Fálkinn - 04.01.1930, Blaðsíða 8
8
F Á L K I N N
Iijer í blaðinu hcifa úður birst nokkrar
myndir, frá Rínarlöndunum, teknar í
sambandi við f>að, að setuliðsher
Be.lga, Frakka og Englendinga hefir
verið að kveðja þar, eftir að hafa verið
þar til eftirlits síðan vopnahlje var
gert með stríðsþjóðunum, 11 nóvem-
ber 1918. Iljer úti á íslandi finstmönn-
um ef lil vill, að þetta sjeu ekki nein
stórtíðindi. En þá ber að setja sig í
spor þeirra, sem hjer e.iga hlut að
rnáli: Þjóðverja. Friðarsamningarnir,
sem gerðir voru við þá í Versailles að
ófriðnum loktium, voru að ýmsu leyti
þess efnis, að þeir báru á sjer merki
hins forna orðtaks frá rómverskum
stríðsveldistíma: Sigraðir menn verða
að sætta sig við alt. Og í friðarsamn-
ingnum var ákveðið, að Þjóðverjar, —
því á þeim einum kom niður öll sú
hefnd, sem ftjrirhuguð liafði verið
miðveldunum í heild — urðu að gang-
ast undir að hafa selutið í hinum her-
numdu hjeruðum um ófyrirsjáanlegan
tima. Þremur árum eftir ófriðarloktók
við í Frakklandi stjórn, sem einsetti
sjer að beita öllum refsiákvæðum, sem
heimiluð voru með f riðarsamning-
unum, og gerði hún það, og bætti við
her þann, sem settur liafði verið á
vesturjaðra Þýskalands. Horfði því
itla við fyrir friðsamlegri endurkynn-
ingu Þjóðverja við hina fornu fjendur,
því vitanlega vakti það nýtt hatur
þjóðarinnar, að mótherjar hennar
kúguðu hana til að líða óvinaher í
landinu, og það meira að segja her,
sem Þjóðverjar sjálfir urðu að hafa
allan kostnað af. En þegar hinn ný-
tátni þjóðhöfðingi Þjóðverja, Gustav
Stresemann tók við völdum breyttist
skjótléga veður í lofli. Svo mikill mað-
ur var hann, að þráitt fyrir erfiða að-
stöðu gagnvart þjóð sinni, tókst lion-
um að efna til nýrrar stefnu í viðskift-
um Þjóðverja og höfunda Versal-
samninganna. Og síðan hans orð náðu
viðurkenningu hefir æ skipast betur
og betur í friðarmálum Evrópu. Er
nú svo komið, að Þjóðverjar hafa
verið teknir í alþjóðabandalagið, sem
fullgildur stórþjóðaaðili og fastriskip-
un komið á skaðabótagreiðslur þeirra,
og setulið bandamanna e'r sem óðasl
að hverfa heim. Hjer á myndinni sjásl
(að ofan) enskir liðsforingjar gera
heiðursmerki fyrir þýska fánanum, er
hann er dreginn að hún á Ehrenbreit-
stein-kastala, eftir að franski fáninn,
sem hafði verið á slönginni síðan 1918
var dreginn niður. Á neðri myndinni
sjást ármót Rínar og Mosel, sá staður,
sem talinn er hafa einna mesta hern-
aðarþýðingu allra staða við Rín.
Myndir hjer lil vinstri sýnir eitt af feg-
ustu torgum veraldarinnar, Vendome-
torgið í París. Eins og sjá má af mynd-
inni hefir fögrum skrautbyggingum
verið skipaður staður kringum torgið
og fögur standmynd á súlu sett á það
mitt, enda álti torgið að vera borgar-
prýði og frjáls reitur fólki til þess að
dvelja á sjer til tilbreytingar frá hinni
ægilegu umferð í hinum þrengri göt-
um borgarinnar. En bifreiðaumferðin
í París hefir gerbreylt titgangi þessa
torgs, þvi lögreglustjórnin hefir neyðst
til þess, að nota það sem dvalarstað
fyrir bifreiðar. Og má því nærri geta,
að lítill friður muni vera þar.