Fálkinn


Fálkinn - 07.02.1931, Blaðsíða 2

Fálkinn - 07.02.1931, Blaðsíða 2
2 FÁLKINN ------ GAMLA BIO ----------- Brúðkaupsnöttin. Metro Goldwyn Mayer tal- og söngkvikmynd í 11 þáttum eftir Sidney Noward. Tekin undir leið- sögn Victor Sjöströms. Aðalhlutverkin leika: Vilrtia Banky, Jo'seph Schildkraut, Edward G. Robinson. — Alt samtal á þýsku. — Myndin kemur bráðlega. PHIUPS Nýr gellir, „dynamiskur“, sem þarf engan aukarafstraum. Geng- ur því alstaðar og við öll tæki. Gellir þessi er sjerlega hljóm- fagur, og skilar sjerstaklega vel tali. Verð kr. 185.00 Eins árs ábyrgð. Gegningarstöð í Reykjavík. Fjölbreyttast úrval: Kápur, Kjólar, Kjólaefni. Káputau, Prjónavörur, Nærfatnaður, Sokkar, Vetrarfrakkar, Regnfrakkar. Treflar, Bindi, Húfur, Hattar. Verslunin Egill Jacobsen Best að auglýsa í Fálkanum ------ NÝJA BÍO ------------ Söngnr öræfanna. (The Desert Song). Söngleikur í 8 þáttum, með hinum ágæta söngvara John Boles i aðalhlutverkinu. Leikurinn gerist í Marokko og gefur einkar góða hugmynd um þjóðirnar þar og afstöðu þeirra til hvítra manna. Er myndin öll mjög áhrifamikil. Sýnd bráðlega. Soffíubúð ■ ■ ■ S. Jóhannesdóttir. ■ ■ ■ ! Reykjavík. ísafrði. ■ ■ ■ ; Mikið úrval af samkvæmis- ■ ; kjólaefnum: ■ ■ ; Georgette, ■ ■ ■ Crepe de Cine, ■ ■ Marocaine, ■ ■ ■ ; Brócade, ■ ■ ■ Vaskasilki, ■ ■ Blóm. B B ■ ; Ennfremur nýkomið mjög falleg ■ B . ■ ■ tegund af Prjónasilki í mörgum : litum. Talmyndir. BRÚÐKAUPSNÓTTIN. Enginn mun eiga jafn almennar vinsældir hjer á landi meðal kvik- myndaleikara eins og sænski snill- ingurinn Victor Sjöström. Hinar sænsku myndir, sem hann ljek i og bjó til leiks meðan hann var i Sví- þjóð, geta áreiðanlega talist vin- sælustu myndirnar sem sýndar hafa verið hjer á landi. Myndirnar sem hann hefir gert síðan hann kom vestur eru að vísu með nokkuð öðru sniði en hinar, en þó leynir sjer ekki á þeim snild- arbragurinn. Nú hefir Sjöström orð- ið að fylgjast með kröfum tímans og sjá um leik á talmyndum, og er hingað komin fyrsta talmyndin, sem hann hefir tekið og heitir Drúð- kaupsnóttin. Verður hún sýnd bráð- lega á Gamla Díó. Þessi mynd hefir tekist frábærlega vel, enda hefir mjög verið vandað til leikenda. Vilma Banky leikur aðal kvenhlut- verkið, en Joseph Schildkraut og Ed- ward Robinson tvö stærstu karl- inannahlutverkin. Var myndin tek- in bæði með þýskum og enskum texta og verður hún sýnd hjer með þýska textanum. Myndin sem hjer fylgir er af Vilna Banky. Efni myndarinnar er í stuttu máli þetta. Vínyrkjumaður, sem kominn er á efri ár trúlofast stúlku, ungri og fríðri, brjeflega. Hann sendir hjú- skaparauglýsingu í blað og lætur mynd fylgja með, en sú mynd er ekki af honum heldur af ráðsmanni hans, sem er ungur og fríður. Þegar stúlk- an kemur á heimilið sjer hún, að hún hefir verið brögðum beitt en sættir sig við það, en svo fer að hún lendir i ástaræfintýrum með ráðs- manninum og spinnast út af því við- burðir, sem ekki skulu raktir hjer. Myndin er sjerlega áhrifamikil og prýðilega leikin. SÖNGUR ÖRÆFANNA (The Desert Song) lieitir mynd, sem mikið orð hefir far- ið af erlendis og þótt ein af þeim bestu sem teknar hafa verið, þeirra er sýna þjóðflokka þá, sem búa í nágrenni við eyðimörkina Sahara. Myndin lýsir viðureign franska ný- lenduliðsins við hina innfæddu menn, en eins og kunugt er, hefir hæði Frökkum og Spánverjum reynst æði erfitt að vinna bug á innfæddu þjóðflokkunum, þrált fyrir liinn mikla aðstöðumismun, sem aðilarn- ir hafa: Aðrir eru búnir nýtisku vopnum, en hinir þekkja landið betur en hermennirnir úr Evrópu og nota sjer þá þekkingu til þess að gera andstæðingum sinum skráveifur. Þráðurinn í myndinni lýsir viður- eign hershöfðingja eins við baldinn Kabylaflokk, en það sem kynlegast er við myndina er það, að sonur hersliöfðingjans hefir gengið í lið með andstæðingum föður sins og gerst höfðingi þeirra. Og sonurinn neytir aðstöðu sinnar til þess, að nema á burt frá föður sinum stúlku, sem hann er ástfanginn af. Afleiðing- ar þessa verða þær, að faðirinn sæk- ir flokkinn heim og skorar foringja lians á hólm, en foringinn (sonur hershöfðingjans) kýs heldur að fá ámæli fyrir ragmensku en að berjast við föður sinn, og hafnar þvi boð- inu. Af þessari ástæðu er hann sett- ur af foringjatigninni. En málalok verða þau, að alt kemst upp og i þakldætisskyni fyrir að hafa ekki viljað bera vopn á föður sinn tekur hershöfðinginn son sinn í fulla sátt aftur. Kvikmynd þessi hefir að geyma ljómandi fallegar myndir úr eyði- mörkum Afríku og virðist lýsa hin- um innfæddu þjóðum þar einkar eðlilega. John Boles, sá sem söng að- alhlutverkið í „Rio Rita“ syngur að- alhlutverkið í þessari mynd, en Roy del Ruth hefir búið hana til leiks. Myndin verður sýnd innan skamms i Nýja Bíó.________________________ SKAMMBYSSU-PÍPA. Meðal bænda í lijeraðinu við Ver- dun á Frakklandi er það mjög al- ment að reykja í pípu af þeirri gerð, sem sjest á myndinni. Pipan er alveg eins og skammbyssa í laginu og það er nú orðinn töluverður iðnaður að gera pipur af þessari gerð. Fjöldi ferðamanna úr öllum álfum heims koma nú til Verdum, til þess að sjá vígstöðvarnar úr heimsstyrjöldinni — og margir þeirra lcaupa sjer skammbyssu-pipu til minnigar um það ferðalag.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.