Fálkinn - 04.01.1930, Blaðsíða 3
PALKINN
3
VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM.
Ritstjórar:
Vilh. Finsen og Skúli Skúlason.
Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested.
Aðalskrifstofa:
Bankastræti 3, Reykjavík. Sími 2210.
Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7.
Skrifstofa í Oslo:
Anton Schjötlisgade 14.
Blaðið kemur út hvern laugardag.
Áskriftarverð er kr. 1.70 á máriuði;
kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg.
Erlendis 24 kr.
Allar áskriftir greiðist fyrirfram.
Auglýsingaverð: 20 aura millimeter
Herbertsprent, Bankastræti 3.
Skraðdaraþankar.
Hafa mennirnir í raun og veru gert
sjer grein fyrir, hvers virði það er
að lcunna að tala? Srandar ekki hug-
arferill þeirra við þettta: að gera
samanhurð á málleysingja og sjálf-
um sjer? En hitt, hvers virði mátt-
ur tungunnar í raun og veru —
hve margir hafa gert sjer grein fyr-
ir því?
Og þó er tungan sá liluti líkam-
ans, sem mestu ræður um hvort
maðurinn verður að álirifamanni
eða ekki. Tungan og talfimin eru
hesta vopnið öllum þeim, sem vilja
koma áhrifum sínum til fjöldans.
Því að þó að til sjeu með öllum
þjóðum ólæsir menn og óskrifandi,
þá er engin sú þjóð til, sem geti
talið fram „óheyrandi" menn: fólk
sem eki skilji mælt mál. Nema þessa
sem allar þjóðir eiga og kallaðir
eru fábjánar.
Ræðusnild og mælska er list, sem
menn tömdu sjer löngu áður en al-
menningur fór að skrifa. Og svo mik-
ils virði þótti þessi list í þá daga að
hún var gerð að námsgrein þeirra
manna, sem verða skyldu stjórn-
málamenn og áhrifamenn þjóðanna.
Nú er minna skeytt um málsnildina
en áður, sennilega vegna þess, að
litað mál er orðin almenningseign,
sem ekki var þá.
En er nokkur ástæða til, að slá
stöku við þetta forna fyrsta boðorð
stórmennanna? Væri ekki betur um
margt, ef meiri kröfur væri gerðar
af almenningshálfu til foringjanna,
um að hafa það í lieiðri?
Enn halda menn málfundi til þess
að ræða mál, sem ekki þykir nægja
að ræða í blöðunum. Enn halda
menn þingfundi þannig, að skoðanir
sjeu settar fram í ræðu en ekki í
skriflegu áliti. Alt það sem mest
liykir um vert, er framsett munnlcga.
Væri þá ekki nokkur ástæða til, að
þeir menn, sem mestum áhrifum
vilja ná, tenulu sjer málsnild og skör-
ungsskap í ræðuflutningi, þannig að
„allur lýðurinn“ sópaðist að þeim,
hvenær, sem kostur væri á að heyra
orð ganga fram af þeirra munni.
Þeir menn þjóðarinnar, sem mest
þykir sópa að um þessar mundir,
gæti unnið þarft verk í þessu tilliti,
því eftirdæmi þeirra ræður öllu, um
úrslit þessa máls. Ef þeir gera vel,
munu allir þeir mörgu, sem vilja ná
gengi hjá almenningi, gera sjer það
að skyldu, að temja sjer góðan flutn-
ing góðrar ræðu.
Þá yrði unun að koma í þingsalina
og á alla opinbera mannfundi.
Norður um höf.
Oft sárnar manni, eftir lestur
Ijóðaþvættings og ljelegra sögubóka,
að pappírinn og allur tilkostnaður
skyldi ekki fremur notaður til þess,
að flytja íslenskum lesendum fróð-
leik, eins eða annars efnis. Þvíþaðer
mála sannast, að jjar er stórt skarð i
íslenskum bókmentum, sem fræðandi
bækur við allra hæfi ættu að vera.
— íslenskri hókaútgáfu skiftir irijög
í tvö horil: annarsvegar skáldskap-
argerð ( og þar á meðal margt, sem
sem betur hefði aldrei sjest á prenti),
— hinsvegar vísindaleg rit, sem eigi
eru lesin nema af fáum útvöldum.
Alþýðlegar fræðibækur um það,
sem er að gerast og gerst hefir í ver-
öldinui, hafa hinsvegar setið á hak-
anum. Islendingar eiga ekki svo mik-
ið sem litið „lexikon" á sinu máli.
Þeir eiga engar bækur um ýms merki-
legustu fyrirbæri veraldar, i náttúru-
fræði, landafræði, eðlisfræði eða því
um líku. Og þó hrósa þeir sjer af
því, að hjer sje bókaútgáfa og blaða
meiri að tölu, en ineð nokkurri ann-
ari jijóð veraldar.
I>eir, sem til þessa skorts finna,
gleðjast því, er þeir fá upp í hend-
urnar bók eina, sein út koin rjett
fyrir jólin. Ilún heitir ,,Norður um
/iöf“. Saga rannsóknarferða til norð-
urheimskautsins, landa og eyja um-
hverfis það, ásamt stuttu yfirliti yfir
Íielstu dýr á Norðurvegi". Höfund-
urinn er Sigurgeir Einarsson stór-
kaupmaður.
Jeg var iðnari við lestur þessarar
bókar en bestu skáldsögu. Hún hefir
það tvent til síns ágætis, að liöfund-
urinn hefir gagnkynt sjer efni það,
sem hann skrifar um, og svo hitt, að
stíllinn er skemtilegur og aðlaðandi.
llöf. hefir lag á því, að koina fróð-
leik að í hverri línu, án þess að bók-
in verði of þur aflestrar.
Höfundurinn rekur bókstaflega all-
ar þær landkönnunarfarir, sem farn-
ar hafa verið i Norðurveg, lýsir þeim
og velur úr þau atriði, sem mestu máli
skifta, til frásagnar. I byrjun bókar-
innar er meira að segja sagt ítarlega
frá landafundunum í Ameríku, sem
einskonar aðdraganda að þvi, að land-
könnuðir yfirleitt fóru að beina hug
sinum norður á bóginn. Hvötin til
landafunda á miðöldum var aðallega
sú, að finna hentugustu sjóleiðina
frá Evrópu til Asíu. En þegar menii
fóru að leita þeirrar teiðar í vestur-
átt, rákust þeir á þröskuld í leiðinni,
sem hjet Ameríka. Næsta skrefið var
svo það að reyna að krækja norður
fyrir Ameríku eða norður fyrir Ev-
rópu eða Asíu. Og við þessar tilraun-
ir þokaði landkönnuðum smátt og
smátt norður á bóginn, og lauk svo,
að kappraunirnar beindust að norð-
urheimsskautinu sjálfu.
Hin nýja bók Sigurgeirs Einarsson-
ar rekur alla þessa viðburði í sam-
feldri röð, þannig að lesandinn fylg-
ist ávalt með og getur eftir lestur
bókarinnar haft greinilega útsýn yf-
ir það, sem g'erst hefir. Niðurröðun
efnisins er svo góð, að ýmsir rithöf-
undar gætu tekið höfundinn sjer til
fyrirmyndar Iivað þetta snertir, og
er þetta þó fyrsta bók hans. Hann
hefir sem sje alls ekki við rithöf-
undastörf fengist, enda haft ljarskyldu
starfi að gegna um æfina. Bókin er
tómstunda verk hans, — og ágætur
■vitnisburður um, hvað gera má í tóm-
stundum sinuin, ef maður kann að
nota þær.
Ctgáfan er hin prýðilegasta. Bókin
er prentuð á góðan pappír og eru í
henni 94 myndir, ásamt uppdrætti
yfir norðurheimsskautið og norðlæg
íönd. Er bókin öll á 5. hundrað hlað-
síður á stærð og því mikið rit.
Það væri gott, ef bók sem þessi
kæmi út sem oftast. Hjer hefir mað-
ur, setn lítið hefir verið við ritstörf
kendur riðið á vaðið og gefið út góða
og gagnlega bók, sem öllum er gott
að lesa. Hafi hann bestu þakkir fyrir.
— m—n.
Alfred Dreyfus.
varð nýlega sjötugur. Um eitt skeið
var hann mest um talaður allra
rnanna í veröldinni — þegar mál
hans var tekið upp að nýju og það
sannaðist að hann hafði verið
uæmdur saklaus fyrir landráð og
fluttur til Djöflaeyjunnar. Hann
misti heilsuna í þeirri ægilegu útlegð
og hefir lifað síðan í kyrþey, og
flestir haldið að liann væri fyrir
löngu dauður. Dreyfus var Gyðing-
ur, og það var Gyðingahátur sem
olli því, að nokkrir háttsettir fransk-
ir liðsforingjar — og var Esterhazy
þar fremstur í flokki — gátu vilt
dómstólunum sýn og fengið Dreyfus
dæmdan fyrir njósnir fyrir erlenda
þjóð. Iin rithöfundinum Emile Zola
var þáð mest að þakka, að málið var
tekið upp aftur og sannleikurinn
kom í ljós.
Djöflaeyjan er ein af þremur eyj-
um, sem til samans heita „Les Iles
du Salut“. Hún er ekki annað en stór
gróðurlaus klettur, opinn fyrir öll-
um áttum. Nálega sífelt er brim og
stormar kringum eyjuna og auk þess
eru þar miklir straumar. Er því mjög
erfitt að komast á báti i land. Og í
sjónum er krökt af hákarli.
Stærsta eyjan heitir Konungsey og
þar býr æðsti embættismaður eyj-
anna. Fyrir austan hana er St. Josels-
ey og Djöflaey fyrir vestan. A Kon-
ungsey eru allir þeir fangar, sem eru
undir sjerstakri gæslu, á Joseley
þeir, sem reynt hafa að flýja, en á
Djöflaey landráðamenn eingöngu.
Vart er hægt að hugsa sjer ömur-
Car/ E. Holm verslunarmaður
varð áttrseður 25. des. síðastl.
Sigurbjörn Sveinsson er fgrir
löngu orðinn landskunnur mað-
nr fyrir barnabækur sínar, sem
komist hafa inn á hvert einasta
heimili á landinu. Má þar nefna
„tíernskuna", „Geisla“ og
„Æskudrauma“, sem allar eru
uppáhald bartianna. Sigurbjörn
hefir verið kennari í Vest-
mannaeyjum hin síðustu ár.
legri örlög en að lenda á þeim kvala-
stað. Föngunum er bannað að mæla
orð af munni við nokkurn mann og
þeir verða að eigra um eyjuna einir
og telja stundirnar. Flestir lifa þar
ekki lengi, því loftslagið er mjög ó-
heilnæmt, og er það eiginlega mesta
liknin, sem þeim gefst. Og þegardauð-
inn leysir þá loks burtu, er þeim
fleygt í sjóinn og verða þeir liákörl-
um að bráð. Likið er látið i poka og
steinn bundinn við og því síðan
varpað í sjóinn. Áður fyr var hringt
klukkum rjett áður en líkunum var
varpað í sjóinn og var sagt að há-
karlarnir hefðu lært að þekkja merk-
ið og vitað að von var á bráð ag
þyrpst að. En nú er hætt að hringja.
Það er aðeins 200 metra breitt sund
milli Konungseyjar og Djöflaeyjar,
en svo mikill straumur er i sundinu,
að það er hálftíma róður á sexrónum
báti. Dreyfus var fyrsti maðurinn
sem var settur í útlegð til Djöfla-
eyjar og þar dvaldi hann nær fimm
ár, þangað til mál hans var tekið upp
aftur. Kofi hans stendur enn á eynni
og eins bekkurinn sem hann var van-
ur að sitja á við ströndina og mæna
út á sjóinn. Einn eftirlitsmaður og
fimm hermenn voru jafnan á verði
kringum hann, en ekki fjekk hann að
mæla eitt orð við þá. Til þess að
Jrepa tímann gerði hann það að
gamni sínu að gefa hákörlunum
nöfn og hjelt liann sjálfur, að þeir
hefðu lært nöfnin og gegndu þeim,
er liann kallaði.
Á Madagaskar er stöðuvatn eitt,
sem er hvítt á litinn, svo að ómögu-
legt er að þekkja það frá injólk til-
sýndar. Liturinn stafar af því, að
sleinefni eitt er uppleyst i vatninu.
-----------------x----
Ellen Wilkinson, ein af þeim fáu
konum, sem sitja á þingi Breta, hef-
ir komist að þeirri niðurstöðu, að
konunuin hafi aldrei vegnað betur
eu árið 1929. En ekki segir sagan
hvernig hún hefir komist að þessari
niðurstöðu.
----x----
Það getur verið hættulegt að stela
kossum, ef það er á móti vilja þess,
sem kossinum er stolið frá. Nýlega
var t. d. enskur verkamaður, 38 ára
gamall, dæmdur í mánaðar hegning-
arvinnu fyrir að liafa stolið kossi
af 18 ára gamalli stúlku.