Fálkinn


Fálkinn - 16.02.1929, Blaðsíða 9

Fálkinn - 16.02.1929, Blaðsíða 9
F Á L X I N N 9 Til heiðurs Mussolini ætla ýmsir aðdáendur lians að koma upp minnismerki handa lionum við leikvanginn i Róm, scm við hann er kcndur. Minnismerki þetta verður elcki neitt smáræði. Það verðnr gert úr einu einasta marmarabjargi, sem tekið hefir verið í námunum í Carrara og er 17 metra langt og 5 metrar á þykt og breidd. Til þess að flytja þetta bjarg úr námunum og að skipi þurfti 100 þús. metra af kaðli og 56 rúmmetra af timbri i undirstöðurnar og rennibrautina. Vilhjálmur fyrv. Þýskalandskeisari varð sjötugur 27. f. m. og .hjelt afmæli sitt hátíðlegt með milclu boði i höll sinni i Doorn. S<itu boðið um 60 manns. Voru þarna saman komnir ýmsir af hinum fornu þjóðliöfðingjum þýsku sambandsríkjanna og heilla- skeyti bárust Vilhjálmi úr ýmsum áttum. Kona hans sá sjer ekki fært að sitja boðið og lagðist veilc. Er sagt að þetta hafi stafað af því, að sumar frúrnar, sem þarna voru saman komnar höfðu hærri mctorð en hún sjálf, en hún vildi eigi sitja nema > æðsta tignarsæti. Ilefir Iiún ekki tign keisaradrotn., því Vil- hjálmur liafði afsalað sjcr keisaratign áður cn þau giftust. Á tnyndinni sjást hjónin. Er Vilhjálmur orðinn mjög breyttur i útliti frá þvi sem var. Undanfarnar vikur hefir iþróttalífið verið, sem mest i hinum frægu vetrarskemtistöðum Alpafjalla, Davos og St. Morits. Þar var háð Evrópusamkepni um mcistaratign i skautahlaupi og varð Norðmaðurinn Ballangrud Evrópumeistari. Annar Norðmaður, sem cr atvinnumaður i íþróttum, skautakappinn Óskar Mathie- sen setti ný heimsmet í fimm liundruð og þúsund metra skauta- lilaupi og er það mikið þrekvirki, þegar þess cr gætt, að hann er nú kominn yfir fertugt. Eru 21 ár liðin síðan liann varð fyrst heimsmeistari i skautalilaupi. Á myndinni er útsýn yfir St. Morits. Iieisarinn sýndi boðgestum sinum i afmælisveisluiuii kvikmynd, scm hann hefir látið taka af æfi sinni í Doorn og eru hjcr tvö sýnisliorn af myndinni. Að ofan sjcst Vilhjálmur sem keisari og æðsti herstjóri Þýskalands ásamt nokkrum hershöfðingjum sín- um, en á þeirri neðri sjcst liann á gangi í Doorn ásamt seinni konu sinni, Hcrmine.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.