jón gamli hláturinn og tóbakið. Bókin uin lífið varð aldrei til. Þegar garðinum var lokið voru allar þjáningarnar gleymdar. Kettirnir rifust að vísu eftir sem áður, en Árni gaf því engan gaum. Hann hafði nógu öðru að sinna. CHjocuaooaaoooaocusooooooaoo Verslið Edinborg. 0000000000000000000000000 Heimsmet í hjónaböndum. Frú Francís Miller í Cannecticut hefir heimsmet i hjónaböndum. Hún hefir nefnilega átt 16 menn, hefir hókstaflega „gert i ]>vi“, að giftast. Og ]>a<5 voru svo sem ekki kornung- ir, alveg óreyndir menn, sem hcnni tókst að klófesta. Einmitt reyndir menn, svona frá 30—45 ára að aldri. Og allir voru l>eir ríkir. Þegar henni fór að leiðast eiginmaðurinn, keypti hún njósnara á hann til ]>ess að vita hvort hann vœri nú alveg trúr og dyggur. Ef svo var, ]>á kom hún ]>ví ]>annig fyrir að hjónin voru að rif- ast svo pjónustufólkið heyrði. Og síðan heimtaði hún skilnað, „l>ar sem maðurinn hefði skammað sig í áheyrn fólksins". Og æfinlega f-jekk hún skilnaðinn — og skaðabætur að auk. Ifún auðgaðist þannig við hvern skilnað — en ]>að er aftur skýringin á því að henni tókst ætíð að ná í nýj- an mann. Þvi hún var orðin mjög rik. Áköf kaffidrykkja. Það er til gömul saga um karl og kerlingu uppi í Iíjós, sem drukku til samans sjötiu bolla af kaffi á dag. Þeim fjell það vel, það eina sem am- aði bónda, var að það gutlaði á hon- um þegar liann gekk of hratt. Þaö var tæplega hægt að búast við því, að hjer á íslandi fengjum við að halda þessu meti. Nú er nefnilega kominn til sögunnar franskur maður, Albert Baker að nafni, sem hefir sett heimsmet í kaffidrykkju, með þvi að hann á árinu sem leið drakk als 70 þús. holla og þá væna. Á einni klukku- stund drekkur hann 78 bolla. Það er sagt um franska rithöfund- inn Balzac, að hann hafi drukkið samtals 51 þús. bolla af kaffi um æf- ina — og það þótti vel að verið. En svo dó hann líka af kaffieitrun, en hans met er nú slegið af monsieur Baker frá París. Það er bara það að athuga, að lialzac ritaði nokkrar l>æk- ur milli kaffibollanna, en Baker gerir ekkert nema slopra i sig kaffinu. Bretar eru að hyggja loftfar, sem rúmar 100 farþega og ætla að hal'a það í reglubundnum ferðum yfir At- lantshaf. Fyrsta ferðin verður farin fyrri liluta næsta sumars.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.