Fálkinn


Fálkinn - 04.01.1930, Blaðsíða 4

Fálkinn - 04.01.1930, Blaðsíða 4
I 4 FÁLKINN Saga Reykjavíkur. Rjett fyrir jólin kom út síð- ura bindi Reykjavíkursögu Iíle- mensar Jónssonar. Fyrra bindið kom út snemma á síðasta ári; var það í þremur köflum og nær sá fyrsti til ársins 1752, 2. til 1786, að Reykjavík fjekk kaup- staðarrjettindi, en þriðji kafl- nn, sem er lengstur nær til 18b6 og lýkur þar fyrra bind- mu. Fylgir því bindi skrá yfir helstu Reykvikingaættir. — í síðara bindi er frásögninni skift í tvo aðalkafla og segir íiinn fyrri frá tímabilinu 18'd)—72 en hinn síðari nær fram á árið 1926. Nafna- skrár og örnefna fylgja seinna bindinu. Ritið er nær 600 blaðsíður að stærð í stóru broti og úigáfan hin vandað- asta. / fyrra hluta riisins styðst höfundur eins og sjálfgefið er, að meslu leyti við prentaðar heimildir, m. a. ýmislegt það, sem bókað er í skjölum bæj- arins frá uphafi, og eru þar rakin plögg ýms viðvíkjandi stofnun og sögu bæjarins. Seinna bindið byggist hins veg- ar að miklu leyli á sjálfsreynslu höfundar, sem er gamall Reyk- víkingur, og því, sem hann hef- ir fræðst um sögu bæjarins af elstu mönnum. Er seinna bind- ið því skemtilégra aflestrar en hið fyrra, því höfundi lætur vel að segja frá, og hefir glögt auga fyrir því, sem sjerkenni- legt er, og ekki sist því sem spaugilegt er. Bókinni fylgir fjöldi mynda og uppdrátta, sem afar mikill fróðleikur er að. Er fróðlegt að bera saman útlit ýmsra bæjar- hluta, eiris og þeir voru fyrir 100 árum eða siðar, við það, sem þeir eru nú. Eigi er það hvað síst áþreifanlegur vottur nm hina hröðu breytingu bæj- arins að skoða myndir, teknar á aðalgötunum fyrir svo sem þrjátíu árum. Má heita að sú gata sje varla til, sem ekki hef- ir orðið óþekkjanleg á síðasta mannsaldri. Þó má geta þess, sem eftirtektarverðast má heita, uð hin elsla aðatgata bæjarins, Aðalstræti hefir breyst minst. lljer fylgja noklcrar myndir úr Ueykjavíkursögunni, sem útgef- andinn hr. Steindór Gunnars- son hefir vinsamlega leyft oss að birta: Efst er útsýn yfir mið- bæinn með Austurstrætl í miðju, en stjórnarráðshúsinu t. h. Þá kemur mynd úr verslun i Reykjavík, fyrir 50—60 árum, gerð eftir teikningu útlendings, sem hjer var staddur, en neðst mynd af Aðalstræti, frá 1835. fíók þessi mun verða kærkom- in Öllurn þeim, sem kynna vilja sjer sögu liöfuðstaðarins.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.